Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Side 4
388
LESBÓK M0RQUNBLAÐSIN8
Frá Finnmörku til
Ka upmannahatnar
(Ferðasaga)
Við lö<rðum af stað frá Kirkenes,
jeg og fjelagi minn, Benne
Grande frá Kabelvaag, í Lofoten,
klukkan \y2 árdegis sólríkan
haustmorgun, með höfuðin full af
stórfenglegum framtíðardraumum
um hættur og ævintýri, frægð og
sigra. Bakpokarnir voru ef til vill
ennþá fyllri, og kendi þar anargra
grasa, því ei dugar að vera van-
búinn er í langferð skal leggja.
Við Benne ætluðum nefnilega
hvorki meira nje minna, en að
labba til Danmerkur og ef til vill
lengra; gegnum endilangt Norður-
Finnland niður að Norrbotten
(Helsingjabotni), og þaðan gegn-
um endilanga Svíþjóð alla leið til
Kaupmannahafnar, svo ekki var
að undra þótt við bygðum loft-
kastala og skýjaborgir viðvíkjandi
ferðinni.
Járnhöfnin Kirkenes.
Kirkenes er austasta höfniu á
Austur-P'innmörku og liggur við
suðaustanverðan Varangerf jörð.
aðeins 14 km. frá finsku landa-
mærunum. Pln Pasvikefla skiftir
þör löndum niður undir sjó. Mun
minst á hana síðar. íbúar Kirke-
nes munu vera um 4000, og er bær
þessi og Narvik stærsta járnmálms
útflutningshöfnin í Norður-Nor-
egi. Málmurinn er grafinn úr jörðu
við svonefnt Björnevatn, er ligg-
ur 10 km. inn í landinu, og flutt-
ur þaðan á járnbrautarlestum til
Kirkenes, en þar taka þýsk skip
við honum eftir að bræðslan er
um garð gengin, en hún fer fram
í gríðarstórum bræðsluofnumi upp-
hituðum með kolum. fbúar bæjar-
ins eru af ýmsum þjóðflokkum.
Flest er af Norðmönnum, en þó,
einnig margt af Löppum og Finn-
um, töluvert af Þjóðverjum, Sví-
um, Skoltum (einskonar Löppum)
og jafnvel nokkrir Rússar. Á
Kirkenes er garðyrkjustöð með
Ferðasaga sú, er hjer birt-
ist, byrjar norður við íshaf
nálægt landamærutr. Finn-
lands og Noregs, einmitt á
þeim slóðum þar sem nú er
barist af einna mestri grimd
í styrjöldinni milli Finna og
Rússa.
tveimur gróðurhúsum og útirækt-
un allmikilli. Var það u.m. tíma
nyrsta garðyrkjustöð í Xaregi, og
að öllum líkinduin í heimiuum.
En nú er komin önnur norðar í
Hammerfest. Við garðyrkjustöð
þessa vaun jeg um. sumarið.
Gleymdi hnífnum.
Jæja, nvi segir frá okkur Benna.
Við staðnæmdumst á hæð einni ca.
3 km. frá bænum, og litum til
baka í þungum þönkum og var
ekki laust við að geigur vari í
okkur vegna ferðarinnar. En alt-
í einu mundi jeg eftir að jeg
hafði gleymt hnífnum mínum
heima á „stabbiiri“, mesta forláta-
hníf, sem kostað hafði kr. 5.50 í
norskri mynt. En þar sem, góður
vasahnífur er alldýrmætur hlutur
fyrir fátæka „lúffara“ eins og
okkur, vildi jeg snúa við og sækja
hann. En Benne, sem var ei einskis
vegna frá Lofoten, mótmælti
kröftuglega, og sýndi mjer fram
á, að ef að við ættum að verða
komnir til Kolttagöngás kl. 7,
veitti okkur ekki af tímanum. Eh
kl. 7 átti áætlunarbíllinn að fara
þaðan til Salmijárvi, sem er smá-
bær, er liggur við aðal þjóðveginn
frá Petsamo (hafnarborg Finna
við Ishafið) til Rovaniemi. En jeg
vildi ekki láta hlut minn og þrátt-
uðum við um þetta í þrjú kortjer.
Þá gaf jeg eftir, og hjeldum við
síðan áfram. En þessi stans varð
til þess að við mistum af bílnum,
en þar eð aðeins var ein ferð á
dag, urðum, við að bíða til næsta
morguns í Kolttegöngás, og sje jeg
ekki eftir því. En Benne ætlaði
vitlaus að verða og bölvaði svo
kröftuglega á finsku og norsku,
að Lappakerlingarnar góndu á
eftir okkur, hristu höfuðin og
sögðu: „Voi, voi, voi“. En Benne
hjelt bara áfram ; „Berkile, Satani,
helvete ....“
Við urðum fljótt varir við að
við vorum ekki komnir í neinn
stórbæ. Flest húsin voru Skolta-
kofar, að undantekinn tollstöðinni,
ferðamannahótelinu og kirkjunni,
sem var gömul mjög. T kirkju-
garðinum eru eingöngu grafnir
Skoltar. Á hverri gröf lá eitthvert
gamalt verkfæri; ár, viðaröxi eða
því um, líkt. Okkur var sagt að
verkfærin væru tákn lífsstarfs
hins framliðna, t. a. m. fengi fiski-
maðurinn ár á gröfina, skógar-
höggsmaðurinn öxi o. s. frv. Kof-
ar Skoltanna voru ekki síður at-
hyglisverðir. Flestir voru hring-
mvndaðir og hlaðnir úr torfi og
grjóti, eða óhöggnum bjálkum,
margir fullkomlega eða svo að
segja gluggalausir. í hverjum
kofa er aðeins eitt herbergi, þar
sem Skoltarnir borða, sofa og
vinn'a í hálfmyrkri, um hádaginn.
Skoltarnir eru fátækir, en olían
dýr, enda kemst það fljótt upp í
vana að vinna í myrkrinu.
Óheppinn veiðimaður.
I Kolttagöngás er stórt ferða-
mannahótel, sem altaf er fult alt
sumarið, vegna laxveiðanna í
Pasvík-elfu, sem rennur straum-
hörð og breið rjett fram hjá. Nú
voru aðeins þrír laxfiskimenn eft-
ir : Frakki, Svíi og Finni, frá Hels-
inki (Helsingfors). Samtalið gekk
dræmt, þar sem enginn kunni ann-
ars mál. Frakkinn talaði ágæt-
lega ensku og þótt jeg kynni lítið
í henni, tókust samræður illi