Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1941, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1941, Síða 3
LK8BÓK M0R9UNBLAÐ8INS 39ó Æfintýri tveggja breskra blaðamanna Síðasta lest frá Oslo Eftir Desmond Tighe Grein þessi er kafli úr bók Gordons Young, ritst.iórii Reutersfrjettastofunnar „Outposts of War“. arna stófi ,ie>r á gangstjett aðalgötunnar í Oslo og liorfði á Þjóðverjana ganga inn í borgina. Þeir voru svo nærr; injer. að jeg liet'ði getað snert þá. Þeir vorn vel vopnaðir, flestir þeirra voru með vjelbvssur og skotfærabelti uin hálsinn, með gyltum byssukúlum. sem glitrað' á í sólinni. Það var um hádegisbilið þann 9. apríl að jeg sá fvrstu þýsku hópana koma. Klukkustundum sam an liafði jeg sjeð þýskar flugvjel ar á flugi og heyrt sprengingar, er þær gerðu árásir á flugvelli í grendinni. Þegar vjelaskrölt þeirra dó út í fjarska. vissi jeg, að Os'.o bafði gefist upp. Það var alveg sjerstök tilviljun, að jeg var staddur i Oslo. Jeg liafði komið þangað mið lest un, morguninn. Þjóðverjarnir komu um leið. .Teg hafði verið stríðsfrjettarit ari Reuters i Finnlandi og er frið ur var samiun, fór jeg til Sví þjóðar. Það voru rólegir tímar. Gordon Young var farinn til London. Það var ákveðið að jeg skyldi vera urn stund í Svíþjóð til að fvlgjast með atburðunum á Norðurlöndum. Þann 7. apríl bárust fregnir um að Bandamenn hefðu sent diplo matiska orðsendingu til Noregs og Svíþjóðar, þar sem gert var ljóst, að þeir áskvldu sjer allan rjett til að gera þær ráðstafanir sem nauð- synlegar væru vegjia fvrirætlana Þjóðverja, að nota landhelgi Norð urlanda til að styrkja hafnbann sitt. Næsta dag var tilkynt að bresk og frönsk herskip hefðu lagt tund urdufl fyrir ntan Noregsstrend- ur. Jeg man, hve fregn þessi vakli mikla athygli. Frjettin var birt á áberandi hátt á forsíðu sænsku blaðanna. Mjer var símað frá London að vera á verði. Jeg fór í utanríkismálaráðunevt ið sæuska. Höfðit þeir heyrt fregn- irnar ? Ileyrt þær? Talsmaðut' stjórnarinnar var öskureiður. „Nú hafa Bretar gengið of Jangt“. sagjSi hann. „Hvaða rjett höfðu þeir til að leggja tundurdufl við Noregsstrendur ?“ Ef jeg á að vera alveg sann- gjarn, þá verð jeg að segja. að .jeg gat ekki svarað honum. þótt mjer þætti þetta ágæt hugmynd. Jafnvel ~í Svíþjóð vorum við t kolsvartri fávisku og höfðum ekki minstu hugmynd um að Þjóðverj- ar hefðu ákveðið að gera innrás i Noreg. Jeg fullvissaði hann um. að þáð hlytu að liggja mjög al- tarlegar ástæður fyrir því, að Bretar hefðu gert þessar ráðstaf- anir og kvaddi. Síðar um daginn kom jeg aftur í utanríkismála- ráðuneytið og þá var mjer til- kvut að „sænska stjórnin liti á verknað Bresku stjórnarinnar sem hræðilegt hlutlevsisbrot, sem ekki væri hægt að víta með nógu sterk- um orðum“. Jeg símaði þetta ti! London. ★ í Stokkhólmi gengu sögusagn- irnar fjöllunmn hærra. Þýsk her- skip höfðu sjest í Kattegat. Sjón- arvottar á sænsku ströndinni sögðu, að þeir hefðu sjeð milli 90 og .100 herski)i sigla norður. Það var sagt að herskip Banda- manna væru fyrir utan sfrendur Noregs. Norska flotamálaráðuneyt ið tilkynti að slökt ýrði á öllum vituni á Noregsströnd, Útflutning- ur á járnmálmi frá Narvík va - stöðvaður. Jeg fjekk skeyti frá skrifstofu minni í London, sem var á þessa leið; „Farið strax til London með tilliti til duflalagninganna. Stop. Fvlgist með öllum breytingum og símið þær. Reuter“. Þar sem mjer var nú orðið Ijóst. að einhverjar ,,breytingar“ voru í vændum. hraðaði jeg mjer til norsku sendinefndarinnar til að fá vegabrjef initt í lag og símaði til London, að jeg væri að leggja af stað til Oslo nm kvöldið með 10 lestinni. Jeg mun aldrei gleyma þessu kvöldi. f stjörnubjartri nóttunni var Stokkhólmur jafnvel fegri eu jeg hafði noklcru sinni sjeð hann fvr. Þegar jeg stóð fvrir framan Grand Hotel og horfði yfir Strommen til konungshalllarinnar, virtist mjer ríkja friðnr í heim- inum. Þegar komið var fram undir klukkan 10. fór jeg að taka sam an dót mitt og ók á járnbrautar- stöðina. Lestin var hálfri stund á eftir áætlun. Mjer fanst þetta einkennilegt, vegna þess að sænsku lestirnar eru venjulega stundvís- ar. Mjer fanst ekki alt eins og það átti að vera, þegar hin stóra raf- magnslest jók hraða sinu og br«n aði áfram í náttmyrkrinu. Klukkan.var að verða 11. Jeg fann svefnvagn minn, háttaði og las nokkra stund í bók. Lestin brunaði gegnum frosna skóga. fram hjá frosnum yötnum og gegnum land, sem var einstaklega fagurt. Jeg slökti Ijósið, dróg upp gluggatjaldið. Jeg fór í hlýjau morgunslopp og sat og horfði á landslagið. Um miðnætti fór jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.