Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Qupperneq 5
1 ÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 389 okkar á þessu análi. Sagði hann mjer frá spaugilegu atviki, sem fyrir hann hafði komið um sum- arið, og get jeg ekki stilt mig um að setja það hjer: Hann hafði ver- ið við stangarveiði í Kolttagöngás (Skoltafossi) um sumarið og veitt lítið og tómar smábröndur og gekk svo lengi. En að síðustu hepnaðist honum þó að krækja i gríðarstóran lax, mig minnir 12 eða 13 kílóa. Af þessu varð hann svo himinlifandi, að hann afrjeð strax að fara með laxinn til Rov- aniemi, en þar var kona hans og dóttir, og sýna þeim fenginn. En til Rovaniemi eru ca. 500 kin. frá Kolttagöngás. Bað hann því Lappa nokkurn þar í bænum að ganga vel frá laxinum og senda á eftir sjer, en sjálfur flýtti hann sjer af stað með næstu ferð. En Lappinn, sem aðeins hugsaði um matargildi laxins, skar hann í smábita, pakkaði niður í kvartil, og stráði salti milli bitanna. Er hægt að ímynda sjer gremju Frakkans, er hann opnaði kvartil- ið og tíndi bitana upp, fyrir aug- um konu sinnar og dóttur, er voru reiðubúnar að hrósa hinu mikla afreki „papa“. Merkilegur dansleikur. Um kvöldið fengum við tækifæri til að vera á Skoltadansleik og sjá hina margrómuðu Skoltadansa. Dansinn fór fram í þeim garmri- anum sem rúmbestur var, á beru moldargólfinu. Um 9 leytið kom harmóníkuspilarinn, og svo byrj- uðu Skoltarnir að safnast víðs- vegar frá. Voru þeir flestir í ótrú- lega skræpóttum stuttpilsum (koft- um) sem er þjóðbúningur þeirra. Það var fólk á öllum aldri, frá sjö ára börnum. upp í sjötugar kerlingar. — Og síðan byrjaði dansinn. Jeg er viss um að jeg gleymi aldrei þessu kvöldi í Skoltakofan- um í 'Kolttagöngás. Við ósandi lampaljós. með aðstoð Ijelegrar harmóníku og á ójöfnu moldar- gólfi, sýndu Skoltarnir svo undr- unarverða dansa, hvað snerti leikni og liðleika, að ekki jafnast stepp Carole Lombard eða Fred Astaires á við það. Þótt kofagólfið væri þjettskipað virtust Skoltamir mjög sjaldan rekast á, jafnvel þótt maður gæti varla fylgst með hreyfingum fótanna, svo örar voru þær. Við sátum sem í leiðslu í fjóra tíma og horfðum á dansinn, svo hrifnir og undrandi vorum við. Að lokum var ballið á enda, og við háttuðum í herbergi okkar í gistihúsinu, fullvissir um, að Samu- el Goldwyn gæti aukið auð sinn um nokkrar miljónir með því að senda kvikmyndatökumenn upp til Kolttagöngás. Morguninn eftir tókum við okk- ur far með áætlunarbílnum frá Kolttagöngás til Salmijárvi (Klausturvatns). Það eru ca. 30 km. og kostaði farið aðeins 1 kr. á mann, eða þrisvar sinnum minna en jafnlöng leið hinum megin ár- innar. Vegurinn liggur gegnum þjettan birkiskóg, svo útsýnið var ekki mikið á leiðinni. Salmijárvi er aðeins lítið þorp (200 íbúar). Ibúarnir stunda flest- ir nikkelgröft í nikkelnámunum í Kolosjoki, hinum megin við vatn- ið, sem bærinn dregur nafn sitt af. Þar stönsuðum við aðeins fáa tíma til að líta á námurnar, og rjett eftir hádegi gengum við af stað með ,,kúrsinn“ settan mót Rovaniemi, stærsta bæjar Norður- Finnlands, og einustu borgarinnar í Finska Lapplandi. En þangað eru hjer um bil 500 krn. frá Salmi- járvi. Hvergi sænska. Við gátum fljótlega stöðvað vörubíl, er flutti sement frá Pets- amo til Viertaniemi, sem er lítil ferðamannastöð 30 km. frá Salmi- járvi. Þar er gott hótel, þar sem hægt var að fá góðan mat fyrir 10 mörk á mann (ca. 1.10 eftir núverandi gengi). Matseðillinn var prentaður á þremur málum, finsku, þýsku og norsku, en ekki sænsku, hvað undraði okkur mjög. Einnig var mikið af ferðamanna- auglýsingum á öllum hótelum og öðrum opinberum stöðum, prent- uðum á finsku og þýsku, eða finsku og ensku, en ekki sænsku. Og það er hrein og bein undan- tekning að rekast á Finna í Norð- ur-Finnlandi, sem talar eða skilur sænsku, jafnvel áætlunarbílstjór- arnir, er óku milli Petsamo og Rovaniemi, töluðu aðeins finsku, og eitthvert hrafl í þýsku. Hjer byrjaði skógurinn að taka töluverðum; breytingum. Út við ströndina í Petsamo hjeraðinu var eingöngu birkiskógur. En er lengra dró inn í landið, fór furan að taka við af birkinu og skóg- urinn varð stærri og kröftugri. Óskiljanlegt mál. Frá Viertaniemi urðum við að ganga nærri því 25 km. án þess að ná í einn einasta bíl. Einu sinni fórum við heim á bóndabæ, skamt frá veginum og báðum um „kaks kaffia ja voileipáá“ (tvo bolla af kaffi og smurt brauð). Húsmóðirin, semi var ein heima Tiieð börnin, var mjög vingjarnleg, og ekki var að tala um að við fengjum að borga góðgerðirnar. Hiin lokaði varla munninum allan þann tíma sem við vorum þar inni, og þrátt fyrir fullyrðingar okkar um að við „eiola puhna Suoma“, sagði hiin okkur alt mögulegt milli himins og jarðar á fullkomlega óskiljanlegri finsku. Eftir að við höfðum gefið henni mynd af Geysi í Haukadal og nafnáritanir vorar á myndina, kvöddum við hana með virktum og löbbuðum áfram. Eftir langa mæðu náðum við í tóma ,,drossíu“ sem var að fara til Svalo. Þangað komum við kl. 10 um kvöldið. Ljeleg gisting. Ivald er fallegur smábær, með 3—400 íbúum. Þar er stórt og vandað ferðamannahótel, sem var svo yfirfult, að við gátum ekki fengið gistingu. Eftir að við höfð- um þrammað um bæinn í l1/^ klst,. án árangurs, varð það úr að við fenguin að liggja í bílskúr, til- heyrandi „Petsamo Autoo/y“ (H.f. Petsamobíll). Þar lágum við á gólfinu um nóttina, en svo kalt var okkur, að tennurnar glömruðu í munninum, og við gátum ekki sof- ið nema 2—3 tíma. Um fimm leytið hjeldum við svo af stað frá Ivalo. Fátt er .jafn einkennandi fyrir Finnland, eins og skógurinn. Hjer gengum. við hvern kílómeterinn á fætur öðrum án þess að sjá annað, en þjettan furuskóg til beggja handa. Á stöku stað fórum við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.