Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINTS Jólakveðja er dr. phil. de Fontenay sendiherra flutti í Ríkisútvarpið á jóiadag til Dana á Grænlandi Kæru landar! slenska Ríkisútvarpið hefir mælst til þess við mig, að jeg, sem sendiherra Dana á íslandi, flytji löndum mínum á Grænlandi kveðju í sambandi við hina venju- legu útvörpun jólamessunnar dönsku á jóladaginn. Mjer er ánægja að verða við þessum vingjarnlegu tilmælum. Á þeim erfiðu tímum, sem nú standa yfir, getur ekki hjá því farið, að vjer, Danirnir, sem lifum utau Danmerkur, þurfum að skiftast á skoðunum og hugsunum innbyrðis og að oss þykir styrkur í því, að sameinast um konung vorn og föð- urland í hugrenningum og athöfn- um. Það er sjerstaklega eitt band er tengir alla oss, sem danskir eru og lifum dreifðir um heiminn. Það er sameiginleg tilfinning fyrir því að okkur vantar nú frjálst og ó- hindrað samband við vini og vandamenn heýna. Eins og dóttir mín skrifaði mjer frá Kaupmanna- höfn í haust: „Hjer sitjum við og berum kvíðboga fyrir öllum vin- um sem að heiman eru, og úti í löndum sitja aðrir og óttast um oss“. Líklega mun það þykja Dön- um, sem að heiman eru, erfiðast að bera að vita til alls þessa ófrelsis og þessa öryggisleysis og svo að bera kvíðboga fyrir ástvinunum heima. Við Danir erum frjáls þjóð sem vill sjá sóma sinn, og vjer erum stoltir með sjálfum oss yfir hinni fornu menningu vorri og sjálf- stæði. Danmörk hefir verið frjálst og sjálfstætt ríki í meir en þúsund ár; svo langt sem sagan nær höf- um vjer sjálfir ráðið kjörum vor- um. Það er því eðlilegt að danska þjóðin eigi erfitt með að þurfa, vegna hinna þungu atvika ófrið- arins, að láta sjer það lynda að geta ekki fullkomlega ráðið.yfir atvinnu sjálfs sín og kjörum sjálfs sín, eins og hingað til hefir verið. En það er, eins og jeg hefi marg sagt á þessum tíma, svo að danska þjóðin er seig í andstreyminu og hún hefir áður brotist fram um erfiða tíma. Dönsk menning er jarðgróin í danskri mold og í hjörtum dönsku þjóðarinnar. Menning sú, sem tekin hefir verið að erfðum frá forfeðrunum, er þess fullkomlega megnug að standa undir sjer sjálf og að lifa sínu eigin lífi áfram. Jeg segi því altaf við landa mína: Vjer skul- um bjóða erfiðleikunum byrginn og allir snúa bökum saman og gefast ekki upp, hvað sem á kann að dynja. Konungur vor hefir gefið oss fagurt dæmi til eftirbreytni. Hann hefir sýnt, að hann mun ekki bregðast skyldu sinni hvað sem erfiðleikum og andstreymi líður. Öll danska þjóðin, sem nú hnapp- ast utan um konung sinn, sem er nú gleggri ímynd sjálfstæðisins er nokkru sinni áður, hefir kunnað að meta og virða karlmensku kans. Þetta kom ljóslega á daginn, þeg- ar Danir hyltu konung sinn á sjö- tugsafmæli hans í september. Öllum frjettum að heiman ber saman um að konungur vor sje hinn óhagganlegi miðdepill, sem allir Danir þyrpast um, af því að þeir vilja halda uppi þjóðlegu sjálfstæði og menningu. Konungur er ímynd þjóðarinnar og menn finna að karlmenska hans er sterk- asta vörnin, sem, eins og á stend- ur, varnar þeim öflum, sem nú ógna þjóðarsjálfstæði voru, að koma sjer við. Aðstaða Danmerkur til þess 6- veðurs, sem nú geisar um Evrópu, hefir oft mint mig á ævintýri H. C. Andersens: „Bókhveitið“. Mjer finst Danmörk hafa numið af þeirri djúpsettu lífsspeki, sem þessi saga hefir að geyma um það, þegar bókhveitið af hroka og drambsemi ekki vildi beygja sig fyrir storminum, þegar óveðrið geisaði um akurinn, og var fyrir bragðið kolbrent af eldingu. En kornið og blómin sögðu við bók- hveitið: „Beygðu höfuð þitt eins og við gerum, nú þýtum engill stormsins um og hann er með vængi sem ná frá skýjunum alla leið til jarðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.