Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 „Dauðinn“ á brjefsumslag með ut- anáskriftinni „Velbyrdige Hr. Landsoverrets Assessor B. Thorar- ensen Guvunæs“. En kvæðið er úti á einskonar spássíu. Meginflöt pappírsins hefir skáldið notað til að krota á mannamyndir, af fikti, eins og menn nú á dögum eyða tímanum í tómstundum við að leysa krossgátur. — Kvæðið er aukaatriði á pappírnum, frá hans hendi. Jónas hefir beinlínis strik- að yfir vísur sínar „Efst á Arnar- vatnshæðum“. Það er sem maður sjái ham\ henda þessu á pappír- inn ósjálfrátt að kalla, eða að gamni sínu. Hvernig gat hann ímyndað sjer að vísur þessar yrðu sungnar í 100 ár og meira til? Uegar hann dregur fram Eiríks- jökul í þessum vísum, er „veit alt sem talað er hjer“. túlkar hann til- finningar kynslóðanna, sem finna til fjallanna, eins og þau sjeu gædd sál og anda og horfi niður á lítilmótleg mannanna börn. Vissi hann það sjálfur, að hann dróg þarna upp í fám orðum „impressionistiska“ mynd, sem stendur fyrir hugskotssjónum þjóð arinnar enn í dag? Á einu vísnablaðinu, þar sem hann skrifar „Sláttuvísu“ sína, kvartar Jónas yfir því, að hann hafi ekki lög til að yrkja við. Neðan við vísurna stendur: „Það er annars ógjörningur að eiga sjer ekkji lög til að kveða þesskohar vísur undir, svona kom ast þær aldrei inn hjá alþíðu —“. Það væri hægt að skrifa langt mál um þessa litlu einkennilegu bók, ef farið væri m. a. að virða fyrir sjer orðabreytingar skáld- anna á sumum þessara frumrita. En lijer er nóg komið. Handritamyndirnar byrja á „Eldgamla ísafold". Maður einn sem leit á bókina sagði er hann sá þetta handrii Bjarna „ljóslif- andi“: „Það er einkennilegt að hugsa ... til þess, að kvæði eins og „Eld- gamla Isafold“ skuli ekki altaf liafa verið tii“. Þegar maður sjer frumritin sjálf, sjer maður kvæðin fæðast eins og dr. Munksgaard segir. Hafi hann þökk fyrir þessa bók, sem svo margar aðrar. Bókina gaf hann út í tilefni af því, að forsætisráðherra Islands heimsótti hann. Ameríkumaðurinn John Webb, sem dó um daginn, hefir lík- lega verið feitasti maður í heimi. Hann vóg 346 kg. Þegar hann var greftraður, þurfti að fá sjer- staka járnbenta kistu, og grafar- inn að fá aukaþóknun, vegna þess hve gröfin var stór. Jolm Webb átti tvær systur. Önnur þeirra er 250 kg., en hin 203 kg. á þyngd. ★ Ursmiður einn í Kaupmanna- höfn hefir sjaldgæft úr til sýnis þessa dagana. Þetta er ofurlítið armbandsúr úr platínu og kostar 2700 krónur. Urið er á stærð við meðal baun og skrúfurnar eru eins og rykkorn — að því er sagan segir. Sir Kingsley Wood heitir þessi maður og er flugmálaráðherra Breta. Það hefir fallið í hans hlut að stjórna hinum miklu framkvæmdum Breta á sviði vígbunaðar í lofti og þykir honum hafa farist það verk prýðilega úr hendi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.