Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 7
/ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 343 veður að nauðsynjalausu. Þetta er ekkert ferðaveður fvrir heiðarlega menn, það er ekki hundi út sig- andi og eiginlega engri skepnu,, nema ef vera skyidi bóksölum og trúboðum af allra versta og frek asta tagi. Svo var j[eg þarna dag þann allan og næstu nótt, en þá birti aftur í lofti. Hjelt jeg þá áfram og fór nú fjörur til Furufjarðar. Furufjörður er mun breiðari en Bolungarvík. Þar er land mikið og grasgefið og allmikið af vjel- tæku engjalandi, en þó er þar sá galli á gjöf Njarðar, að á ein rennur frá Drangajökli niður til sjávar. Undirlendið er flatt, að mestu myndað af leirburði árinnar, og áin er dutlungakind, eins og allar jökulsár. Engjarnar eru því sund- urskornar af mörgum kvíslum og síkjum, sem breytast sí og æ. Frá Furufirði er farið um Skor- arheiði til Hrafnafjarðar í Jökul- fjörðum. Heiðin er lág og greið- fær, svo lág, að hún skýlir lítt fyrir vindum eða úrkomu, er því snjóþungt í Furufirði. Þar búa fjórar fjölskyldur á þremur bæj- um. Jeg hafði þar skamma dvöl í þetta skifti, gekk áfram yfir lág- lendið, upp fjall og niður í næsta fjörð, Þaralátursfjörð. Jeg fór framarlega yfir dalinn, sem upp frá honum liggur. Var þá skamt til’ Skriðjökuls úr Drangajökli, en þaðan kemur á, sem hefir auri orpið og eyðilagt að mestu lág- lendið inn af f jarðarbotninum. Þegar yfir það kom, tók við háls einn, fremur hæg leið, þá opnað- ist Reykjarfjörður, síðasti og syðsti fjörður stranda þeirra, sem kendar eru við Hornbjarg, Horn- stranda, ef maður telur þær ná að sýslumörkum Norður-ísafjarðar- sýslu og Strandasýslu, en þau eru sem kunnugt er að Geirólfsgnúpi, og er hann um leið syðri og eystri takmörk Reykjarfjarðar. VI. Reykjarfjörður er mikill að víð- áttu, en ekki er þar jafn grasgef- ið undirlendi og í Furufirði. Veld- ur því tvent, fyrst að skriðjöklar hafa flutt fram ruðninga mikla og svo hefir áin eyðilagt mikið bæði fyr og síðar. Strandlengjan er löng og reki mjög mikill. Jarðhiti er þar og ærinn, en liggur lágt. Er hann notaður til að hita sund- laug, sem þar hefir verið reist á síðustu árum. Hún er ekki stór, en bygð úr steinsteypu og vönduð að frágangi. í Reykjarfirði er marg- býlt, en eigi veit jeg gjörla, hversu margar fjölskyldur búa þar. Jeg kom þarna um kvöld, gisti um nóttina, en fór svo morgun- inn eftir til Þaralátursfjarðar og fór þá aðra leið yfir hálsinn. Þá kom jeg við á bænum í Þaralát- ursfirði, en þar er aðeins eitt býli. Síðan hjelt jeg út með firðinum og fór með sjó til Furufjarðar aftur. Þaralátursfjörður er langur og mjór, Hann nær svo langt inn, að þar er talin ,„lífhöfn“ í hvaða veðri sem er, en sker liggja þar úti fyrir andnesjum og því er inn- sigling eigi með öllu hættulaus. í Furufirði gisti jeg næstu nótt hjá Árna bónda Jónssyni. Næsta morgun lagði jeg svo leið mína um Skorarheiði til Jökulfjarða. Þá var lokið ferðalagi mínu um Hornstrandir. Jeg hafði verið rúma viku á leiðinni, verið veður- teptur einn dag, fengið bæði vont veður og gott, en altaf skemt mjer ágætlega. Þótt landslagið beri líkan heild- arsvip, er fjölbreytnin samt svo mikil, að altaf ber eitthvað nýtt fyrir augu. Og fyrir þá, sem ann- ars eru óvanir hrikalegu lands- lagi með ströndum fram, yrði svona ferðalag þó enn þá eftir- minnilegra þeim, sem ferðast vegna ferðalagsins, ferðast til að sjá nýtt landslag og sjerkennilegt umhverfi, ferðast til að gleyma „menningunni" um stund, hrista af sjer ryk og áhyggjur borgalífs- ins, þeim vildi jeg ráða að fara svona ferð. Hún er að vísu erfið- ari en margar aðrar, en jeg hygg að flestum myndi finnast hún borga sig. En verulega sjerkenni- legt málfar eða háttu fólksins þarna norður frá finnur maður ekki nú á dögum. Stundum láta málsmetandi menn þá skoðun í Ijósi í ræðu og riti, að þessa af- skektu útkjálka eigi að leggja í eyði og flytja fólkið saman á þjettbýl svæði, þar sem samgöng- ur sjeu greiðar. Færa þeir m. a. til, að þetta fólk vilji eins og hverjir aðrir „háttvirtir kjósend- ur“ fá síma og vegi. Rjett er það, að ómögulegt er að leggja vegi um alla útkjálka, en strandferðir má bæta. Það er líka satt, að eng- in leið er til þess að leggja síma svo víða á slíkum stöðum, að til verulegs gagns komi, en hinsveg- ar ekkert annað en sjálfsögð kurt- eisi hlutaðeigenda að hjóða þessu fólki upp á talstöðvar með sömu kjörum og fiskibátarnir hafa. Og það eitt er víst, að bændurnir þarna norður á Hornströndum eru fult eins góðir og traustir þjóð- fjelagsþegnar og margir hverjir, sem í samgöngu- og markaðs- sveitunum búa. Þeir verða að vera menn harðskeyttir, dugandi, úr- ræðagóðir og forsjálir, því að ann- ars verða þeir undir í lífsbarátt- unni. Staðhættir og náttúruskil- yrði sjá fyrir því, að einungis úr- valið heldur velli, úrvalið í því til- liti að bjarga sjer. Þeir hafa enn ekki lært þá nýju lífsskoðun, að það sje betra að lifa vel og lifa á opinberum styrkjum, en að lifa spart, ef þörf krefur, og lifa á sinni eigin sjálfsbjargarviðleitni. Og það sem einkennir Hornstrend- inga er einmitt það, að þeir eru sjálfum sjer nógir umfram flesta aðræ og þeir bjarga sjer í lengstu lög. Hyggi einhver þetta ofmælt, þá fari sá og kynni sjer það sjálf- ur, hreki svo ummæli mín með rökum reynslu sinnar, ef þurfa þykir. Vísindamenn hafa nú reiknað út, að það myndi kosta samtals 750 milj. dollara að reisa samskon- ar pyramida og úr samskonar efni, sem Farao ljet reisa forðum, og vinnudagar munu ekki verða færri en 2.250.000. Ef Farao hefði ver- ið uppi núna og bygt pyramídann úr efni, sem nú eru notuð til bygginga, hefði hann sparað tí- unda part af upphæðinni og hefði getað lokið honum á 750.000 dög- um. ★ — Karl bað mig að giftast sjer og gera sig hamingjusamasta manninn í heimi. — Hvort gerðir þú í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.