Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Blaðsíða 5
lkSBÓK morgunblaðsins 881 engar blóðsúthellingar. Þessi nýjn stjórnarskrá gerði Vargas að raun verulegum einvaldi, þó gert sje ráð fyrir kosningum einhverntíma i óákveðnri framtíð. ★ Árið 1938 átti hann í stímabraki við fasistaflokk Brasilíu. Integral- ista, sem klæddust grænum skyrt- um. Þeir gerðu tilraun til að ná stjórninni í sínar hendur. Það sem skeði var undarlegt sambland af Hollywood-leik, flónsku og skrípa leik. Dulbúnum Integralista for- ingjum tókst að komast inn í hall- argarðinn, en þeir hikuðu við að ráðast til inngöngu í höllina. Var gas og Alzarina dóttir hans, ásamt fjórum lífvörðum, földu sig bak við gluggatjöld og tókst að stöðva framgang Intergalista með riffil < skotum, þar til hermenn komu * loks á vettvang. Undirbúningur uppreisnarinnar hafði verið í besta lagi. Uppreisu in mistókst aðallega vegna þess að Brasilíumenn eru svo miklir Brasilíumenn. Alt, sem gera þurftl til að byltingin tækist, var að gera innrás í höllina, þegar þeir voru komnir inn í hallargarðinn. En Brasilíumenn hafa óbeit á dráp um, eða að láta drepa sig, og jafnvel að hlýða fyrirskipunum. Síðan þessi misheppnaða til- raun var gerð, hefir verið rólegt atjórnmálalega sjeð í Brasilíu. Getulio hefir mýkst og stjórnin hefir náð til allra króka og kima. ★ Forsetinu vinnur venjulega í höll sinni í Rio, Guanaberahöll- inni, þar til eftir hádegisverð. Hann eyðir fyrri hluta dags í að lesa brjef, sem honum hafa bor- ist, og blöðin, og til að taka á móti nánustu ráðgjöfum sínum Að þvf loknu lætur hann aka sjer til rokokohallarinnar Catette, þar sem hann vinnur sín opinberu verk. Hann tekur á móti ráð herrum sínum, tveimur og tveim ur, einu sinni á dag. Forsetinn hlustar með athygli, en talar lftið sjálfur. Hann fer aftur til Guana barahallar til að borða kvöldverð með fjölskyldu sinni, en vinnur síðan fram yfir miðnætti við lest- ur og undirskriftir skjala. Vargas er heilsuhraustur. Hann Vargas forseti. skemtir sjer við lestur áður en hann gengur til hvílu og sefur svo eins og steinn — venjulega ekki lengui' en fjórar klukkustundir. Hann snertir aldrei sterka drykki, en drekkur ljett vín með mat. Til skemtunar fer hann á hestbak, leik ur golf og lætur sýna fyrir sig amerískar kvikmyndir á einkasýn- ingum. Besta afrek hans í golfleik er 122. Þegar hann er sýndur á frjettakvikmyndum í Rio hristast kvikmyndahiisin af hlátri áhorfenda. Vargas á engar eignir, þegar frá er skilið ættaróðal hans. Laun hans eru 20 contos (kr. 6,500) á mánuði. Fjárhagsáætlun forseta skrifstofunnar, ekki forsetans sjálfs, er 1.995:000$000 milreis (Brasilíumynt er skrifuð á sinu eigin einkennilega hátt), sem er heldur minna en 650,000 krónur. Af þessu verður að greiða liðs foringjum, skrifurum og þjónum kaup og einnig kostnað við ferða lög og viðhaldskostnað á báðum forsetahöllunum í Rio. Enginn hef ir nokkru sinni hvíslað um óheið- arleik eða óreiðu í sambandi við Vargas. Ekkert hneyksli, hvorki fjármálalegt nje annars eðlis hefir nokkru sinni komið fyrir hann, nje neinn af fjölskyldu hans. Portugiska er töluð i Brasilíu, en Vargas mælir þolanlega á frönsku og spænsku, og les þau amerísk tímarit, sem Alzarína dóttir hans telur að hann hafi gaman af. Hann hefir aldrei ferðast út fyrir Bras ilíu, að undanteknum stuttum ferðalögum til Argentínu og Uru- guay. Sá þjóðhöfðingi, sem hann metur mest, er Franklin D. Roose velt. ★ Fjölskyldulíf Vargas er afar hamingjusamt. Kona hans er fríð kona. 45 ára að aldri, sem helgar líf sitt líknarstörfum. Hún hefir stofnað heimili fyrir einstæðings drengi og foreldralausar telpur, stofnanir, sem eru sjaldgæfar í Brasilíu. Forsetahjónin eiga fimm börn, eitt þeirra, hin 24 ára Alzarina, stendur nær forsetanum er nokk ar önnur manneskja í Brasilíu. Alzarina, sem er full af lífs- fjöri og áhuga, hefir ánægju af ferðalögum, dansi, vinnu, og af að ráðleggja föður sínum. Hún var ágæt námsmær í skóla og er nú fullgildur starfsmaður á skrif- stofu föður síns. Hún er gift Interventor (landstjóra) í Rio de Janeiro, og hún var nýlega á ferðalagi í Bandaríkjunum — þriðja ferð hennar hingað. Hún dáir þetta land og hefir mikil áhrif á föður sinn með alt, sem amerískt er. Vargas er eini brosandi ein valdurinn i heiminum. Jafnvel þegar maður sjer hann einan sjer. er hann nærri ávalt brosandi. Hann er einn af fáum einvöldum. sem er kallaður gælunöfnum af þjóð sinni. Eitt gælunafnið er Gigi. Annað er Xuxu. Vargas er vingjarnlegur, búlduleitur, frekar blíður og á svo að segja enga óvini, að undanteknum fáeinúm öfgamönnum, sjálfur ber hann ekki hatnr til neins. Þó ekki sje hann sjerstakur afreksmaður, þá er hann án efa hugrakkur. Hann gengur óhindrað um götur Rio borgar og er sennilega einasti einræðisherrann, sem aldrei notar brynvarða bifreið. ★ Regla hans í stjórnmálnm er að kynna sjer alla málavexti, fá umsögn sjerfræðings, gera sínar ályktanir og tilkynna úrslitin. Framkvæmdir hans í f jelagsmálum hafa verið áhrifamiklar. Eitt stór

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.