Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Blaðsíða 4
52 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Skotið af „breiðsíðu“ bresks herskips. sama dag eða næsta og í nágrenni Falklandseyja þann 14. Um 1000 mílur eru á milli þess- ara svæða, og það var ekkert, sem gaf til kynna, hvaða svæði Graf Spee myndi velja. En þegar allar aðstæður voru athugaðar komst Harwood flotadeildarforingi að þeirri niðurstöðu, að þýðjngarmest væri að vernda Plate-fljóts svæðið vegna þess hve fjölfarin svi leið var. Það var einna líklegast að árásarskipið legði leið sína þang- að. Breski flotadeildarforinginn skipaði flotadeild sinni að msetast um 150 sjómílur frá ósum Plate- fljótsins og sá um, að skip sín hefðu nægar olíubirgðir þegar þau mættust. Þessar skipanir voru sendar í stuttu loftskeyti, en eft- ir það voru loftskeyti ekki notuð. Notkun loftskeyta hefði gefið ó- vinunum til kvnna, að bresk her- skip væru að koma á vettvang. j ★ Við skulum nú snúa okkur að Graf Spee á ný. Eftir að hafa sökt Doric Star þann 2. desember sneri árásarskipið til suðvesturs og hitti þá Tairoa á leið sinni snemma morguns. Á hana var einnig skot- ið til að koma í veg fyrir að not- uð væru loftskeytatæki skipsins. Loftskevtamaðurinn hjelt þó á- fram að senda neyðarmerki þar til loftskeytaklefinn varð fyrir skoti. Fimm menn af áhöfninni á Tairoa særðust. Graf Spee hjelt áfram í vestur- átt og hitti þann 6. desember birgðaskip sitt. Nokkrir yfirmenu og áhafnirnar af Doric Star og Tairoa voru fluttir um borð í Alt- mark. Skipin skildu næsta dag og um kvöldið þess sama dags mætti árásarskipið breska skipinu Btreonshalh og sökti því. Nú voru 39 breskir yfirmenn fangar um borð í Graf Spee og þrjátíu menn, sem voru áhöfn Streonshalh. Á hverjum morgni í dögun og aftur að kvöldinu heyrðu fangarnir, að flugvjel skipsins var skotið út til þess að fara að leita að kaupskipum. Flugmaðurinn kom ekki auga á neitt skip. í fjóra daga sigldi Graf Spee í suðvestur, í áttina að Plate-fljóti. Það getur verið að Langsdorff skipherra hafi búist við að hitta eitt eða tvö bresk herskip á leið sinni, en samkvæmt frásögn fang- anna, sem nutu töluverðs frjáls- ræðis, var ekki einn maður af áhöfninni, sem ekki trúði áróðrin- um frá Berlín um að skip þeirra væri ósigrandi. Það var þegar bú- ið að sökkva meirihluta breska flotans, áhöfnin helt, og öll þýska þjóðin trúði því, að Hood, Renown og Repulse væru ósjófær, og auð- vitað var Ark Royal á hafsbotni. ★ Klukkan 7 f. h. þann 12. desem- ber mættust Ajax, Achilles og Exeter á fyrirfram ákveðnum stað 150 mílur fyrir austan ósa Plate- fljótsins. Harwood flotadeildarfor- ingi eyddi hluta af deginum í að segja skipherrum sínum frá þeim aðferðum, sem hann hefði hugsað sjer að nota, ef þeir mættu vasa- orustuskipinu. Aðferðirnar voru síðan æfðar. Skipanir flotadeild- arforingjans voru þær, að hver skipherra fyrir sig skyldi far v eftir eigin höfði, hvað snerti skot færi, ef til sjóorustu kæmi. 13. desember raftn upp heiðskýr og fagur. Ekki skýhnoðri á himn- inum og fullkomið skygni. Það var suðvestan gola og örlítill öldugangur úr sömu átt. Bresku skipin sigldu í halarófu í austur- norð-austur með 14 mílna hraða. Ajax var fremst, síðan Achilles og þá Exeter. , Klukkan 6.14 sást reykur á bakborða út við sjóndeildarhring. Exeter var sagt að athuga málið. Tveim mínútum síðar kom til- kynningin: „Jeg held að það sje vasaorustuskip". Óvinurinn var að koma í ljós. Bresku beitiskipin og andstæð- ingur þeirra sigldu beina línu andspænis hvor öðrum og var Graf Spee að norðanverðu. Bresku skipin settu þegar á fulla ferð og höguðu sjer samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, sem æfð hafði verið daginn áður. Aðalaðferðin lá í því, að ráð- ast frá tveim áttum á þýska skip- ið, sem hafði alla yfirburði hvað fallbyssur snerti. 11 þuml. fall- byssurnar á Graf Spee voru á tveim fallbyssustæðum og aðferð Harwoods hlaut því að neyða þýska skipið til að snúa fallbyssu- kjöftunum á hvoru byssustæðinu fyrir sig í sitthvora áttina að hinum bresku skipum, sem voru afar dreifð, eða að skjóta ein- göngu í aðra áttina. Sjóorustan hefst. Exeter, sem var sterkast hinna bresku skipa, með 8 þuml. fall byssur, sneri í vesturátt. Ajax og Achilles sneru snarlega til norðausturs og ftálguðust hinn mikilúðuga andstæðing sinn. Og kl. 6.18, fjórum mínútuni eftir að reykurinn sást fyrst, hóf Graf ,Spee skothríð á löngu færi. Frá öðru byssustæðinu var skotið Framh. á bls. 56.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.