Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 4
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Kirkjuturninn er enginn turn, heldur ljótt klukkna- port“.“ sem einu sinni var dreginn á skútu fvrir framan Látrabjarg; en út um gluggann má sjá prent- smiðju „Dagskrár", og heyrist ekkert hljóð, þó að pressurnar gangi og vinni óþrotlega nótt sem nýtan dag, og er þetta alt öðru- vísi en prentlæti ísafoldar, þar- sem dynkirnir heyrast út á göt- una eins og hundrað saumameyp ar sjeu að pressa ,diplomatfrakka“ með fjórðungsþungum pressujám um, en „góðtemplararnir“ standa löðrandi í svita, svo alt rennur og flýtur og verður fult af „gerlum“, svo alt breytist í alkohól, og eru þó allir ófullir að sögn. — Þetta er alt öðruvísi í prentsmiðju „Dagskrár“, enda er hún við hlið ina á náttúrusafninu, og þeirrar lukku njóta ekki aðrar prentsmiðj- ur nema Fjelagsprentsmiðjan, því að í henni er skýrsla náttúrufræð- isfjelagsins prentuð, enda eru báðar þessar prentsmiðjur fyrir- taka að prentinu til og standa ekki útlendum prentsmiðjum á sporði í því efni, en ekki verður þeim kent um hina afkáralegu stafsatn ingu (kevft, kleyft, djúft, evra hvergi, lýta í kring um sig o. s. frv.), sem út frá þeim gengur. Út um gluggana til götunnar má sjá margt: Þar er fyrst höfnin, Reykjavíkurhöfn, einhver hin frægasta höfn í heiminum, variu fyrir ofríki úthafsins af hinum þrem varnarvirkjum náttúrunnar; Akurey, Örfirisey og Engey; má vera að menn sjái þar: „Heim- dall“ liggja á sjónum eins og rammgerðan járnkastala, kúgandi „trollarana“, þessa gráðugu stór- glæpamenn sjávardjvipsins, með miskunarlausum fallbyssuskotum og flytjandi „tröllafiskinn" upp í hendurnar á okkur fisklausum aumingjunum, en Ægir gamíi suðar úr Andrarímum; „ber jeg tvinna tróður inn tröllaminnið vður“. Svo sjást stundum frakk- nesku herskipin, ef maður gýtur augunum á ská og svo má ekki gleyma vorum eigin skútufjölda, fullum af vorum kæru löudum, sem eru orðnir „forframaðir“, svo menn skyldu halda þeir væru Frakkar eða Flæmingjar — alt er gott, ef það er ekki íslenskt. Inn- an um skúturnar liggja strand- ferðaskipin með þeim „idíótisku“ nöfnum „IIólar“ og „Skálholt". sem eru grufluð upp á einhverju gömlu korti yfir ísland, og svo eru „Hólar“ látnir fara suður fjrr- ir, en „Skálholt" norður fyr r, til þess að sýna, hvað vel þeir þekkja áttirnar og söguna — alt þetta getur maður lært út um gluggann á náttúrusafninu. — Ef maður nú snýr höfðinu á sigurnaglanum, sem læknar og náttúrufræðingar kalla „epistropheus“, sem kemur af gríska orðinu jeg sný, þá verður fyrir augunum þing- húsið, sem alment er kallað „tukthúsið". . . . Ekki er vert að dvelja lengi við „tukthúsið“, því skólavarð- „Skólavarðan . . . ber hátt við himinn, og minnir á turn- inn Babel“. an með öllu sínu margvíslega snildarletri ber hátt við him- inn og minnir á turninn Öab- el, en einnig á það, að hjer hefir aldrei síðan verið bygð- ur turn, og mun ekki verða, nema ef einhver útlendingur eða „búsettur fastakaupmaður“ geri það, því „kirkjuturninn“ er eng- inn turn, heldur Ijótt „klukkna- port“, fyrirmynd margra kirkna hjer á landi með öllum sínunv ljótleik. En samt sem áður gerir kirkjuturninn gagn, með því að í honum er stundaklukkan, sem Thomsen gaf, enda þótt hann sje ekki „búsettur fastakaupmaður", þessi klukka slær svo hátt, að heyrist yfir allan bæinn og miklu víðar og minnir alt fólk á að hafa sig á burt af safninu, þegar tím- inn er kominn. Bak við alt þetta gægjast fjöll og holt sumstaðar fram og minna oss á að flýja land - ið, af því að þar eru hvorki korn- akrar nje pálmaviðir. Þá feia næstu húsin útsýnið, og skyldi það ekki furða neinn, þó að upp af þeim kynni að leggja einhvers- konar ský eða gagnsær þokufláki — ekki skulu menn halda, að þetta sje áþekt skýjunum, sem Rafael málaði með Maríu meyju og englahópunum, því það er berklasvæla eða gerlagróm, sem leggur upp úr tjörninni einmitt í þá átt, sem hinn nýi barnaskóli á að standa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.