Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 171 mikill fengur í henni fyrir alla þá, sem unna íslenzkum sögu- fróðleik, minningu síra Tómasar og anda þeirrar kynslóðar, sem einna heitast hefur unnað landi sínu og þjóð og unnið hvoru- tveggja af mestri ósérplægni. Mig langar aðeins til þess að minna hér á tvennt af því, sem eg sakn- aði, þegar eg las bókina, af því að fáir pennadrættir frá samtíð- armönnum varpa stundum meira Ijósi á einkunn manna en langar lýsingar annara. Benedikt Gröndal segir svo frá komu Tómasar að Eyvindarstöð- um: „Þá man eg eftir Tómasi Sæmundssyni, hann kom ríðandi og braut túngarðinn, sagðist ekki kalla þetta tún. Hann var á græn- um frakka og rjóður í andliti. Hann var þá með stóran pappírs- vöndul undir hendinni, og var það handrit til fimmta árs Fjölnis. Þeir faðir minn rifust eða disputeruðu allan daginn og fóru báðir saman heim að Bessastöð- um“ (Dægradvöl, 43. bls.). Það kann að vera eitthvað ýkt í því, 0 að Tómas hafi „brotið túngarð- inn“! Líklega hefixr hann verið skörðóttur og gestinum fundizt óþarfa gauf að krækja að garðs- hliðinu. En Gröndal hefur þarna brugðið upp augnabliksmynd með skarpskyggni sjáandans og hag- ieik dráttlistarmannsins, — mynd af Tómasi ljóslifandi, mynd af ís- lenzku þjóðlífi, þýfðum og lítt ræktuðum reit, sem var ekki hægt að kalla neitt tún, — innan garðs, sem þurfti að brjóta, bæði til þess að opna fyrir áhrifum utan frá og færa út svið ræktunarinn- ar. Og þá eru það ummæli Kon- ráðs Gíslasonar háaldraðs, þegar Indriði Einarsson, systursonur hans, spurði hann: „Var nú Tóm- as Sæmundsson mikill maðurf'. Konráð þagði um stund, og fast kvað hann að svarinu: „Heldur þótti okkur nú það“ (Skírnir 1908, 109. bls.). Mér fiimst, að samhliða aðdáuninni í orðum Konráðs kenni þar ofurlítils hrolls, þegar hann hugsar um, hvernig þeim (Jónasi og honum) var stundum innan brjósts, er þeir hugsuðu til vinar síns og fé- laga. „Við eruin orðnir til spotts og aðhláturs fyrir framkvæmdar- semina“ (þ. e. framkvæmdaleys- ið), skrifar Jónas Konráðj 1839, — „og það, sem mér fellur verst: Eg þori ekki að líta upp, þegar eg sé hann gamla Tuma. Eða hvérju ætlaðirðu nú að svara hon- um, ef að þú værir kominn í minn stað?“. Þó að Jónas kveði hér gamansamlega að orði, eins og oftast við Konráð, þá er auðfund- ið, hversu honum vex það í aug- um að eiga að standa frammi fyr- ir jafnaldra sínum og æskuvini með seinlætissjmdir þeirra Kon- ráðs á baki. III. Jónas segir í hinum alkunnu erfiljóðum um Tómas Sæmunds- son: Lengi mun hans lifa rödd, hrein og djörf um hæðir, lautir, húsin öll og víðar brautir, þá ísafold er illa stödd. Hann mun þar hafa orðið sann- spár. Röddin lifir. Hitt er á valdi íslendinga og hvers einstaklings, hvort eða hvenær þeir vilja hlusta y / '. Rithönd Tómasar Sæmundssonar. Upphaf að fyrsta brjefi Tómasar, er hann ritaði föður sín um frá Kaupmannahöfn, Kona Tómasar: Sigríður Þórðardóttir. á hana. Það væri ekki óeðlilegt, þótt ýmsir menn þessa dagana, er rétt öld er liðin frá láti Tóm- asar, rifjuðu upp fyrir sér og' gerðu sér ljósari minningu hans með því að lesa að minnsta ko^ti bréf hans og hina nýju æfisögu. Hvorttveggja getur gefið þeim margt um að hugsa — um ís- land, um hvernig það nú er statt, um skyldur þeirra við land og þjóð. Guðm. Finnbogason kvað vel að orði um bréfin: „Sé ein- hver svo -fáfróður, að hann viti ekki, hvað ættjarðarást er, þá lesi hann þessi bréf“. Og sama má reyndar segja um. alla æfi og öll störf Tómasar. „Hann var íslands í innilegasta og algjörðasta skiln- ingi“, eins og Jón Sigurðsson sagði. Það verður allt af reynsla að kynnast honum. Það má enn deila við hann, sækja til hans yl og eggjan, prófa sjálfan sig í eldi hans. Og líklega eru það ekki verstu mennirnir á meðal vor, sem það stundum getur hvarflað að, ef þeir, skoða í eigin barm, að þeir þori varla að líta upp, þeg- ar þeir hugsa til hans „gamla Tuma“. Mr. F. W. Waits var ekki alls fyrir löngu vígður til prests i St. Pauls kirkju í London, 64 ára að aldri. Hann var búinn að vera leynilögregluþjónn í London í 33 ár, en notaði frístundir sínar til þess að lesa guðfræði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.