Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1941, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1941, Page 5
lesbOk morgunblaðsins 285 Við upptök Kreppu. Áin kemur undan dökkum Sprengjudalurinn í vestanverðum Kverkfjöllum íshömrum. Hjer hefir suðurendi Tómasarvatns verið. Myndin er tekin niður yfir miðbib sprungunnar, Rákir eftir yfirborð vatnsins sjást neðarlega í hlíð- þar sem hlíðarnar eru bókstaflega þaktar í gufu og inni á miðri myndinni. brennisteinshverum. — Ljósm. • Edv. Sigurgeirsson. Syðri helmingur gjár þessarar, sunnan við þrengslin, er þó ef til vill ennþá merkilegri. Hann er ekki eins djúpur eins og norður- hlutinn, en jarðhitinn er þar síst minni og í suðvesturendanum hafa vafalaust orðið eldsumbrot mjög nýskeð. Þar finnum við vatn, grænt á lit, sem líklega hefir myndast í gíg. Það er nærri fer- hyrnt, um 200—300 m á kant. Að sunnan, eða suðvestan, ganga þverhníptir jökulhamrar fram í vatnið. Á vatninu fljóta ísjakar. Austan við vatnið rís brattur hnjukur, allur rjúkandi af jarð- hita. Dálítil ^kora er bak við hnjúkinn, milli hans og jökuls- ins, sem hitinn heldur hjer í hæfilegri fjarlægð. Við norðaustur horn vatnsins er aflmikill gufu- hver og skamt þar frá hringmynd- aður, bláleitur leirpyttur, 3—i m í þvermál. Að vestanverðu eru hnjúkar, . þaktir" mjög nýlegum vikurdyngjum. Þar eru brenni steinsaugu og leirhverir. Jeg tel mjóg sennilegt, að þama sjeu nýlegar gosstöðvar og styð það við eftirfarandi: 1. Jökul barmarnir sunnan við vatnið eru þverhníptir, því jökullinn hefir enn ekki fengið tíma til að síga út í vatnið. 2. Hliðar gjárinnar austan við vatnið eru mjög þver- hníptar, en þó úr lausu efni, og virðast því nýmyndaðar og ekki ennþá hafa haft tíma til að hrynja niður. Grjótið í kring um vatnið og allir brotfletir á föstu • bergi eru mjög nýlegir og virðist alt benda á nýafstaðna sprengingu. 3. Vikurdyngjurnar vestan við vatnið eru ákaflega lausar og ný- legar. Samskonar vikurhrúgur liggja við rætur fjallanna, vestur af vatninu. Dyugjujökull virð- ist vera þakinn dökkum vikri á breiðu belti, sem stefnir frá gjánni á Kistufell Hefir vikurinn ekist saman í háa garða á jökul- röndinni næst fjöllunum. Jeg fer vestur á brúnir fjall- anna, norðvestur af vatninu. Þar eru ennþá 200—300 m niður að fjallsrótunum og rísa fjöllin þann- ig þverbrött úr jöklinum, svo langt suður, sem jeg sje. Jökull- inn hækkar að vísu mikið þar suður með fjöllunum, en fjöllir. hækka líka að sama skapi. Vestur af sprunguendanum má ganga þurum fótum fyrir upptök Jökuls- ár á Fjöllum. Hjer er hún aðeins eins og lítill bæjarlækur, sem lið- ast á milli vikurhólanna og hverf- ur stundum með öllu. Nokkrum km norðar hefir vatnsmagnið auk ist geysilega og flæmist áin þar um sandana á 10 km breiðu svæði. Mjer virðist, að gosstöðvar þess ar liggi í 1500—1550 m hæð. Aust- ur af sprunguendanum er mikil lægð í fjöllin,. milli syðstu hnjúk anna og jökulbungunnar á suð- vesturhorni fjallanna. Þarna í iægðinni er trektmynduð hvilft niður í jökulinn, sem er hring- sprunginn niður í hvilftina. Niður úr trektinni er op, skáhalt niður og út undir hjarnið. Þarna er vafalaust gamall gígur og jarðhiti nægur til að bræða snjóinn, sem sígur niður í gíginn. Þvermál trektarinnar efst mun vera minst 200 m. Frá lægðinni, sem þarna gengur vestur úr fjöllunum, fell ur skriðjökull til vesturs, niður að Dyngjujökli, en til austurs fellur hjarnið líka úr lægðinni norður að kverkinni. Norður af lægðinni, upp af austurbarmi gjár- innar miklu, eru þrír hnjúkar upp úr jöklinum með skömmu milli- bili. Hæðin á hnjúkum þessum, sem jeg hefi merkt með tölunum VIII, IX og X, mun vera röskir 1700 m. Hnjúkarnir eru úr mjög lausu efni, svörtum vikri og allir sprungnir. Frá hnjúkum þessum tek jeg nú stefnur til allra þeirra hnjúka, sem jeg hafði athugað daginn áður. Edvard hefir notað tímann vel til myndatöku og dagur er að kvöldi kominn, áður en við getum slitið okkur frá þessum furðuverk Framh. á bls. 288.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.