Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 2
146 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SV'' Mig dreymdí reyndar dável öll þau dægrin, sein jeg hefi hvílt, því jekkju læstri mosa og mjöll, þó misjafnt viðri, hafa skýlt því brjósti konu er blæðing hlaut, er biskup exi og jörðu laut. Er vatnið kom frá Wittenberg, úr víni gert, mig tók í brjóst. Þá dró úr trúnni mútt óg mérg og myrkur yfir landið dróst. Því eimyrju hefir á oss fent úr ösku — er krossi Guðs var brent. Við Ungfrú vantrú ýfðist mjög, í öndvegi er fyrrum sat, og dýrling margan dró fyrir lög og dreyra lambsins engis mat. Við brúði Guðs var búið stirt og bæn og náð að engu virt. Að þannig breyttu þaut um land sú þrjótamergð, ér vakti und og þjóðhollustu gerði grand, ljet greipar sópa um heimanmund, og hafði í frammi hjartarán við hefðarmey og tignarkván. Af völdum skálka er vorri þjóð sú vígaferla skálmöld gerð, sem hefir látið hjartablóð um Hóla renna og dreyrug sverð á lofti haft, á leiði í kór, og landráð framið mörg og stór. Jeg brýndi minna bræðrahug, en beit í hljóði þó á vör er örlaganorn þeim ók á bug, í odda er skarst í suðúrför. Við Hólafeðga hermdarfall mitt hjarta drap þó ekki stall. í suðri heyrði sverðagný. A svölum buldu veður hörð og dró á himindreyra ský er Dani ljet jeg hátta í jörð. — Jeg fjekk til menn í föðurhefnd, þau fjörráð voru dável efnd. Þann biskup, sem var heiðum hár, jeg hylti og Guði og Maríu laut. Mjer blæddi í augu, en bar mín sár sem best jeg gat og þreks míns - naut og honum virkta á himni bað, er hafði jeg fengið sama stað. Je$ svalg í æsku lífsins loft og Htilsmat að fella tár, Um >tðrar sálir stendur oft sá styr, sem varir daga og ár. Mín vígsÖk fór í valinn dóm: Jeg vísaði henni suðr í Róm. í æðum hafði jeg bylgjublóð, frá Buðla og Gjúka runnið var. I málum oft jeg stórum stóð, og stundum því úr vöndu skar með forsjá bæði og fyrirsögn. Ur fleipri gerði jeg virka þögn. Til gjafa valdi jeg heilan hleif og hirti ei um að klípa í smátt. Er bát minn út á djúpið dreif og dimdi að af hinstu nátt — jeg bað til Guðs að hitti jeg liöfn, að hlymröst lægði og kvrði Dröfn. Sá bróðir stýrði og bát minn jós, er byl og öldu getur veikt, og ekki bregst það leiðarljós, sem lafði María hefir kveikt. En aðstoðar er öllum þörf við æfidagsins röðulhvörf. ★ Að þannig mæltu hiin vatt sjer við og virti fyrir sjer njósna gest: Vjer finnum í þeim forna sið þau fangaráð, sem duga best: Að hylla Drottins heilög vje og höfuð leggja í föður knje. Hún leit við mjer, er lá í gadd það land, sem okkar milli var. Er sjónum hvarf hún sá jeg hadd með silfurlit, er Þórunn bar. Við fölva jarðar fór nú vel í fljettu brugðið hvirfil-þel. „Hún elskaða Sylvia ...“ Hún ætlar til íslands að sumri, ( hún elskaða Sylvia mín! Því sjálf vill hún sjá það og njóta, er sólblik um jöklana skín. — Um heiðar með farfuglum fljúga, er friðlandið heillar til sín. Hún man eftir íslenskum afa, — en ung var hún þegar hann dó. — Hann söng henni sjóferða þulur, með svæfandi festu og ró, og hagræddi höfðinu smáa, þá hugurinn draumtjöldum sló. Og millur af upphlut frá ömmu, hjer ástríki fundu og skjól. Hún gullfáði gripina fornu, sem gleymskan og útlegðin fól, og festi til fegurðar auka á fágætan vordaga kjól! Hún ætlar til Islands að sumri svo amerísk, háttprúð og fín! Jeg veit hún á vinum að mæta, því vorið í svip hennar skín! Og —- hún hefir augun hans afa, hún elskaða Sylvia mínl Mars 1939. Jakobína Johnson. Um tilefni þessa kvæðis segir skáldkonan í brjefi: „Hún elskaða Sylvia mín“ er kenslukona hjer í borg. Faðir hennar er símritari, af .íslenskum ættum, en móðirin amerísk. Þau eru bæði vel gefin og Sylvia er einkabarn þeirra. Afi hennar var Hjálmar Arngrímsson, sem bjó á Mælifelli og síðar á Skógum í Vopnafirði. Hann var hagmæltur vel. Kona hans var Hólmfríður Jónasdóttir Jónassonar frá Krossi í Ljósavatnsskarði. Hjálmar tók sjer ættarnafnið Vopni eftir að hann kom vestur. Jeg hitti Sylviu í samsæti og bað hún mig að lofa sjer að koma heim til mín að sjá það sem jeg ætti frá íslandi og fræðast um það. Það var sjálfsagt. Seinna kom hún aftur og hafði þá látið gylla millurnar hennar ömmu sinnar og festa þær á grænbláan „vordagakjól“. Þá var hún alráð- in í því að fara til íslands að sumri, og með henni fer amerísk söngkona, sem hefir sjerstakan áhuga fyrir að safna þjóðlögum. ---------------- í ítalska smábænum San Remo á Miðjarðarhafsströndinni lifa 25 þús. manns á blómasölu. Á hverj- um degi eru seld ein miljón blóm út úr borginni, aðallega nellikur, rósir og fjólur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.