Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 Frá síðasta Heklugosi. Blýantsteikning eftir Gnðm. Magnússon. Eftir at- huganir sínar á eldsvæði Skaftárelda lagði hann stund á eldfjallafræði, og tók sór því ferð á hendur til að skoða Heklugosið 1913 og Kötlugosið 1918. Þrein dögum eftir að hann kom frá ferðinni til Kötlugossins lagðist hann banaleg- una. Guðmundur var óvenjulega mikill fjallgöngumaður eftir þeirra tíma mæli- kvarðn. Gekk t. d. á Eiríksjökul er hann var kominn af léttasta skeiði. hvort heldur var lífsbarátta þeirra bágstöddustu í afdalabygðum eða umbrot manna i margmenninu við sjóinn. En þegar G^iðmundur hafði unn- ið í nokkur ár við samtíðarlýsing- ar sínar, tók fortíð þjóðarinnar að heilla hug hans. Og þá var ekki nema eðlilegt, er út í þá fjöl- breytni kom og mikla efnisval, að hann staðnæmdist við þá atburði þar sem hrikalegast undust sam- an þræðir mannlífsins og náttúru- aflanna í landinu, þar sem voru Skaftáreldarnir. En þeim lýsir hann í sögum sínum þannig, að hann vindur upp skáldsöguþætti á því stórfenglega sviði veruleik- ans. En máske verða það smásögurn- ar sem lengst halda nafni Guð- mundar á lofti, hinir snjöllu þætt- ir daglega lífsins, er sýna lesand- anum inn í mannssálrnar alla þeirra umgerð og umhverfi. Nýlega er byrjuð heildarútgáfa af ritum Jóns Trausta. Það rit- höfundarnafn valdi hann sjer er fyrsta skáldsagan hans kom út. Hann vildi með því láta lesendur sína geta tekið við þessu skáld- verki, dæmt um það, án tillits til þess hver höfundurinn væri. Máske var það vegna þess að hann sjálfur var prentari að hann gat komið bókinni iit svo að aðeins örfáir vissu hver höfundurinn var. Og það skifti árum að það yrði almenningi kunnugt. En um það leyti sem menn fóru að vita um hvaða maður leyndist undir því dulnefni kom fram tillaga á Al- þingi um að veita honum skálda- styrk. Þá reis upp þingmaður einn og taldi það nær að styrkja Jón Trausta en Guðmund Magnús- sou(!) Rithöfundurinn Jón Trausti lif- ir í meðvitund þjóðarinnar í fram- tíðinni. Svo mikið er víst. En enn- þá hefir ekki verið skrifuð sagan um manninn, sem tók sjer það heiti, af því að hann vildi sjálfur draga sig í hlje. En þó sögur Jóns Trausta verði lesnar og eigi lengi eftir að vekja eftirtekt, gæti æfisaga Guðmund- ar Magnússonar frá Rifi orðið engu síður læsileg, ef vel er á haldið, saga drengsins sem ólst upp á ljelegu náðarbrauði út- kjálkasveitarinnar, en gerðist á þroskaskeiði sínu afkastamesti rit- höfundur þjóðarinnar. V. St. Morgunljóð eftir Huldu Morguninn er sem óskrifað blað, yndislegt, hvítt og hreint, lítið blað, ávöxtur menningar manns, eitt máttugt spor í jarðsögu hans. Hvítt blað og svart blek — hvílík auðlegð öllum, frá ungbarnsins frumdrætti, að höfundi snjöllum. „Yegur er undir og vegur yfir og vegur á alla vegu“. Nýr morgun, sem opnar öll sín hlið öllu, sem lifir og grær. Nýr dagur, með snjóhvítt blett- laust blað — ó, barn lífs, hvað ætlarðu að skrifa á það! Hvað rita þín örlög, hvað ritar þú sjálfur? Hvað rita í dag allar heimsins álf- ur? „Vegur er undir og vegur yfir og vegur á alla vegu' ‘. Hvað, sem að alheims örlagahönd á örk sína skrifar í dag, skal dráttur hvers einstaklings ár- dagsskýr, hið umliðna bætt, hafinn þáttur nýr, ritað með hjartans hreinasta blóði á hvíta örk tímans, með ljógsins flóði. „Vegur er undir og vegur yfir og vegur á alla vegu“. ■JMb. Hynni SurtsheUk. Pennateikning eftir Guðmund Magnúseon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.