Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Side 4
172 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Það skeði í Narvík Eftir Theodor Broch Eftirfarandi kaflar lýsa baráttunni í Narvik á s.l. .ári. Þeir gefa nokkra hugmynd um, hvernig fólk getur lifað innan um slíkar aðgerðir og hvernig það verður að laga sig eftir öllum aðstæðum. Theodor Brogh, sem ritað hefir glögga yfirlitsgrein um þessa viðburði, var borgarstjóri í Narvik. Það, sem hjer birtist, eru lauslega þýddir kaflar úr frásögn hans. Nokkru fvrir kl. 5 árdegis þann 9. apríl 1940 vöknuðu bæjarbúar í Narvik við dynjandi fallbvssuskothríð utail af firðiu um. Hús mitt lá niður við sjóinn og gegn um þoku og kafaldsmuggu greindi jeg eldblossa á höfninni. Enginn gat gefið nokkra skýr ingu. Brátt komu norskir her- menn hlaupandi á vettvang og tóku sjer stöðu við loftvarnabyss- urnar. Nábúarnir kölluðust á á milli glugga sinna. Hermennirnir lýstu því yfir, að þeim væri óljóst hvað væri að gerast, en að þeir hjeldu þó, að þýsk skip ættu í höggi við varð- skip vor. Fvrstu stundirnar mótuðust af óvissu og ruglingi, einkum þegar þýskar hersveitir tóku að streyma frá höfninni inn í bæinn. Seinna frjettist það, að hin þýskæ flotadeild, sem í voru 13 skip og hafði um nóttina komið inn á Ofotf jörðinn, hafði ekki mætt mótspyrnu fyr -en rjett fyr- ir utan Narvíkurhöfnina. „Eidsvoll" lagði til orustu við hana rjett utan við Framnestang- ann og „Norge“ inni á sjálfri höfninni. „Eidsvoll“ fjekk aðeins ráðrúm til þess að hleypa af nokkrum skotum. Tundurskeyti var skotið að því og sökk það á örfáum sek- úndum. Átta mönnum af áhöfn- inni var bjargað. Þeir gátu greint frá því, að þeir hefðu óljóst sjeð þýskt herskip í lítilli fjarlægð ut- an við tangann og út úr þokunni kom lítill vjelbátur, sem flutti þýskan liðsforingja um borð í „Eidsvoll“. Skipaði hann skip- stjóranum að gefast upp. Þaí var r.eitað. Fór þá liðsforinginn jafn- skjótt niður í bát sinn og gaf um leið merki með ljóskeri. Svo að segja jafnskjótt hófst skothríðin. Tilið er að „Eidsvoll“ hafi verið hæft samtímis af tveimur tundur- skeytum. Yfirforinginn á ,,Norge“ fjekk stutt skevti frá „Eidsvoll“ áður en það lagði til orustu. Inni á höfninni var svo skuggsýnt, að fvrsta þýska skipið sást rjett hjá hafnarbakkanum. „Norge“ skaut úr lítilli fjarlægð á óvina tundurspillir, en hann svaraði með tundurskeytaárás. „Norge“ sökk á 20 sekúndum. Um 180 'manns var bjargað, þeirra á meðal skipstjóranum, sem var særður. Norsku herskipin höfðu hvort um sig 280 manna áhöfn. Flest hinna þýsku skipa voru tundurspillar, sem allir höfðu landgöngulið innanborðs. Sjálf landsetning liðsins mætti engri mótspyrnu. Sundlo offursti hafði árangurs- laust lagt bann við, að hið þýska herlið gengi á land. Innrásarhersveitirnar gengu í dreifðum flokkum upp í bæinn. Á torginu var verulegur hluti hins r.orska setuliðs afvopnað. Yopnin voru tekin af óbreyttum hermönn- um, en liðsforingjarnir hjeldu vopnum sínum. Omdahle majór tókst á meðan þessu fór fram að safna saman 200 manna flokk og hjelt hann út úr bænum. f Bjerkvik mættu hinar þýsku hersveitir heldur engri mótspyrnu þann 9. apríl. Þar voru beinlínis tekin hús á norsku liðsforingjun- um í rúminu. Norsk vopn og ein- kennisbúningar voru hremdir og þeir síðar notaðir af Þjóðverjum gegn Norðmönnum. ★ Jafnskjótt og hertökunni var lokið byrjaði fólksstraumurinn úr bænum. Á landi meðfram járn- brautarlínunni, gangandi og með járnbrautinni. En járnbrautar- lestirnar voru stöðvaðar — allar nema ein — þann 9. apríl. Nord- dalsbrúin fyrir neðan Hundalen liafði verið eyðilögð. Annars lá flóttamannastraumurinn yfir til Busfjarðar, með ferju vfir til Ankernesstrand eða með Övjord- ferjunni yfir að ytri Rombakken. Flóttinn var í fyrstu fullkom lega skipulagslaus. Ymiskonar vandkvæði sköpuð ust og í sambandi við þessa fyrstu flóttamenn. Fyrstu dagana flúði um helm- ingur bæjarbúa úr bænum. Það var hinsvegar aðeins lítill hluti þess fólks, sem komst á brottu frá því svæði, sem Þjóðverjar rjeðu yfir. Við reyndum þó að draga úr. flóttanum vegna örðugleikanna, sem á því voru. að komast til frjálsra hjeraða. Bátarnir smá- hurfu og komu ekki aftur. ★ Líf borgaranna í Narvik var fljótlega skipulagt í samræmi við hinar nýju aðstæður. Bæjarstjórn- arskrifstofurnar voru miðstöð við- leitni í þessa útt. Þær voru opnar allan sólar- hringinn. Það varð að gera tafar- lausar ráðstafanir um skömtun matvæla, samgöngukerfið, fjármál bæjarins o. fl. Það varð fljótlega ljóst, að bær- inn myndi eiga nógar matarbirgð- ir til alllangs tíma, með skynsam- legri meðferð. Nýjar skömtunar- reglur voru strax gefnar út. Brunaliðið vann einnig með á- gætum. Sjálfum mjer til aðstoðar hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.