Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Side 6
174 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS unin. En þegar jeg heyrði, að varðmaðurinn þýski, hinn 18 ára gamli sveinn, sem mjer hafði fall- ið vel við, brast í grát bak við mig, skildi jeg alvöruna. En skömmu síðar var mjer tilkynt, að jeg hefði verið náðaður með þeim skilyrðum, að jeg gæfi mig fram tvisvar á dag framvegis við þýsku lögregluna á staðnum. ★ N-æstu daga áttum við annríkt við að skipuleggja skömtun og varSveislu neysluvara. «, Höfnin varð fvrir skothríð á hverjum degi. Mjölvörubirgðir ríkisins voru geymdar á hafnar- bakkanum oj* margir kaupmenn áttu einnig birgðir sínar þar. Rúm- lega helming mjölsins var bjarg- að og dreift víðsvegar um bæinn. Hitt brann. Eitt kvöl'd brunnu t. d. 100 tonn af mjöli. Öðru hverju urðu íbiíðarhús fvrir skotum og kviknaði þá oft- ast í þeim. Fvrstu húsin, sem þannig voru leikin, voru á Fram- nestanganum, en þar höfðu Þjóð- verjar tekið sjer stöðu. Tvær fvrstu vikurnar var eng- inn óbreyttur borgari drepinn. Við urðum smám saman vön þessum aðstæðum. Atti það mik- inn þátt í að auka hugrekki fólks ins og stvrkja siðferðisþrek þess. Það varð því ekki um ofsalegt skelfingarblandið upplausnar- ástand að ræða hjá okkur, eins og fregnir bárust um að kpmið hefði til á öðrum stöðum, þar sem eyðí- leggingin kom eins og hvirfil- vindur. Eina nótt hafði verið allmikil skothríð á bæinn. Var jeg þá kallaður, ásamt lögreglustjóranum, fyrir setuliðsforingjann og það staðhæft, að um nóttina hefði ver- ið skotið á þýska hermenn af ó- breyttum norskum borgurum í ná- munda við skólann. Við mótmælt- um þessu og bentum á, að öll vopn hefðu verið tekin af bæjar- biium. Þýskir hermenn væru hins- vegar oft ölvaðir að skjóta úr byssum sínum. En okkur var boð- ið að setja 5 af borgurum bæjar- ins sem gisla gegn því, að slíkt endurtæki sig. Lögreglustjórinn fól mjer framkvæmdir í þessu máli. Jeg seldi svo í gisling mig sjálfan, lögreglustjórann, bygg- ingarverkfræðing bæjarins, yfir- lækni sjiikrahiissins og banka- stjórann. Okkur var skipað að tilkynna almenningi þetta og jeg festi upp auglýsingu, þar sem fra þessu var skýrt, með þeim hætti. að borgarbúar sáu í gegn um orðalagið, hvernig í öllu lá. Skömmu síðar fengum við skip un um að rífa tilkynninguna nið- ur og setja í staðinn stutta yfir- lýsingu um það, að við 5 værum með lífi okkar ábvrgir fyrir hegð- an fólksins. ★ Þýska setuliðið bjó í fyrstu aðeins í skólunum, kirkjunni og öðrum opinberum byggingum. En brátt var íbúðahúsa krafist til þeirrar notkunar. En því var lof- að, að fyrir alt skyldi verða greitt. Gjaldkeri setuliðsins borg- aði í fyrstu allgreiðlega út. Hann hafði af nógu að taka. En okk- ur virtist sem Norðmenn greiddu í raun rjettri þennan kostnað sjálfir. Húsnæðismálin urðu æ umfangs- meiri, því stöðugt brunnu fleirr íbúðarhús, voru tekin í þarfir setuliðsins eða það varð að yfir- gefa þau vegna hins hættulega nábýlis við hernaðarviðureignir. En lausn þeirra mála var tiltölu- lega einföld. Það var fjölgað í þeim íbúðum, sem stórar voru og fólkinu þjappað saman. Hin sam- eiginlegu vandamál sættu alla við siika almenna skerðingu eignar- rjettarins. Þær vörur, sem voru dýrastar í bænum, voru kerti, bensín, út- varpsrafhlöður ög ullarteppi. Flest um öðrum varningi var nóg af. í fyrstu keyptu Þjóðverjar mik- ið af allskonar varningi, t. d. ým- iskonar fatnaði og gripum til minja. Jeg man eftir því að við spurðum þá eitt sinn að því, hvað þeir ætluðu sjer að gera með þessa gripi, og er þeir sögðust ætla að hafa þá með sjer til Þýskalands, brostum við að þeim. Ætluðu þeir að synda með þá heim ? * Englendingar þeir, sem teknir höfðu verið til fanga, voru fyrst geymdir á gistihúsinu Iris. Þeir voru þar 109 saman í litlum hiisa kynnum. Jeg þekti nokkra af hinum ensku föngum, m. a. skipstjóra á einu bresku skipi. Jeg hafði sem fulltrúi Loyds verið um borð hjá honum og átt við hann tal áður en innrásin hófst. Til Noregs, a. m. k. ekki til Narvik, gætu Þjóð- verjar aldrei komið, hjelt hanu fram. Þegar jeg fór í land veitti jeg athvgli stóru þýsku hvalveiáamóð- urskipi. Það hafði komið fjrrir nokkrum dögum og reyndist koma þess vera einn liður í innrásar- undirbúningnum. Mun það hafa verið útbúið sem olíubirgðaskip fyrir þýsk herskip, en ýktar sög- ur munu hafa gengið um herlið þar innanborðs. Fyrstu daga viðureignarinnar kviknaði í því við skothríð Breta og var það í heila viku að brenna. ★ — Eftir hernámið stöðvaðist öll framleiðslustarfsemi í Narvik. Bæjarstjórnin reyndi að halda uppi venjulegri opinberri vinnu og jafnvel að auka hana á ýmsa vegu. En við höfðum lítið fje handa á milli og áherslu varð að leggja á að spara, því vörubirgð- ir voru takmarkaðar. Kaupgreiðsi ur í reiðu fje voru jafnan til allra, 100—250 kr. á mánuði eftir framfærsluþunga. Ef maður borð- aði ókeypis á einhverjum hinna opinberu matstaða, voru lág- markslaunin 50 kr. Það var skort- ur á kartöflum, grænmeti, mjólk og nýjum mat, en enginn hungr- aði þó. Mjólkin úr hinum 30—40 kúm í bænum var nákvæmlega skömt- uð. Enginn greiddi húsaleigu með- an á hernáminu stóð, húsnæðis- málin voru í of lausu lofti tii þess að það þætti kleift. Áður en bærinn var eyðilagð- ur var líka nokkurnveginn nægi- legt húsrúm. Meðan hin þýsku yf- irráð stóðu yfir voru íbúarnir um 4000 þús., en voru áður 10 þús. f peningamálunum varð að gera sjerstakar ráðstafanir. Lagt var hald á svo að segja alt reiðufje banká bæjarins. Bærinn tók út mestalt fje Verslunarbankans og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.