Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Qupperneq 1
20. tölublað. ffilorðunbhiibstns Sunnudagur 18. maí 1941. XVI. árgangur. íaafoldarpreoUn^ðJ* h.r. SIGURÐUR NORDAL: Tómas Sæmundsson 31. mai 1807 ~ 17. mai 1841. i. TT^g œtlast ekki til, að nafn mitt lifi lengi, eftir að eg er fráfallinn, en vil um fram allt fara með þá meðvitund í gröfina, að eg hafi látið mér mest annt um af öllu að vera til nytsemi“. Svo segir síra Tómas í bréfi til Kon- ráðs Gíslasonar, sem ritað er 4. febr. 1841. í raun réttri hefði það ekki verið óeðlilegt, þótt nafn og störf Tómasar hefðu verið lítt kunn íslendingum eftir hans dag. Sveitaprestur, sem situr aðeins sex ár í embætti og deyr tæpra 34 ára að aldri, virðist ekki hafa mikil skilyrði til þess að vinna afrek, sem haldi hróðri hans á lofti um langan tíma. Og ef at- huguð eru ritstörf Tómásar, sem að vísu eru furðu mikil að vöxt- um á svo skammri æfi, þá eru þau af því tagi, að þau voru ólíkleg til þess að verða mikið lesin eftir hans dag; fréttapistlar og hug- leíðingar um landsins gagn og nauðsynjar á líðandi stundu, ádeilugreinar, ferðasögubrot og stólræður. Mikið af þeim var ein- mitt sama eðlis og blaðagreinar nú á dögum, sem að vísu geta haft sín áhrif á rás viðburðanna og hugsunarhátt almennings, en fyrn- ast fljótt. Allt þetta skildi síra Tómas sjálfur og dæmdi af ein- lægni og skynsemd. Frá sjnóarmiði nútíðarmanna lítur þetta allt öðru vísi út. Þeim finnst það sjálfsagt, að nafn Tóm- asar Sæmundssonar sé kunnugt hverju mannsbarni á íslandi og í heiðri haft. En ef skyggnzt er nokkuð aftur í tímann, má sjá þess ljós merki, að minning Tóm- asar var ekki líkt því eins lifandi fyrir 50—60 árum og hún er nú. Þetta mætti sýna með ýmsum dæmum, en hér verður aðeins eitt nefnt. Árið 1880 kom út Ágrip af sögu íslands eftir síra Þorkel Bjarnason á Reynivöllum, lítið kver að vísu, en greinagott yfirlit, enda hélt það velli sem kennslu- bók í lærða skólanum og síðan menntaskólanum í Reykjavík fram um 1925. Síra Þorkell segir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.