Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAf)SltfS 151 unni í Effersey. Hún fanst undir rúmiuu hjá Einari, forinfrja fyrir- tækisins. — Eirpiata þessi var stór op; merkileg. Hún. var úr hreinum eir og vigtaði 3 kg., og var virt á 3 dali. — Hún var lögð fram í rjettinum ásamt öðru þýfi og af- hent landfógetanum til geymslu, en hann heiir geymt liana svo vel, að hún hefir ekki fundist síðan. Annars segist þjófunum svo frá um stuldinn á piötunni. — Hall- dóra húsfreyja í Iíelgakoti, þar sein bófarnir lijeJdu til, segir frá því, að einn dag, um veturinn, þegar farið var í beitifjöru, hafi Magnús Ólafsson komið með plöt- una og sagt, að hún hafi legið laus fyrir norðan vörðuna í Effersey. Svo liafi liann geymt plötuna í rúmi sínu, en falið hana síðan undir kistu þegar hann fór í verið. — Húsbóndinn í Helgakoti segir svo frá, að þegar hann einu sinni um veturinn, hafi komið úr einni ferð sinni úr Briggskipinu í Graf- arvog, en það var skip sem lá þar um veturinn vegna bilunar, hafi hann sjeð heima hjá sjer kopar- plötuna og spurt konu sína um hvernig hún væri þangað komin, en hún sagt að Einar hefði víst flutt hana þangað. Guðmundur segist þá hafa haft liörð orð við þá Einar og Magnús og ávítað þá fyrir að hafa stolið plötunni, en þá varð Einar svo reiður, að hann hótaði að reka í hann hníf, ef hann hefði sig ekki hægan. — Þegar nú mál þetta var að mestu rannsakað og upplýst, fór það að kvisast í bænum, að fleiri væru, ef til vill, við það riðnir og að meiru hefði verið stolið. Einkum voru það tveir kaupmenn, Árni Jónsson, sem kailaður var Reyni- staða mágur, og Baade, danskur faktor, sem þóttust sakna einhvers úr búðum sínum, og töldu víst að einhverjir hefðu farið inn hjá sjer, og vildu fá það rannsakað. Þeir hjeldu því líka fram, að nætur- vÖrður bæjarins, „Jón vaktari“, mundi vita eitthvað meira en hann vildi láta uppi, eða hefði máske lokað augum sínum þegar skyld- an bauð honum að hafa þau opin upp á gátt. — Því var það, að Páll klaustur- haldari stefndi fyrir sig 6 persón- um þann 25. apríl, um vorið og spurði þær spjörunum úr. Það var Þorbjörg rnóðir Magnúsar Ólafs- sonar, Jón Gíslason borgari „rigt- aður um að hafa keypt af þjóf- um“, Kjartan Ólafsson daglaun- ari, „alþektur landflæmingur og gjörþektur að prakkaraskap og ó- ráðvendni“, Skíði Egilsson í Sjó- búð og kona hans, og svo loks Jón „vaktari", en þau áttu að lireinsa sig „löglega fyrir allri meðvitund og hlutdeild“ í þjófn- aðinum. — Þeim tókst það öllum, en næst skall fangelsishurðin hæl- um Jóns ,,vaktara“. — Hann var spurður, livað hann á vetrinum, hvort heldur á nóttu eða degi, hefði orðið var við „þann um- gangandi þjófaflokk". Honurn varð svarafátt. en það viðurkendi hann fvrir rjettinum, að hann væri óhæfur og óduglegur til „þjen- ustunnar“ eða næturvarðarstarfs- ins og sagði því lausu, en því var þó slegið föstu, að hann hefði ekki gjört sig mjög grunsaman í máli þessu og því var honum leyft að fara heim um kvöldið og ekki settur inn. — Eftir þetta rjettarhald var mál- ið tekið til dóms og liann kveðinn upp af Páli klausturhald- ara, sem þó var ólÖglærður mað- ur, þann 21. maí 1803, en dóms- niðurstöður urðu þær, að helstu menn þjófaflokksins, Einar Jóns- son, Magnús Ólafsson, Guðmund- ur Nikulásson og Hannes Hannes- son, voru dæmdir til þess að „erf- iða“ í tugthúsinu á Arnarhóli í 2 ár. Halldóra, húsmóðirin í Helga- koti, var dærnd til þess að „erf- iða“ 2 mánuði í tugthúsinu, fyrir hylmingu og grunsamlega „með- höndlun“ á járnbentri trjeskjólu, sem lnin um kvöld, hafði borið heim til sín frá skúrdyrum á húsi Jóns Laxdal „fríhöndlara“. Loks var Karen, hin danska „kokka- pige“, dæmdi í 2 mánaða tugthús fyrir að hafa geymt fyrir Hannes, unnusta sinn, sjóvetlinga fulla af krami, svo sem hnöppum, tvinna og nálum, sem hann hafði stolið úr búðinni hjá Sunchenberg. — Lokaákvæði dómsins er svo- hljóðandi: „Sú burtstolna messing- plata frá Effersey innsetjist þai* hjá innmúruð í þá af engelskum árið 1789 þar uppreisn steinstyttu, upp á kostnað þjófamia Einars Jónssonar og Magnúsar Ólafason- ar, undír hvorra vörslum platan er fundin“. Þessum dómi var ekki áfrýjað og efalaust er það, að afbrota- mennirnir hafa órðið að vinna til- tekinn tíma í Arnarhólstugthúsi, en það er líka víst, að síðasta á- kvæði dómsins hefir aldrei verið fullnægt, hvað sem hefir valdið. — Eirplatan hefir glatast, máske i geymslunni hjá landfógetanum og varðan eða súlan í Effersey hefir svo hrunið. — Reykjavíkurbær er því einu minnismerki fátækari, en vera skvldi.1) Smælki. Lögreglan í Nehv York fjékk nýlega það hlutverk að hafa hend- ur í hári stigamanna, sem rjeðust á og rændu fólk er það fór heim til sín á kxöldin frá aftansöng í kirkjum borgarinnar. Lögreglunni hefir þegar tekist að handsama marga bófa. Lög- reglan lagði snöru fyrir ræningj- ana á þann hátt, að stúlkur, sem voru í þjónustu lögreglunnar, slógust í fylgd með kirkjufólk- inu. Voru þær klæddar dýrindis klæðum og báru verðmæta skart- gripi, sem freistuðu bófanna. ★ Nýlega kom það fyrir á einum þjóðveganna, sem liggja að Lond- on, að Öll umferð stöðvaðist vegna þess að rottuhópur, sem í voru þúsundir rotta, fóru yfir veginn í skipulegum röðum. Menn, sem áttu leið þarna um, horfðu ótta- slegnir á rottumergðina, en þorðu ekkert að aðhafast. ★ Ungur Bandaríkjamaður keypti bíl á uppboði fyrir 20 dollara. Á leiðinni heim stöðvaði umferða- lögregluþjónn hinn nýja bíleig- anda og þar sem Öryggistæki bíls- ins voru mjög úr sjer gengin, fjekk hann 30 dollara sekt. ‘) Landskjs. Dómsmálabækur Rvíkur o. fl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.