Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 311 FJAÐRAFOK Anæstunni er í ráði að halda frumsýningu á nýrri þýskri kvikmynd, sem Paula Wesley leik- ur aðalhlutverkið í. Kvikmynd þessi heitir „Spegill lífsins“. Frum sýningin fer fram um borð í far- þegaskipinu Milwaukee, sem marg- ir hjér kaunast við af ferðum skipsins hingað með ferðamenn að sumrinu til. ★ ömul hjón í Belgíu hjeldu gullbrúðkaup sitt á dögun- um og komu ættingjar og vinir þeirra í -Jieimsókn með gjafir eins og ,yenja 'er til við slík tækifæri. Gömlu hjónin hjeldu gestum sín- um veislu og skemtu menn sjer hið besta. — En daginn eftir sóttu hjónin um skilnað til yfirvaldanna. Þau höfðu orðið ósátt út af gull- brúðkaupsgjöfunum. ★ Þetta er hinn nýi sendiherra Dana og íslendinga í London, Edv. Reventlow greifi. Mynd- in var tekin af greifanum er hann fór í heimsókn til Georgs konungs fyrir skömmu. ★ Stærsta gullsending, sem nokkru sinn hefir farið yfir Atlantshaf, var á dögunum send með risa- skipinu „Queen Mary“. Gullið var 9 miljón sterlingspunda virði. Þolsundkonan fræga, Jenny Kammersgaard, opinberaði ný- lega trúlofun sína. Kærasti hennar heitir Poul Engmann og er starfsmaður hjá Zone- björgunarfjelaginu. Myndin er af hjónaefnunum. ★ Skólayfirvöldin í Rússlandi hafa nýlega gefið út kenslubók í landa- fræði, sem kenna á í rússneskum barnaskólum. Landafræði þessi myndi þykja ófullkomin í flestum öðrum löndum en Rússlandi, því ekki er minst þar á önnur lönd en, Rússland sjálft, England, Frakkland, Þýskaland, Ítalíu, Spán, Lettland, Eistland, Lithau- en, Pólland, Rúmeníu og Finnland. ★ Hægt er að nota gamlar sardínu- dósir til ýmsra hluta. Yerkfræð- ingur einn í Ameríku safnaði sam- an miljónum af gömlum sardínu- dósum, pressaði þær saman og gerði úr þeim 15 km. langan bíl- veg. Sagt er að það sje sjerstak- lega gott að aka á þessum sardínu- dósavegi. ★ í Englandi hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að í næsta stríði verði nauðsynlegt, að láta bæði hunda og hesta hafa gas- grímur, en að kettir þurfi aftur á móti ekki á slíku að halda. Það sýndi sig í heimsstyrjöldinni, að kettir höfðu vit á að bjarga sjer á óhulta staði í loftárásum. Uppgjafasjómaður í Hamborg hjelt nýlega upp á 100 ára afmæli sitt með því að róa aleinn á smá- kænu út á haf. ★ Ein af sjerkennilegustu kirkj- um, heimsins er í bænum Taranoki í Astralíu. Kirkjan er öll máluð að utan með auglýsingum frá mat- vörukaupmanni einum, vefnaðar- vörukaupmanni og málara. Það voru þessir menn, sem bygðu kirkj una á sinn kostnað, gegn því að þeir fengju að- mála auglýsingar sínar utau á kirkjuvéggina. ★ — Drekkið þjer brennivín? — Jeg er góðteinplari. — Jæja. En getið þjer ekki svarar spurningu minni afdráttar- laust fvrir því. ★ — Afsakíð, en vilduð þjer ekki fryggja yður gegn þjófnaði? — Nei, þakka yður fyrir, það kemur mjög sjaldan fyrir að jeg steli. ★ Grænlandsstytta myndhöggv- arans Svend Rathsauk hefir verið sett upp á Kristjáns- hafnartorgi í Kaupmanna- höfn. Á myndinni sjest stytt- an, sem sýnir Grænlendinga að fiskverkun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.