Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Qupperneq 8
312
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þessi mynd er frá Borginni Eger í Sudetalandi og sýnir hópfund Þjóðverja, sem heimta að samein-
ast Þýskalandi. í Eger búa alt að 100% Þjóðverja og er í því hjeraði, sem Hitler tekur einna fvrst
á sitt vald samkvæmt fjórveldasáttmálanum í Múnchen.
Orðin standa á höfði.
FRAMH AF BLS. 307.
vandamál lífsins eru líka enn bin
sömu. Alt veltur á því, hverju
maðurinn tilheyrir, en ekki á því,
hvað tilheyrir honum. Eitthvað
gott og mikilvægt málefni þarf að
'eiga hann óskíftan, og því há-
leitara, þeim mun betur er mann-
inum borgið. I orðið: Guð, hafa
menn lagt alt hið æðsta, sannasta
og besta. Er það þá ekki rökrjett
hugsun, að þá sje manninum best
borgið, ef hann er fullkomlega
höndlaður af Guði.
Evðið minni tíma í það, að taka
hjegóma frá æskumönnum, en
meiri í hitt, að leiða þá inn í helgi-
dóma lífsins, að þeir geti orðið
ástafangnir af heilladísunum fögru
— áhugamálunum miklu — hinum
mikilvægustu sannindum, og þeim
er borgið á hvaða vandræðatímum
sem er. Og má jeg segja það skýrt
út. — Leitið þá til guðs, og heim-
inum er borgið.
Pjetur Sigurðggon.
Ásta (sem kemur í annað sinn
á sömu málverkasýninguna): Jeg
er svo alveg hissa hvað menn geta
verið gamaldags — hjer eru enn
sömu myndirnar, sem voru hjer
fyrir viku síðan.
★
— Drekkið þjer áfengi að stað-
aldri eða við og við?
— Við og við.
— Hve oft 1
— Á hálftíma fresti.
★
Faðiriiin: Jæja, Pjetur, nú er
jeg búinn að sýna þjer hvernig
þú átt að kyssa barnfóstruna þína
þegar þii býður henni góða nótt,
og það er í síðasta sinn sem jeg
sýni þjer það.
★
— Talið þjer frönsku?
— Helst ekki, ef jeg get komist
hjá því, vegna þess að jeg verð
altaf að hugsa mig urn áður en
jeg tala.
★