Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1941, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1941, Síða 4
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS aö hátta. Jeg var frá mjer num- inn. Jeg hafði aldrei komiö til Noregs fyr. Þetta var æfintýri. ★ Klukkan var um 7 og jeg vakn- aöi. Sólin skein inn í gegnum gluggann minn. Lítil, norsk stvilka kom inn með sjóðandr heitt kaffi og kökur handa mjer. vVið vorum komin yfir landamærin. Alt í einu fann jeg, að þetta var ekki eins og það átti að vera. Hvaða hávað' var þetta? Mjer fanst það furðu líkt flugvjelahávaða. Jeg hafði heyrt í rússneskum sprengjuflug vjelum yfir Finnlandi; óheillavæn- legur hávaði. Jeg horfði út um gluggann og varð undrandi, er jeg sá fjórav stórar flugvjelar í töluverðri hæð. Jeg heyrði hljóð, sem ekki var hægt að villast á. Sprengjur voru að falla til jarðar. Augnablik hjelt jeg að mi'g væri að dreyma. Augu mín hlutu að villa mig. Jeg horfði aftur upp í loftið. Alt í einu kom ein flug- vjelanna á geisihraða niður að lestinni. Hún flaug svo lágt, að jeg gat sjeð flugmauninn inni í glerstýrishúsinu og mennina við bvssurnar. Þetta var Heinkel sprengjuflugvjel. Neðan á vængj- unum glitraði sólin á þórshamars merkinu, um það var ekki að vill ast. Guð minn góður, hvað hafði komið fyrirí Vinur minn, W. F. Hartin, einka frjettaritari Daily Mail, var ferða- fjelagi minn í lestinni. Við höfð- um verið saman í Finnlandi og blað hans hafði einnig sent hann til London. Jeg flýtti mjer til klefa hans. Hafði hann sjeð flug vjelarnar. Hann var nú hræddur um það. „Það eru Húnar, gamli minn. það er eitthvað á ferðinni“. Lestin hafði hægt á sjer og stöðvaðist við litla stöð, Fetsund. Við þyrptumst allir út á braut- arstöðina. Með okkur voru um 300 breskir sjálfboðaliðar, sem höfðu barist í Finnlandi. Þeir voru á leið til Oslo, í von um að fá skip þaðan til Englands. Jeg hefi ekki sjeð þá síðan. Við gengum fram og aftur á' brautarpallinum og horfðum á flugvjelarnar varpa sprengjum á Kjeller-flugvöllinn. Norskar loft- varnabyssur svöruðu árásinni, en skutu langt frá marki. Jeg sá brúna hnoðra hátt í lofti. Jeg flýtti mjer á símastöðina á litlu sveitastöðinni og reyndi að fá samband við Stokkhólm, en samband á öllum línum hafði verið rofið. Jeg spurði stöðvarstjói' ann livað hefði skeð. „Jeg veir það ekki“, svaraði hann. „Þjóð- verjar hafa verið að gera árás á flugvöllinn síðan snemma í morg- un. Þeir eru líka að gera árás á næstu járnbrautarstöð. Allar síma línur hafa verið rofnar“. Eftir að við höfðum dvalið þarna í um tvær klukkustundir og loftárásirnar hjeldu áfram. kom eftirlitsmaður og sagði okkur að fara upp í lestina, sem hjeldi áfram ferð sinni til Oslo. Jeg spurði hann hvað væri á seiði, eu fjekk sama svarið, að hann hefði ekki minstu hugmynd um það. Hartin og jeg fórum inn í klefn okkar. Lestin jók ferðina og um 11 leytið ók le^tin inn á stöðina í Oslo. ★ Hjer var alt á tjá og tundri. Brautarpallarnir voru fullir af fólki. Konur, börn og eldri menn þyrptust inn í lestir sem áttu að fara norður á bóginn eða í áttina til Svíþjóðar. Aðrir sátu á far- angri sínum og biðu eftir að fá rúm í lestum. Fólk var að flýja borgina. Við höfðum sjeð þessa sorglegu sjón of oft í Finnland', til þess að við gætum verið í nokkrum vafa. Eftir að við höfðum olnbogað okkur gegnum mannþröngina. tókst okkur Hartin að ná í leigu- bíl og báðum bílstjórann að aka okkur til gistihúss. Við tókum eft- ir því að göturnar voru auðar skrifstofur og verslanir lokaðar. Yfir höfðum okkar heyrðust drun- urnar í flugvjelum nazista. Við urðum forviða er við kom- um á gistihúsið, að sjá gesti hó- telsins í uppnámi. -Þeir streymdu niður stiga og í lyftum, með far- angur sinn í höndunum og flýttu sjer út úr hótelinu. Skrítnir hlutir voru að ske. Hvorugur okkar gerði sjer þá grein fyrir, hve ástandið var alvarlegt. Jafnvel þótt að Þjóð verjar væru að leggja undir sig Noreg, gat það ekki skeð svo fljótt, að nein hætta væri á ferð um. Við ókváðum að vera urn kyrt í Oslo. Jeg tók mjer herbergi. ljet flvtja farangur minn í herbergið og fór í bað og rakaði mig eftir næturferðina. Á meðan jeg var að raka mig, heyrði jeg vjelbyssu- skothríð. Jeg horfði út uni glugg- ann og sá nazista orustuflugvjel stinga sjer yfir höfnina, vjelbyss- ur vjelarinnar spiiðu eldi. Langt burtu sá jeg 40—50 stórar sprengjuflugvjelar fljúga í hringi yfir borginni. Jeg hraðaði mjer til herbergi Hartins og sagði honunt að jeg ætlaði að skreppa út í skrifstofu norsku frjettastofunnar, til þess að fá að vita hvað um væri að vera. í vasanum var jeg með með ntælabrjef til yfirritstjórans. Jeg flýtti mjer gegnum mann lausar göturnar. Á frjettastofunni var alt í uppnámi. Jeg mætti straum af fólki á tröppunum, sem var með ritvjelar, fjölritara, loft- skeytatæki, jafnvel skrifstofustóla Alt þetta var sett á vörubíl, sent var þarna fyrir framan. Jeg spurði eftir aðalritstjóran- um. „Þjer hittið hann ekki hjer“, sagði ungur skrifstofumaður „Hann er farinn. Get jeg gert eitthvað fyrir yður? Jeg nefnist, yfirmaður hjer núna“. Jeg hjelt það nú. Hvað var eig- inlega uní að vera? „Vitið þjer það ekki. Þjóðverjar hafa gert innrás í Noreg og Oslo er um- kringd. Borgin gefst upp klukkan 1“. Jeg liorfði á klukkkuna mína. hún var 12,30. Jeg sagði honum að jeg hefði verið að koma til bæjarins og yrði að komast út úr landinu eins fljótt og mögulegt væri. „Það er ekki minsta von til þess“, sagði hann. „Borgin er umkringd og þýskir hermenn gæta allra vega. Þeir hafa lent í herflutningaflug- vjelum og á skipum í Oslofirði allan morguninn. Þeir eru að koma inn í bæinn núna. Hamingjan fylgi vður, herra minn“. Flutningabíllinn með öllu hafur- taskinu hjelt af stað og jeg stóð eftir á gangstjettinni. Jeg ákvað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.