Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 147 öscar -€L ausen Minnismerki eru ekki mörg til hjer á landi og þá flest frá síðustu áratugum. Elst þeirra er hin fagra stytta af Albert Thor- valdsen, myndhöggvaranum fræga, sem Kaupmannahafnarbær gaf Reykjavík í tilefni af 1000 ára hátíðinni um minningu íslands- bygðar, árið 1874. — Áður en hún var sett upp á Austurvelli, var ekkert minnismerki neinstaðar á Islandi, nema legsteinar í kirkju- görðum og kirkjum. — Tilviljun varð þess valdandi, að jeg komst á snoðir um að hjer í Reykjavík var reist minnismerki fyrir 150 árum, eða 3 árum eftir að kaup- staðurinn hafði fengið bæjarrjett- indi. Frá þessu minnismerki og afdrifum þess skal nú sagt hjer. Það var árið 1789 að enskur ferðamaður, Sir John Stan- ley, ásamt enskum vísindamönn- um, kom hingað til þess að skoða Heklu og Geysi, og til endurminn- ingar um þessa ferð sína settu þeir vörðu eða „minnisvarða" í Effersey, en á vörðu þessa, sem í skjölum er stundum kölluð „súla“, settu þeir stóra og merkilega eir- plötu sem á voru letruð nöfn þeirra m. m. svohljóðandi: J. T. Stanley Esq L. Tn. Pierie Wright Baine Benners Calden Ad insulam Islandiæ ex Britannia venerunt í sumum handritum frá þeim tímum er þess getið, að þeir Sir Stanley og fjelagar hans hafi lát- ið „uppmúra ærustyttu“ til heið- urs sjer og Georg III. Englakon- ungi.1) Ekki er nú hægt að segja með vissu hvar „súla“ þessi hefir verið í eyjunni, en öll líkindi benda til þess, að botn hennar eða fótstykki sje sjáanlegt þar enn. — Rjett Minnisverð tíðindi III, í. B. 7 fól. Fyrsta minnis- merkinu á íslandi var stoliö. sunnan við hæsta hólinn, sem er austast á Effersey, er ferhyrning- ur úr grjóti, tæp stika á hvern veg, og ætla jeg að þetta sje síð- ustu sorglegar leyfar þessarar súlu Englendinganna. — Árið 1789 voru verslunarhúsin enn í Hólminum eða Effersey og kann það að hafa ráðið mestu um, að þeir ensku hafa sett þetta tákn um komu sína þar, en vel gæti þessi eirplata verið í sambandi við þann hug, sem Englendingar höfðu á því að eignast Island á þeim árum. Það er alkunnugt, að þegar landkönnuðir fara til óþektra landa og vilja helga þau þjóð sinni, hlaða þeir einmitt slíkar vörður og festa á þær eirplötur, sem til þess eru gjörðar áður en þeir fara að heiman og eflaust hafa þessir menn verið með plöt- una í fórum sínum að heiman. — Þótt undarlegt megi þykja, fekk þessi varða eða súla ekki að vera í friði í Effersey. Sá orð- rómur harst út, að þeir ensku hefðu lagt peninga í vörðuna, og því var hún nokkrum árum síðar, rifin í leyni, en þá fundust ekki nema nokkrir smáskildingar úr tini, í botni heunar. Eftir þetta stóð þó varðan í nokkur ár, en svo var plötunni stolið. — Vorið 1803 kom upp umfangs- mikið þjófnaðarmál í Reykja- vík og voru 12 persónur riðnar við það, að meira eða minna leyti, en þó einkum 4 þeirra. — Það komst upp að til bæjarins var kominu „þjófaflokkur" austan úr Árnes- sýslu. Foringinn fyrir þessum flokki var Einar nokkur Jónsson, ungur maður, 27 ára gamall, ætt- aður austan úr Stokkseyrarhverfi, en með honum höfðu komið að austan, tveir f jelagar hans,' Magn- ús Ólafsson og Hannes Hannesson. Þessir kumpánar höfðu sest að hjá Guðmundi Nikulássyni, sem átti heima í Helgakoti, sem síðar var kallað Vigfúsarkot og stóð í þorpinu vestur af Ingólfs Apóteki. Guðmundur í Helgakoti og Hall- dóra kona hans voru líka ættuð austan úr Árnessýslu og gengu þau brátt í „flokkinn“ til aðstoð- ar og svo bættist við „em dönsk dándiskvinna", jómfrú Karen Hansdóttir, sem hafði verið „kokkapige" hjá lautenant Aanum, en hann var hjer við mælingar og kortagjörð. Karen þessi var trú- lofuð Hannesi og var því ekki óeðlilegt, að hún vildi verða „flokknum“ og unnusta sínum að einhverju liði. — Það er sagt um foringjann, Einar Jónsson, að hann hafi þegar hann var eystra, snemma verið grunaður um smá- þjófnaði, og svo hafi hann verið ókærinn og sólginn í slagsmál, og er því sjáanlegt að hann hefir verið vel falliun til forustu í glæpamannafjelagi. — Um þessar mundir voru aðeins rúmir 500 íbúar í Reykjavík og var það því talsverður viðburður í ekki stærra þorpi, þegar upp komst um skipulagsbundið þjófa- fjelag', sem hafði farið í tvær sölu- búðir með þjófalyklum og stolið þar varningi og peningum. Bæjar- fógetinn var danskur maður, Finne að nafni, og fjell það í hans hlut, að rannsaka þetta mál og taka þjófana fasta, en svo afhenti hann Páli Jónssyni klausturhaldara í FRAMH. Á BLS. 150.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.