Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS m morgunverður, 9,15 hefst guðs þjónusta. Verða allir að mæta til guðsþjónustu. Kaþólskir eða af öðrum trúarflokkum, eru út af fyrir sig. Að guðsþjónustu lokinni hefst kensla og stendur óslitið til klukkan 2 e. h., en þá er snæddur miðdagsmatur. Klukk an 3 hefst kensla á ný, en klukkan 4—6 geta skólapiltar dvalið á heimavistum sínum og búið sjer til te. Á kvöldin verða skólapiltar að dvelja í heimavistum, nema ef sjerstök levfi eru gefin til að fara í leikhús, hlusta á hljóm- leika eða auuara skemtana. Allmiklum tíma er varið til íþrótta og er sá tími oftast inni falinn í kenslutímanum. Kensla fer fram alt árið í Eton. nema 7 vikur, í mánuðunum ágúst og september. Það er sumarfríið. Jólafrí er 5 vikur, páskafrí 3 vikur, en auk þess fá nemendur vikulokafrí alt árið og geta þa stundum. með sjerstöku leyfi, brugðið sjer heim til sín. ★ SKÓLAPILTAR á Eton læra hernaðarvísindi og æfa sig í meðferð vopna. í skólanum eru starfrækt liðsforingjanámskeið. Némendur eru ekki skvldugir að taka þátt í æfingum á þessu nám skeiði, en flestir piltar gera það samt. Kemur það þeim oft að liði síðar í lífinu, þegar föður- land þeirra á í hernaði. Nytsemi þessara námskeiða má m. a. marka af orðum hertogans af Wellington, en hann er sagður hafa látið svo um mælt, að or- ustan við Waterloo hafi verið unn- in á leikvöllum Eton- skóla. Flest ir Eton nemendur verða liðsfor ingjar í breska hernum, ef þjóð þeirrá lendir í ófriði. Eru í skól anum minningartöflur yfir tugi nemenda, sem fallið hafa fyrir föðurlandið á vígvöllunum, og hafa margir þeirra getið sjer mik inn orðstír og verið sæmdir æðstu tignarmerkjum, sem breska heims- veldið veitir sonum sínum í hern aði. Margir merkustn stjórnmála menn Breta, fyr ög síðar, hafa stundað nám í Eton. KÓLABYGGINGARNAR í Eton eru æfafornar og Skólastofa í Eton. Takið eftir hve stoðirnar eru eyddar, skólastofurnar þættu vart boðleg- ar annarsstaðar en í Eton. En Bretar eru fastheldnir á gamla siði. Þeir vilja ekki breyta um. í sumum skólastofunum eru bekk- ir og borð útskorin nöfnum gam alla nemenda. Sjerstaklega er þetta áberandi í skólastofu svonefnds „efri bekks“. Þar má sjá nöfn margra af frægustu og valdamestu stjórnmálamönnum Breta. Þar tók jeg t. d. • eftir nafni Pitts for- sætisráðherra og Anthony Edens, núverandi utanríkismálaráðherra. Áður fyr urðu piltar að skera nöfn sín sjálfir, en á síðari tím- um geta þeir látið fagmenn skera nöfn sín í súlur eða á skóla bekki. Eru greiddir fimm shill- ingar fyrir. í híbýlum forseta skólans (provost) er hátíðasalur einn mik- Eton-piltar æfa sig i skotfixni. ill, þar sem nemendur koma, e>- þeir eru útskrifaðir, eða við önn ur hátíðleg tækifæri. Salur þessi og herbergi, sem að honum liggja, eru þakin málverkum af gömlum nemendum skólans. Eru þar mál- verk af mörgum piltinum, sem síðar varð frægur í föðurlandi sínu og jafnvel heimsfrægur. Málverk þessi eru þannig til komin, að hver skólapiltur átti að greiða meistara sínum 50 sterlingspund er hann fór úr skóla. Flestir meistarar vildu ekki taka við fje af nemendum sínum og sögðu: „Sendu mjer heldur mynd af þjer“. Piltarnir Ijetu síðan mála af sjer mynd og sendu kennara sínum. Flestar mynd- irnar urðu svo eftir í skólanum Framh. á bls. 383.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.