Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53 <pÆay nar & syeirsson : Dómkirkjan í Niðarósi Niðurl. ins og fyr var sagt var kirkj- an fullgerð um 1320. Fróðir menn telja að hún muni þá hafa verið ein fegursta gotneska kirkja álfunnar. Lengd hennar, frá háalt- ari að vesturgafli er um 100 metr- ar. Hún er að mestu leyti bygð úr límsteini, sem er grár að lit eða grágrœnn. En víða eru notað- ar aðrar steintegundir til skreyt- ingar, t. d. er víða ljósleitur norsk- ur marmari í mjóum súlum, not- aður af hinni mestu smekkvísi. Yfir háaltari stóð skrín Ólafs helga, gulli og silfri slegið, og yfir hliðaraltari skrín Eysteins erki- biskups — en þar að auki voru í kirkjujnni 32 öltur önnur, helg- uð öðrum dýrlingum. I háaltarisvegg, við biskupsdyr, var ólafsbrunnur, lindin sem spratt upp þar sem líkið hafði verið grafið. Háaltari kirkjunnar er áttstrendur, forkunnar fagur kór, með útskorin súlnahöfuð úr norskum tálgusteini, sem minna á bundin blómknýti. Milli háaltaris og aðalkórs eru grindur úr steini — kórbogi — en yfir honum stórt líkneski af Kristi á krossinum. — Enginn myndi endast til að lýsa öllum þeim smá- atriðum, sem mynda þarna eina prýðilega samfelda heild — og víst, hefði mátt una þar langar stundir án þess að þreytast á að dást að fegurð og yndisleik þessa gotn- eska meistaraverks — enda flykt- ust menn nú að Niðarósi til þess að hneigja höfuð sín í lotningu í þessari kirkju Krists og hins hei- laga ólafs konungs; sem var „prýði Noregs og kóróna“, eins og Eilífur erkibiskup komst að orði 1328. ★ En lengi fjekk þeta dásamlega musteri ekki að standa. 1328 — átta árum eftir að smíði kirkj- unnar hafði verið lokið — kom þar upp eldur og brann þá nokk- ur hluti hennar. Grunnmynd af Niðarósdómkirkju. 1349 kom svarti dauði í Niðar- ós og geisaði svo að þá lifði ekki eftir nema einn kórbróðir af öllu liði kirkjunnar. Arið eftir kom Magnús þangað í pílagrímsferð til að biðja fyrir landi og lýð við skrín Ólafs helga. Nýir erkibisk- upar setjast á stól í Niðarósi og sumir hinir merkustu og dugleg- ustu menn og hafist er handa um viðgerð á kirkjunni, en nú taka skuggar miðalda að færast yfir og ein ógæfan eltir aðra. 1432 brenn- ur dómkirkjan á ný, og enn skað- ast hún af eldi 1451 og 1531 og þar eftir var aðeins háaltari. Kórn- um og þverálmunni haldið við, en aðalhluti hennar lá þaðan í frá sem rúst og fram á okkar daga. Árið 1536 kemst Noregur undir veldi Dana og konungur lætur lögbjóða hina evangelísku lútersku trú og 1537 fyrirskipar Christiau III. að erkibiskupsstóllinn í Nið- arósi skuli lagður niður og lætur leggja allar eignir hans undir kon- ung. Bústaður erkibiskups var þá fenginn hernum til afnota — og hefir verið það síðan alt til þessa dags. Skrín Ólafs helga var tæmt og beinin jarðsett í kirkjunni, en enginn veit nú hvar. Skrínið sjálft var sent til Danmerkur 1540 og rentumeistara konungs fyrirskip- að að koma því í verð. Skömmu fvrir 1606 er kirkjan gerð að sóknarkirkju og hin dag- lega messuþjónusta fellur niður. 1708 og 1719 galar hinn rauði hani enn yfir byggingunni og altaf stefnir niður á við .þó reynt sje að vísu að halda kórnum við og efni til þess fengið með því að rífa grjótið úr rúst aðalkirkjunn- ar. Þannig var þá komið fyrir þessu dýrðlega musteri Guðs og Ólafs konungs, — og um skeið var það notað sem hesthús fyrir riddaralið. ★ En svo fer að rofa til aftur í Noregi, með nítjándu öldinni og þá lifnar sú ósk meðal Norðmanna að reisa dómkirkjuna í Niðarósi úr rústum, reisa hana sem lík- asta því er hún var þegar hún var fegurst og veldi hennar mest, Það var verkefni við hæfi vakn- andi þjóðar, sem fann að hún var máttug og vildi gera stórkostlegt sameiginlegt átak. En fyrir nítjándu aldar menn var ekki svo auðhlaupið að því að byggja gotneska dómkirkju. Þegar hún var reist í fvrstu var nóg um handverksmenn í álfunni, sem kunnu til fullnustu iðn stein- höggvarans og gátu gert alla þá útreikninga sem gotnesk stórbygg- ing útheimti. En nóg var til af brotum úr kirkjurústinni, sem draga mátti ályktanir af um ein- staka atriði kirkjunnar og hin ytri mál voru öll gefin, því neðri hluti veggjanna var óraskaður. En hvernig var hið efra? — og hinn frægi vesturgafl musterisins, með hundruðum höggmynda undir gotneskum bogum? Við það var erfiðara að fást. En á þessu verki var þó byrjað árið 1869 og hefir verið unnið að því á hverjuj ári síðan. Var lengi fyrst unnið að endurreisn dóm- kirkjunnar undir stjórn bygginga-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.