Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 6
342 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Böðvar frá Hnífsdah YSTU ÚTNES Niðurl. Óratíma kíungraðist jeg þarna um hjarnfannir og helurðir. Oft sýndist mjer sem nú væri leiðin að verða ófær með öllu, en altaf rættist þó iir. Að lokum fór aftur að halla undan fæti. Sannast að segja gat jeg alveg eins búist við því, að jeg hefði gengið í hring og kæmi niður í Barðsvík aftur. Þó reyndist jeg eigi svo heillum horfinn, því að þegar kom niður fyrir þokuna, sem náði í miðjar hlíðar, sá jeg nýja vík. Stefndi jeg niður að botni hennar, svo of- arlega, að jeg þóttist myndi hafa farið það hið fremra og verra skarðið, enda sannfrjetti jeg það síðar. Þegar jeg kom heim til bæja, sagði jeg konu þeirri, er jeg fyrst hitti, frá samtali mínu og bænd- anna, eins *og ráð hafði verið fyr- ir gert. En bændurnir voru þá lentir fyrir stundu og höfðu sent dreng heim til að láta vita, að gest myndi að garði bera. En konan, sem jeg hitti, var kona Jónasar Finnbogasonar, og hjá þeim hjónum gisti jeg. V. Bolungarvík á Ströndum er all- stór vík, sem liggur nokkurn veg- inn frá austri til vesturs milli hárra fjalla. Fyrir botni víkur- innar er fyrst grösugt láglendi. síðan taka við hliðabrekkur og hjallar, og loks Bolungarvíkur- heiði, en það er leiðin upp úr vík- inni og yfir fjallgarðinn til Jökul- fjarða við ísafjarðardjúp. Heiði þessi liggur svo hátt, að hún verð- ur ekki hestfær sökum snjóa fyr en komið er langt fram á sumar. Austlægir vindar, sem blása af hafi á vetrum, æða yfir víkina og missa úrkomu sína í aðdraganda heiðarinnar og á heiðina sjálfa. Þegar snjókoma er með vestlæg- um vindum hafa þeir oftast mist alla úrkomu á háflugi sínu úr Jök- ulfjörðum og austur yfir heiðina. Þessvegna er ekki verulega snjó þungt í Bolungarvík sjálfri, en ærið hvassviðri getur komið þar á stundum. Með sjó fram liggja sandar og malarkambar. Lending er þar betri en í Barðsvík, en þó all-ill, því að á skammri stundu getur rifið upp brim, svo að ófært sje báti út að koma. Vestfjarða- báturinn kemur þama norður um Strandirnar örfáum sinnum á ári. Ríður þá á miklu fyrir þessar af- skektu bygðir, að veður leyfi sæmi- lega afgreiðslu, en oft bregst slíkt til beggja vona. Skamt undan - landi í Bolungarvík liggur sker eitt. Svo er háttað legu þess, að takast má að lenda öðru hvoru megin við það, þó að ólendandi sje orðið við sandinn í sjálfri vík- inni. Þegar Bolungarvíkurmenn eiga von á Vestfjarðabátnum, hafd þeir stundum þann sið að flytja varning sinn út í skerið. Fari þá svo, að ófært sje í víkinni, en fært í skerinu, skjóta skipverjar ljettibáti sínum á flot, flytja vöru þá, sem á að fara til Bolungarvík- ur, upp í skerið, en taka þar vör- una, sem burt á að flytja. Getur þá póstbáturinn haldið áfram ferð sinni. Ef til vill lægir sjóinn á næstunni, svo að bændurnir geti sótt vöru sína í skerið, stundum getur það dregist í nokkra daga, og má vera að stundum slettist sælöðrið eitthvað upp í þessa vöru- geymslu skersins, sjaldan þó til skaða, því að ekki verður þessi aðferð höfð nema að sumarlagi. Sýnir þetta, að þarna búa menn, sem eru því vanir að etja kappi við ýmsa örðugleika og bera oft- ast hærri hlut. Það þarf bæði hug- kvæmni og dirfsku til að grípa til slíkra úrræða við fermingu og af- fermingu skipa á brimsælli strönd, og munu óvíða hliðstæð dæmi, ef nokkur eru. í Bolungarvík eru þrír búend- ur, eins og áður er frá sagt. Öðru megin í víkinni er bærinn Sel, þar býr Jón bóndi, aldraður maður. Ilinumegin er svo aðaljörðin, þar búa þeir Jónas Finnbogason og Reimar bróðir hans. Hefir hvor þeirra reist sjer snotran bæ úr timbri, en útihús eru með gömlu, íslensku lagi. Er þar ekkert af vanefnum gert, enda viður nægur á rekanum, en torf endist þar illa á húsum sökum rigninga, e:i þær eru mesti ókostur þessara á- gætu bygðarlaga norður þar. Á- gæt mega þau teljast vegna þess, að þar er víðast nægur reki, sel- veiði, eggjatekja og fuglatekja, sumstaðar, og auðfenginn fiskur til heimilisþarfa. Þá eru þar og afbragðs góðir sumarhagar fyrir sauðfje. Erfiðleikar við að búa þar eru samgönguleysi, tíðar þokur og úrkomur yfir heyskapartímann. Kvöldið, sem jeg kom til Bol- ungarvíkur, var jeg orðinn mátu- lega þreyttur eftir gönguna um daginn, svo að jeg sofnaði fljótt og svaf vært til morguns. En um morguninn var hellirigning. Jónas kom nú að máli við mig og sagði: „Þetta er bara andskotans illveður, sem komið er. Menn eins og þú, sem eru að ferðast hjer um til að kynnast landslaginu og skoða sig um, græða ekki mikið á því að ferðast, þegar þeir sjá ekki út úr augunum fyrir slagviðri. — Rjett mælir þú, svaraði jeg, —• en hinsvegar er það ekki mein- ingin með svona ferðalagi að setj- ast að á bæjum í margar nætur samfleytt. — Til forna var þriggja nátta gisting á bæ talin kurteisi, sagði Jónas. — Og þó að við hjerna á þessum ystu útkjálkum fylgjum engum sjerstökum kurteisisreglum, hvorki fornum eða nýjum, þá er þjer velkomið að vera hjer, þótt þú viljir lengur en þrjár nætur. Mjer er bara ánægja að því. Nú, og svo sjerðu sjálfur, að það er ekkert vit að leggja út í þetta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.