Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Side 8
384 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 FJ AÐ RA FO K UMMÆLI UM Tveir kunnir ain ÍSLAND. erískir blaða menn, Walter Lippmanu og Dan ton Walker skrifuðu um ísland skömmu eftir að Bandaríkin tóku að sjer hervernd landsins. Lipp mann sagði: „Við skulum ekki gera okkur neinar tálvonir um ísland sem „útvarðarstöð" Norður Ameríku .... Ef Hitler tæki Bret land, væri vonlaust fyrir okkur að verja ísland .... Þetta sann- ar, að til þess að varnir Vestur- heimsálfu sjeu í lagi, er nauðsyn- legt að Bretar sigri. Hjálpin til Bretlands er því raunverulega vörn Ameríku“. Danton Walker sagði; „Það er eins gott að við gerum okkur það ljóst strax, að þessir piltar á íslandi eru svo miklir nasistar, að þeir vilja ekki einu sinni tala við breska sjómenn ★ í Atlanta sló maður einn Oscar Plunkett niður, tók úr munni hans falskar tennur, sem voru 75 doll ara virði, stakk þeim upp í sig og flúði. ♦ Síðan Ameríka fanst, hefir eng- inn maður þar átt jafnmikið land og Robert Morris (1734—1806), hinn alkunni fjesýslu og stjórn- málamaður. Hann átti um eitt skeið 80.000 kvaðratkílómetra landflæmi í New York, Pennsylvaníu, Vir- giníu, Georgíu og Suður-Karólínu. eða landflæmi, sem var hjerumbil tvisvar sinnum stærra en Dan- mörk. ★ í Santa Monica í Kaliforníu var nýlega brotist inn á lögreglustöð og stolið 5700 dollurum úr pen- ingaskáp stöðvarinnar. ★ Tveimur dögum eftir að fangi hafði strokið úr fangelsi í Gar den Citjr Kansas, fjekk Richard- son lögreglustjóri brjef frá stroku fanganum. Brjefið var skrifað í Texas og hljóðaði svo: „Gjörið svo vel að senda strax skjöl mín og eignir, sem jeg skikli eftir í faug elsinu11. Til þess að útrýma mýflugum er oft helt steinolíu á yfirborð stöðuvatna og gryfja, þar sem krökt er af þeim. Þetta hefir reynst prýðilega til þess að drepa lirfurnar, en það hefir komið í ljós, að olían hefir skaðleg áhrif 4 ýms dýr, er lifa i vatninu, eins og t. d. fiska. ★ Nýr dans í Ameríku nefnisi „Varnar-swing“. Dansinn hefst á ..hernaðaraðgerð“. Karlmaðurinn gengur á móti dömu sinni með því að bera sig að eins og hann ætli að skjóta á hana með byssu, stúlkan fórnar upp höndunum, eins og í varnarskyni. Síðan hefst dansinn. ★ Þýska blaðið Hamburger Frem denblatt kvartar yfir því, að bresk ir flugmenn hafi varpað niður fölskum fatnaðarskömtunarseðlum yfir Þýskalandi. Biaðið varar Ham borgarbúa við að reyna að nota þessa skömtunarseðla, því að þeir sem það geri, verði dæmdir tii lífláts fvrir skemdarstarfsemi. ★ Micky Normann heitir drengur einn, sem heima á í Patterson í Bandaríkjunum. Nýlega átti hann 10 ára afmæli. Þegar hann var tyeggja ára, vakti hann á sjer athygli um öll Bandaríkin fyrir að reykja vindla. Nú, 10 ára gamall, hefir hann fengið leið á vindlum. Aðstandendur hans vilja ekki leyfa honum að reykja cigar- ettur, þar sem hann sje of ungur til þess. Piltur reykir pípu. ★ Fjórir fulltrúar í bifreiðastjóru Moskvaborgar lentu á kendiríi. Þeir kveiktu í húsinu sem þeir voru í og voru dæmdir til dauða fyrir (1) að hafa valdið skemdúm á eignum,, sem voru 3.500,000 rúblna virði og (2) fyrir að hafa valdið truflun á ioftvarnamyrkv- un Moskvaborgar. TVÆR Adolf llitler sagði i RÆÐUR ræðu árið 1933: — „Hvorki mjer eða nokkrum öðrum í þjóðernisjafnaðarmannaflokknum dettur í hug að aðhafast neitt nema sem byggist á löglegum að ferðum, samkvæmt stjórnar- skránni. Charles A. Lindbergh fiugkappi sagði í ræðu 1941: „Hvorki mjer eða nokkrum öðrum í „Ameríka fyrst nefndinui“ dettur í hug að aðhafast neitt nema sem byggist á löglegum aðferðum, samkvæmt stjórnarskránni“. ★ BÆN ENSKA Enskur dreugur DRENGSINS bað eftirfarandt kvöldbænar eftir að hann hafði hlustað á fyrirmæli í útvarpinu um ráðstafanir almennings, ef til innrásar skyldi komá: „Góði guð. vertu svo góður að hjálpa pabba til að hann muni eftir gasgrím- unni sinni; honum er svo gjarnt á að gleyma henni. Og góðu guð. hjálpaðu mömmu með skömtun- ina, því að hún er svo áhyggju- full út af henni. Jeg ætla nú að endurtaka þessar tvær bænir hægt, svo að þú getir skrifað þær þjer til minnis. ★ GULL Vatnsveita ein, sem verið er að byggja í Kaliforniu, greiðir sig sjálf í handbæru fje um leið Og hún verður til. Nálega 650.000 króna virði í gulli hefir komið upp við gröft vatnsveit- unnar. ★ BÍLABARÐAR Nærri 60 milj. bílabarðar eru seldir árlega í Bandaríkjunum. Verðmæti þeirra er rúmlega 450.000,000 dollarar. Bandaríkin flytja árlega inn um 685.000 smálestir af óunnu tog leðri og fer um 80% af því, eða rúmlega % miljón smálestir til framleiðslu bílbarða. Um 200.000 smálestir af notuðu togleðri er árlega brætt upp og framleitt úr því togleðursvörur á ný. Tog leðursbílabarðar hafa verið til jafn lengi og togleður hefir þekst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.