Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 Birgðaskip Graf Spee, er það var strandað í Jössingfirði. hefði verið sökt voru ekki birtar fyr en miklu seinna. Það var ekki fyr en 6. desember, sem tilkynt var að ekkert hefði til skipanua spurst svo lengi, að telja yrði að þau hefðu farist. ir Graf Spee hjelt nii i suðaustur og fór fyrir Góðrarvonarhöfða. Þann 15. nóvember sökti það litlu bresku olíuskipi, Africa Shell, 180 mílur norðaustur af Loureneo Marques, við suðurenda Mozambique-sunds, og tók skip- stjórann höndum. Daginn eftir stöðvaði Graf Spee hollenska gufuskipið Mapia suður af Mada- gaskar, en slepti því án þess að vinna því tjón. Þegar Africa Shell var sökt var fyrst vitað, að vasaorustuskipið var á ferðinni í Indverska haf- inu. Það var þó ekki ljóst þá, hvort um sama skip var að ræða, sem verið hafði í Atlantshafi. Undir engum kringumstæðum var því hægt að fækka leitarskipum í Indverska hafinu eins og málin horfðu nú. Það var ekki fyr en löngu síð- ar að Graf Spee fór suður á bóg- inn og var í nokkra daga á sigl- ingaleiðum milli Góðrarvonarhöfða og Ástralíu. Langstorff skipherra voru það vonbrigði að hitta ekki neitt skip á þessum slóðum og breytti þá um stefnu á ný, fór fvrir Góðrarvonarhöfða og þann 26. nóvember hittust Graf Spee og Altmark í Suður-Atlantshafi. Næstu tveir dagar fóru í að setja olíu og matvæli um borð í Grai Spee og þann 28. nóv. voru flest- ir yfirmenn bresku skipanna, sem voru fangar um borð í Altmark, fluttir um borð í Graf Spee. Næstu fregnir, sem almenning- ur fjekk af árásarskipinu, þó ekki væri það nefnt með nafni, var 4. desember, er flotamálaráðuneyt- ið gaf út svofelda tilkynningu: „Upplýsingar eru fyrir hendi um, að þýskt árásarskip hafi ráð- ist á e.s. Doric Star. Þar sem ekki liggja frekari upplýsingar fyrir, má gera ráð fyrir, að skipinu hafi verið sökt“. Árásin var gerð 2. desember miðja vegu milli Sierra Leone og Góðrarvonahöfða og var Doric Star á leið frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þrátt fvrir að skotið var á skipið til þess að það sendi ekki út neyðarmerki, tókst samt að senda út neyðarmerki frá skip- inu. Merkin heyrðust fjórum eða fimm sinnum og skip, sem heyrðu þau, komu þeim áleiðis. Þann 3. desember heyrði Har- wood flotadeildarforingi um þessi neyðarmerki, þó hann væri stadd- ur milli tvö og þrjú hundruð míl- ur í burtu hinumegin Atlants- hafsins. Skipin hans þrjú voru dreifð á 2000 mílna svæði, og það var afar nauðsynlegt að þau væru vel á verði, ef gera ætti tilraun til að mæta árásarskipinu — vasaorustu- skipi — með nokkrum árangri. Minni fallbyssur Graf Spee, átta 5.9 þuml. byssurnar, voru á borð við 6 þuml. byssur Ajax og Ac- hilles, sem voru aðalvopn beiti- skipanna. Sex 11 þuml. fallbyssur Graf Spee veittu því hinsvegar geysilega yfirburði, þar sem „breið síða“ vasaorustuskipsins var 4.700 lbs. á móti 3.136 lbs. hjá Ajax, Achilles og Exeter til sam- ans. Harwood flotadeildarforingi þóttist vita, að vegna neyðarskeyt anna frá Dorie Star myndi árás- arskipið hverfa burt af því svæði, sem það nú var á og sennilega halda yfir Atlantshaf í áttina til lands. Hann setti þetta út í kort og komst að þeirri niðurstöðu, að vasaorustuskipið myndi koma á Rio de Janeiro svæðið þann 12. des., á Plate-fljóts svæðið þann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.