Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1941, Qupperneq 8
400
L39BÓK MORÖUNBLAÐSINS
með inismunandi spilareglum
egar minst var á Orðaspilið
hjer á dögunum, var því
aðallega lýst sem góðri og hent-
ugri dægradvöl fyrir börn og ung-
linga. Nú er Orðaspilið komið
notkun um land alt, og reynist
.jafnt fvrir fullorðna sem börn.
Þegar spilinu var lýst, var á
það minst. að spilamenn gætu
breytt reglum spilsins eftir því
sem mönnum þætti henta. Hefi.*
það sýnt sig, að þegar fullorðið
fólk st.vttir sjer stundir með Orða
spilinu, þá getur það þótt hent-
ugra, að hafa reglurnar þannig, að
spilið verði erfiðara en upphaf-
lega var um talað.
Fvrir börn er það hentugast, a;
þátttakendur geti notað hvaða
nafnorð, sem vera skal, til að setja
saman með stöfum sínum.
En vilji menn gera spilið erfið-
ara, þá er t. d. hægt að takmarka
það allavega, hvaða orð megi nota.
T. d. að ákveða að ekki megi
nota nema eiginnöfn, eða ekki
nema nafnorð úr einhverri sjer-
grein, svo sem dýranöfn o. s. frv.
Þá er hægt að breyta reglunum
þannig, að í staðinn fvrir að hver
spilamaður leggi orðin sem hann
setur saman, fyrir framan sig A
spilaborðinu. þá setji sá sem e-
í forhönd eitt orð í borð og sá
næsti hafi þá tækifæri til þess að
setja annað orð í borð, sem hefir
einn staf sameiginlegan við orð
það, sem fyrir er, og setji þá fram
sitt orð, án þess að leggja fram
hinn sameiginlega staf orðanna,
enda þarf hann þá ekki að hafa
þann staf á hendinni.
T. d. ef fyrsti spilamaður legg
ur fram orðið Lesbók. Raðar hann
stöfunum hverjum vfir annan, L
inu efst og hinum stöfunum i
rjettri röð niður eftir. Þá getur
sá næsti sett A framan við L-ið
og ftR aftan við, svo fram komi
orðið ALUR, eða myndað orð sein
á sama hátt má tengja við orðið
Lesbók,, svo sem orðið SEF með
E-inu, ef S og F er á hendi, o.
s. frv. Ennfremur geta spilamenn,
er röðin kemur að þeim, bætt í þau
orð, sem í borði eru, gert „salur1,
úrM,alur“, „stef“ úr sef o. s. frv.
Þegar spilamenn hafa tengt orð
við hvern staf í „Lesbók“ á þenna
hátt, þá leggur næsti spilamaður,
sem á leik, annað stofnorð í stað
hins fyrsta, og þannig koll af
kolli, uns einhver hefir unnið spil-
ið. En þegar Orðaspilið er þyngt
á þenna hátt eða annan, þá má
búast við að stafastokkurinn sem
upprunalega er í borði, gangi upp
áður en einhver spilamanna hefir
losað sig við öll spilin og unnið.
En. þá er stafaspilunum sem safn
ast hafa í þann stokk, er spila-
menn hafa lagt frá sjer, snúið við
og sá stokkur notaður.
Þessi dæmi eru tekiu um til-
brigði sem hægt er að gera í regi
um Orðaspilsins. En þau geta ver-
ið ótal fleiri, og hafa spilamenn
vafalaust fundið margar síðan
Orðaspilið kom í notkun.
„Má jeg spyrja vður um leynd-
ardóm velgengni vðar?“ sagði ung
ur maður við revndan og auðugan
kaupmann.
„Það er ekkert leyndarmál“,
svaraði kaupmaðurinn. „Þú verð-
ur bara að stökkva, þegar t.æki-
færið býðst“.
„En hvernig á jeg að vita, hve-
nær tækifærið býðst?“
„Það er ekki hægt að sjá það;
þú verður *fetöðugt að vera á
hlaupum“.
★
Drukkinn maður gekk eftir göt
unni með annan fótinn á gang-
stjettinni en hinn í rennusteinin
um. Lögregluþjónn gekk á eftir
honum góðan spöl, greip síðan í
öxlina á honum og sagði: „Komdsi
hjerna, lagsi, jeg skal fylgja þjer
heim. Þú ert blindfullur“.
„Guði sje lof“, sagði drukni
maðurinn. „Jeg, hjelt jeg vseri
svona draghaltur“.
Smælki.
Dýrt tóbak í Nýlega barst hing-
Danmörku. að til lands eintak
af danska blaðinu
„Politiken“ frá 15. júní í ár. Það
var nærri 5 mánuði á leiðiuni fri
Höfn. í blaðinu eru tvær grein
ar, sem benda til þess, að tóbaks-
skortur sje mikill í Danmörku
í annari greininni er sagt frá því.
að í Esbjerg hafi hálfur pakki
(10 cigarettur) af „North State“
verið seldur fyrir krónur 12.50, og
í sömu grein er sagt að dæmi sjen
til þess að í sömu borg hafi ei:i
„græn cecil“ cigaretta verið látin
í skiftum fyrir heilan humar.
„North State“ og „Cecil“ cigar-
ettur voru fyrir stríð ódýrustu
cigaretturnar í Danmörku, kost-
uðti innan við eina krónu 20 stvkk
in.
Hin greinin segir frá því að
í Horsens hafi verið ákveðið að
hafa tvo „tóbakslausa daga í
viku“. Það er að tóbaksbúðum
verður lokað á mánudögum og
fimtudögum. Aðra daga er
öllum tóbaksbúðum lokað klukk-
an 6 e. h.
★
Þegar lokið var við töku kvik-
myndarinnar „Bill of diverce
ment“ snjeri Katharine Hepurri
sjer að meðleikara sínum, John
Barrymore. og sagði: „Guði sje
lof að jeg þarf ekki að leika oftar
með yður“.
„Hvað hevri jeg“, sagði Barrjr
more. „Jeg vissi ekki, að þjer
hefðuð nokkru sinni gert það‘.
★
Negri nokkur var að útskýra
fyrir vini sínum hvað ræðumenska
væri, og sagði: „Ef þú segir að
svart sje hvíft, þá er það slúður.
En ef þú segir svart er hvítt,
öskrar eins og naut og berð í
borðið, þá cr það ræðumenska“.
★
Lítill drengur útskýrði óþolin
mæði á þenna hátt: „Það er mað
ur, sem er að flýta sjer að bíða‘ .
* .
★
Galdurinn við kurteist samtal er
að opna aldrei munninn nema
þegar maður hefir ekkert að
segja