Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 8
256 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Breskur kafbátur. 1 SAMFLOTI Á NORÐUR' ATLANTSHAFI. Framh. áf bls. 254 Þegar „Ja vi elsker" var sungið í lokin, stóðum við upp. Aldrei höf um við hlustað á þann söng hrærð ari en inni í gluggalausa loft- skeytaklefanum þarna um borð. ★ Svo kom sá dagur, að okkur var slept úr skipasamflotanum og skipin dreyfðust út yfir hafið. Skipstjórinn varð glaður. Hann hefði skoðað það sem sjóslys að vera skotinn einn og í myrkri, en í samfloti var miklu lakara að farast. Við sigldum í eintómum bogum nokkra daga. Fórum að fara úr fötunum á nóttinni. — Stundum stöðvuðu herskip okkur og spurðu, hvert við værum að fara. Við drógum upp einkennis- merki okkar og skipið svaraði: WAY (góða ferð), en við svöruf- um með OVF (þökk fyrir). Einn morguninn fór jeg á fæt- ur um fjögurleytið til þess að sjá þegar Ameríkuströnd risi úr sjó. Ardegis sáum við máfana — í staðinn fyrir að hafa horft á fugl- laust loft marga óendanlega daga. Það lagði af þeim svarta skugga á múrveggina á skýjakljúfunum á Manhattan. — Hversvegna sagðir þú lúðra- þeytaranum upp, Clara? — Það var altaf málmbragð af honum. Borgin fagra, blárra voga, bjartra nátta, heiðra kvelda, sem í skarlatslitum loga, lýst af gulli sólarelda. Glóir alt í geislaflóði, glampa höf, en fjöll sig lauga safírhrein í sólarblóði, sindrar geislabál um hauga. Greypt í fjallafaðminn bjarta, fögur úf við sundin bláu, býr hún landsins iíf og hjarta, loga sagnablysin háu yfir vöggu víkingsanda vígi helgra minja, sagna. Þar skal vörð um þjóðmál standa. Þar skal ísland sigri fagna. Þar sem Ingólfsbær var bygður, borgin reis með sköpun þjóðar. Þar skal ríkisrjettur trygður, ræktuð ment og listir góðar. Þar sem norðurljósin loga, lýsir sól um; miðjar nætur, þar sem ísar þekja voga, þar á menning dýpstar rætur. Rístu hátt í heimi þjóða. Haltu vörð um dýrust fræði. Eigðu brjóstvit Baldurs góða. Búðu sæl við landsins gæði. Meðan stjörnuljósin lýsa, lifir andi heitra hvera, meðan bræðir eldur ísa, um þig hlýtt og bjart skal vera. Pjetur Sigurðsson. V?c orvtóur Foldar þegar frjóvgast börð, fagna jeg, með þakkargjörð ..: Úti’ er fegurst unir hjörð, elskulega móðin jörð. Lækur hlær við hlíðarkinn. Hagann nærir andvarinn. Blóma — kæran — kyrtil þinn kvssir skæri ylgeislinn. Mýkja bárur sönginn sinn. Svelgir smári lífdrykkinn. Grætur sáragræðarinn, gleðitárum himininn. Digna’ úr þessu dauðanssverð. Drottinn blessar morgunverð. Syngur versin fugl á ferð. Fegurst messu hljómar gerð. Brottu færist fönn og ís. Fagur skæra sólin rís. Hjá þjer næra hugann kýs, hjartakæra blómadís. J. Húnfjörð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.