Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Blaðsíða 8
56 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Síðasta ferð ,Graf Spee‘ Pjaðrafok Framh. af bls. 52. á Exeter, en úr hinu á Ajax og Achilles. Skipin nálguðust fljótlega, og tveim mínútum síðar hleypti Ex- eter af frá tveim fremstu fall- bj’ssustæðum sínum og skaut af fjórum 8 þuml. fallbyssum á 19.000 metra færi. Áður en langt leið var einnig hlevpt af tveim aftari 8 þuml. fallbyssunum. Skothríðin virtist valda Graf Spee erfiðleikum, því skömmu síðar sneri Graf Spee öllum sínum stóru fallbyssum að Exeter. Fyrsta skot- hríð óvinarins náði ekki skipinu, önnur skothríðin fór yfir skipið og sú þriðja var „gleið“, það er eitt eða tvö skot náðu ekki, en hin fóru yfir skipið. Hjerumbil um leið hófst skot- hríðin frá Ajax og Achilles. Var hún bæði hröð og áhrifamikil og skotfærið varð styttra, þar sem skipin fóru með fullri ferð í átt- ina að óvinaskipinu. Á meðan á þessu stóð varð Ex- eter fyrir ákafri skothríð og kl. 6.23 sprakk 11 þuml. sprengikúla um leið og hún snerti yfirborð sjávar, skamt frá herskipinu. Sprengjubrotum rigndi yfir skip- ið, áhöfn tundurskeytahlaupanna fórst, símasamband skipsins bil- aði og reykháfar og kastljós skektust. Einni mínútu síðar hitti 11 þumlunga kúla beint í mark á fallbyssustæði B, rjett framan við brúna. Byssustæðið og báðar fallbyssurnar urðu ónothæf- ar og átta af fimtán sjóliðum, sem þar störfuðu, biðu bana. Sprengjubrot stórskemdu stjórn- pallinn og drápu og særðu alla, sem þar voru, nema skipherrann og tvo aðra menn, einnig skemd- ust leiðslnr i stýrisbúsinu. I nokkrar mínútur var skipið stjórnlaust, þar til þeir, sem voru í neðri stjórnpalli, tóku að sjer stjórn skipsin§ og stýrðu því í fyrverandi stefnu þess. Stjórn- pallurinn var eyðilagður og Bell skipherra ákvað að berjast áfram frá aftari stjórnpalli. Honum tókst að komast þangað, en komst þá að raun um, að allar símalínur voru ónýtar. Það var þá tekið það ráð, að stýra skipinu frá varastýrinu afturá og í 45 mín- útur stjórnaði skipherrann skipi sínu og stýrði eftir smá áttavita úr björgunarbát og fyrirskipanic hans gengu mann frá manni og þurfti til þess 10 manna röð að koma þeim skilaboðum á milli. Exeter var undir stöðugri skot- hríð og tvær 11 þuml. kúlur hittu skipið í viðbót að framan, fyrir utan skemdir, sem hlutust af kúlubrotum, sem sprungu nálægt skipinu. Ajax og Achilles höfðu einnig nóg að gera. Skothríðin bar svo mikinn árangur, að kl. 6.30 var 11 þuml. fallbyssum eins byssu- stæðisins á Graf Spee snúið að þeim. Stöðug skothríð úr 5.9 þuml. byssum Graf Spee hafði dunið að báðum minni beitiskip- unum ,en þó án árangurs. Skömmu síðar skaut Exeter stjórnborðs tundurskeytum að ó- vinaskipinu. Þau mistu marks vegna þess að Graf Spee mislík- aði hin breska skothríð og beygði 150 gráður undan og huldi sig reykskýi. Meira. Það er betra að þegja og láta álíta sig bjána, heldur en að tala og taka af allan vafa. Abrabam Lincoln. Kunnur blaðamaður var nýdá- inn. Verndarengill hans fylgdi honum til himnaríkis og var í þann veginn að fara inn um hliðið, er Sánkti Pjetur tók í taumana. „Staða?“ spurði Pjetur og byrsti sig. „Blaðamaður“. „Ekkert rúm fyrir yður hjer!“ Og Pjetur skelti hurðinni aftur ' harkarlega. „Jæjá“, sagði engillinn. „Þá er ekki um annað að ræða en hinn staðinn“. . „Hvaða starf höfðuð þjer með höndum á jörðunni?“ spurði kölski. „Jeg vann við blöð“. „Mjer þykir fyrir því, en hjer er ekkert rúm fyrir yður“. Og kölski lokaði að hjá sjer eins og Sánkti Pjetur hafði gert, en þó ekki alveg eins harkarlega. En blaðamenn eru ekki strax af baki dottnir þótt á móti blási í bili. Blaðamaðurinn kom sjer upp útgáfufyrirtæki á óbygðri stjörnu og hóf blaðaútgáfu. Áður en mánuður var liðinn var hann búinn að fá blaðamanna- kort, sem veitti honum aðgang að báðum hinum fyrnefndu stöðum. „Illustrado" Havana. ★ — Þjónn, hafið þjer vestið mitt? Þjónninn: Þjer eruð í því, herra minn. —« Nú, jæja, það var eins gott að jeg spurði yður, því annars hefði jeg sennilega farið út vestis- laus * — Á hverri nóttu dreymir mig sama hræðilega drauminn: Mjer finst jeg detta í sjóinn og jeg brýst um á hæl og hnakka þar til jeg vakna í svitabaði. Hvað á jeg að gera? — Læra sund. ★ Sársauki skilnaðarins er ekkert á við fögnuð samfundanna. Dickens.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.