Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1941, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1941, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 veginum. Þar biðum við eftir óvin- unum. Það getur hugsast að við getum gert usla í skotfæraflutn- ingalest, eða“ — hann brosti — „kannske getum við hitað dálítið hersveitum á undanhaldi!“ Yið hjeldum áfram og gengum bognir í háu grasinu tilbúnir að leggjast á magann undir eins og við yrðum varir við óvinina. Jeg hafði verið leystur frá að bera vjelbyssuna og gekk nú við hlið fjelaga minna. Er við komum að þeim stað við veginn, þar sem foringi okkar hafði staðnæmst, settumst við nið- ur stutta stund til að hvíla okk- ur. Þegar allir voru komnir, þar á meðal þeir, sem báru vjelbyssuna, fengum við síðustu fyrirskipan- irnar: „Þið skuluð dreifa ykkur yfir 100 metra svæði samhliða vegin- um“, sagði hann. „Hafið hand- sprengjurnar ykkar tilbúnar ef til þess skyldi koma að flutninga- bílar óvinanna komi í Ijós. Ef það skyldi vera gangandi fót- göngulið látum við vjelbyssurnar hafa fyrir að „tala“. Ef á okkur verður ráðist skulum við hörfa til skógar og halda óvinunum í fjarska eins lengi og við getum. Þið hafið hlotið góða æfingu. Þetta er próf ykkar. Heil Hitler!“ ★ Við tókum okkur stöðu, eins og okkur hafði' verið fyrirskipað, með um 10 metra millibili. Jeg lá á maganum og var að hugsa um að við værum aðeins einn hópurinn af 15, sem lagt höfðu af stað um morguninn. Jeg var truflaður í hugsunum mínum með því að kallað var vinstra megin við mig: .„Þeir eru að koma. Jeg held að það sje skotfæralest". Jeg ljet þessar upp- lýsingar ganga til næsta manns á hægri hönd mína og krepti hægri hendina um handsprengju. Eftir veginum komu óvinabíl- arnir. Þeir voru samhliða okk- ur er jeg heyrði í flautu for- ingja okkar, sem þýddi að við áttum að kasta handsprengjunum. Jeg stóð upp og kastaði minni handsprengju um leið og fjelagar mínir. Ef áður var nokkur vafi í hug- Keisarinn snýr aftur til föðurlandsins I Þegar Haile Selassie, keisari Abyssiníu, varð að flýa land, eftir að ítalir höfðu hertekið land hans, settist hann að í Englandi og lifði þar rólegu og einföldu lífi. Var ekki annað sýnna en að þessi land- lausi keisari, sem um eitt skeið var umtalsefni alls heimsins, myndi falla í gleymsku hjá almenningi. f fimm ár dvaldi hann í útlegðinni, en svo bárust skyndilega fregnir um hinn lágvaxna keisara. Hann var farinn til Afríku til að stjórna frelsisbaráttu þegna sinna. Bretar að- stoða Abyssiníumenn til að fá aftur frelsi lands síns og þúsundir ætt- jarðarvina hafa undanfarið fylkt sjer undir merki keisara síns. — Þessi mynd var tekin er Haile Selassie stje út úr bresku flugvjelinni, sem flutti hann til landamæra Kenya og Abyssiníu. Keisarinn virðist vera í góðu skapi, enda bendir alt til að hann fái að stjórna föður- landi sínu á ný er innrásarherinn hefir verið rekinn út úr því. um okkar um það hvort þetta væru skotfæraflutningabílar, þá hvarf sá vafi fljótlega. Loftþrýstingurinn frá sprenging unni virtist hrista alla jörðina. Jeg fjell til jarðar, en um leið og jeg datt sá jeg flutningavagna springa í þúsund mola. Jeg stóð á fætur og hljóp að þar sem foringinn okkar stóð. „Hörfið skipulega til skógarins“, hreytti hann út úr sjer. „Þessir flutningabílar þarna eru fullir af fótgönguliðsmönnum“, sagði hann og benti á bíla, sem komu eftir veginum í áttina til okkar. Vjel- byssan okkar, sem tveir okkar manna stjórnuðu, reyndi að verja okkur á undanhaldinu og tókst að drepa 12 af óvinunum, sem reynd- ust vera breskir hermenn. En þeir voru of margir. Smá sprenging, borið saman við fyrri sprenging- una okkar, þaggaði niður í vjel- byssunni og drap báða mennina, sem við hana voru. Við hjeldum til skógarins, hlup- um bognir og fórum í halarófu, en það var árangurslaust. Jeg sá tvo af fjelögum mínum falla og augna- bliki síðar snerist jeg í hring, er kúla hitti mig í handlegginn. Fyr- ir mig og flesta fjelaga mína var stríðinu lokið. (Síðar komst jeg að því, að þrír af 16 komust und- an — þrettán, þar á meðal foringi okkar, fjellu á undanhaldinu). Jeg vissi að jeg myndi verða tekinn höndum og að hlutdeild minni í stríðinu var lokið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.