Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 339 Nöfn staðanna: Margrjetarfell við Steingrímsfjörð Torffell við Steingrímsfj. Gunnarsstaðagróf við Steingr.fj. #Húsavíkurkleif við Steingr.fj. #Hjá Tröllatungu við Steingr.fj. Merkjagil í Tungudal við St.gr.fj. Hólar í Miðdal við Steingr.fj. Hrútagil í Mókollsdal *Surtarbrandsgil hjá Brjánslæk #Þórishlíðarf jall við Selárdal #Seljamýrarfjall við Rafnseyrarh. Bergtegund Leirsteinn Leirjárnsteinn Leirsteinn Leirst. og leirjárnst. Leirsteinn Leirsteinn Leirsteinn Sand- og leirsteinn Leirsteinn Leirsteinn Leirsteinn Hæð yfir haf 30—40 m um 168 m 70—80 m 10—12 m 80—90 m um 130 m laust 275—300 m um 150 m um 265 m um 640 m (Fe2 03 . nH2 O). Veðrað yfirhorð steinsins er móbrúnt að lit, en í hreint brotasárið er hann svar- brúnn og með greinilegum málm- gljáa. Eðlisþyngdin er 4 eða lið- lega það. Þau afbrigðin, sem mjer eru kunn og járnauðugust eru, finnast sumstaðar í fjöllunum umhverfis Onundarfjörð og við innanverðan Patreksfjörð norðanmegin. í aust- anverðu Arnarstapagili (skammt fyrir innan Vesturbotn í Patreks- firði) og í nálega 100 m hæð, er 10—12 sm. þykt lag af brúnjárn- steini. Liggur hann í hörðum leir. Hefir sá hluti leirlagsins, sem of- an á járnsteinslaginu liggur, um- myndast af hita frá hraunlaginu, sem ofan á hvílir. Hjer er svo lítið af járnsteini, að varla mun vinsla koma til greina. Framh. # fyrir framan nafnið merkir.að jeg hafi skoðað staðinn. J. Á. Mjer er ekki kunnugt um, að plöntulaginu í Þórishlíðarf jalli hafi verið lýst áður, þó ýmsir hafi um það vitað. Fjallið er hlaðið úr lárjettum basalt-hraunlögum í alt að 360 m hæð. Þar tekur við mola- bergslag (leirborinn sandsteinn) um 20 m þykt. í því neðanverðu er aðalplöntulagið, og er það vart þykkara en 20 sm á þéim slóðum, er til þess sjest. Efri hluti fjallsins er úr basalti alla leið upp á brún. .Auðveldast er að rekja molabergs- lagið í hlíðinni að sunnan og vest- an, og þar hafa plöntuleifarnar ein- göngu fundist, en Hvannahvilftar- megin í fjallinu sjest einnig votta fyrir þessu lagi. Það má teljast hægur vandi að finna þrjár tegundir í þessu plöntu- lagi Þórishlíðarfjalls, en stein- gervingasafn mitt hefir enn ekki verið ákvarðað til fullnustu, svo jeg get ekki með vissu sagt, hve margar tegundirnar eru í alt. Mest ber þar á allstórum, fjaður- strengjóttum, tentum blöðum, og er eftirtektarvert, hve mörg þeirra eru uppvafin. Mynda þau sívalninga 10—12 sm langa og alt að 2—3 sm í þ.vermál. Svo mikið er af þessum uppvöfðu blöð- um, og svo reglulega eru þau vaf- in, að varla verður hjá því kom- ist að ætla, að þar hafi einhver dýr að verki verið (skordýralirf- ur?). Önnur all-algeng blöð úr þessu lagi eru fjaðurstrengj'ótt, sepótt-flipótt. Minna þau mjög á hlynblöðin (acer rubrum), sem kunnust eru frá Tröllatungufund arstaðnum við Steingrímsfjörð Annars er það mála sannast, að mjög skortir á, að unnið hafi verið til hlítar úr þessum vestfirsku steingervingasöfnum, og meðan svo er, að málsrökin hafa ekki verið könnuð eins og hægt er, er best að vera sem fáorðastur um niður- stöðuna. Jeg læt nægja að nefna, að gróðurinn er frá Tertiertíma- bili, og talið er, að hann hafi lifað hjer í suðrænu loftslagi, líku því, sem nú ríkir í Miðjarðarhafslönd unum. III. í millilögum klettabeltanna vest- firsku finst járnsteinninn, sem margir hafa heyrt minst á, einkum frá Eyrarfjalli við Önundarfjörð. Flest þeirra sýnishorna, sem jeg hefi skoðað af þessu járnefnasam- bandi, eru brúnjárnsteinn og af- brigði af honum. Hann er samsett- ur úr frumefnunum járni og súr- efni, en bindur auk þeirra í sjer breytilega mikið af vatni, eftir því um hvaða afbrigði ræðir Smælki. Mýs eru ákaflega músikalskar. Þessa staðreynd hafa menn fært sjer í nyt í nýjum músagildrum. í kassa á stærð við venjulegan vindlakassa er látin spiladós, sem er þannig gerð, að hún getur leik- ið í klukkutíma, þegar búið er að draga hana upp. Mýsnar leita brátt þangað til þess ^ð hlusta og má þá auðveldlega grípa þær. ★ Ef miljarðamæringur ætlaði sjer að telja peningana sína í krónum, myndi hann ekki geta lokið því starfi í lifanda lífi, að minsta kosti ekki á venjulegri mannsæfi, ef gert er ráð fyrir, að hann telji krónu á sekúndu og vinni að því 300 daga á ári, 10 klst. á dag. Hann væri þá í 100 ár að telja miljarðinn sinn. ★ Þegar brúðkaup er haldið. í Kína, borga gestirnir hver fyrir sig. Áður en þeir ganga inn í há- tíðarsalinn, afhenda þeir dyraverð- inum rautt umslag með pening- um. Það er að vísu ekki mikið, sem hver og einn gefur, en það er samt góður skerfur, að öllu samanlögðu, til þess að borga út- gjöldin við svona hátíð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.