Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1941, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1941, Qupperneq 1
jjFBorðnnWaíJsius 48. tölnblað. Sunnudagur 7. desember 1941. XVI. árgangur. ÍM(»liUi»iMnil|* U SJERA JOH SVEINSSON (HONNI) Eftir Bjarna Jónsson frá Unnarholti 17 œri jeg spurður, hvern ís- * lendinga jeg teldi víðförlast an og víðkunnastan fyr og síð- ar, myndi jeg svara: „Nonna“, þ. e. katólska prestinn Jón Sveins- son. Ekki ætla jeg að reyna að rökstyðja þessa ætlun mína, en í stað þess ætla jeg að birta fá- eina kafla úr síðustu brjefum hans til hálfsystur hans, frú Krist- ínar Guðmundsdóttur í Flatey, sem er enn á lífi, rúmlega níræð og óvenjulega ern eftir aldri. Er þetta gert með vilja hennar og vitund. Hafa þau systkin lítt ver- ið samvistum. um dagana, en eigi að síður kepst um að sýna hvort örðu þá ræktarsemi og ástúð, sem best má vera meðal systkina. Brjef sjern Jóns til systur han* eru að mestu skrifuð á dönsku, sem hann segir að sjer sje orðin tamari en íslenskan. Þó bregður hann henni fyrir sig oft og ein- att, einkum í upphafi brjefanna, og má það furðu gegna, hve lítið ber á málvillum hjá honum, þeg- ar þess er gætt, að hann hefir, eins og kunnugt er, alið mest- allan aldur sinn fjarri ættjörð sinni og sjaldan átt þess kost að umgangast landa sína að stað- aldri. Árið 1930 kom hann heiin til íslands; dvaldi -hann þá.hjer heima að sumarlagi nokkrar vik- nr, og má vera a.ð hann hafi þá talað íslensku að mestu og rifjað upp það. sejn hann kunni áður Sjera Jón Sveinsson. í málinu. — Þá nm sumarið v'ar hann gerður heiðursborgari Ak- ureyrar. Vegna lesend’ahna hef jeg snú- ið brjefköflum þeim, sem hjer fara á eftir, á íslhnsku, því ekki munu allir íslendingar skilja dönsku, þó kend hafi verið um langt skeið í flestum skólum lands ins. Fyrsta brjef „Nonna“, sem hjer kemur til greina, ér skrifað í Pdrís, 15. ágúst 1924. Hann barm- ar sjer yfir því, að líklega verði ekkert úr íslandsferð sinni, sem hann þó hafi hlakkað svo til. og segir svo: , .-,,Jeg samgleðst þjer vfir því. að þú hefir náð svo háum aldri og nýtur fullrar heilsu. Langlífi er algengt í ætt okkar. Mamma okkar skrifaði mjer eitt sinn, að flestir ættfeður okkar hefðu kom- ist yfir áttrætt. Jeg er nú ekki nema 67 ára. — Fyrir fáum dög um fór jeg til læknis hjerna í París, sem er mikils metinn, og Ijet hann mæla blóðþrýstinginn. Hann trúði mjer fyrir því, að jeg mundi lifa 20 ár enn. — Jeg efast nú samt um það. Guð má ráða því“. „Jeg var í 3 mánuði í Róma- borg, þessum undurfagra og tign- arlega bæ, áður en jeg hvarf hingað til París, en auk þess ferðaðist jeg um endilanga Ítalíu frá norðri til suðurs og dvaldi þá nokkra daga í Napoli. Skamt frá þéssum bæ er eldfjallið Vesuvius, sem viðstöðulaust spýr upp úr sjer reykjarmekki, nótt og nýtan dag. Þangað fór jeg í enskri járn- brautarlest og stiklaði, ásamt ítölskum fylgdarmanni, nokkrar álnir niður í gíginn. Það ér hættu- laust og mjög tilkomumikið. — Þaðan fór jeg svo til rómversku bæjanna Pompeji og Herkulanum, sem grófust undir glóandi öskunni tir Vesuvius fyrir nærfelt 2000 árum. Mestur hluti bæjanna hefir nú verið grafinn upp og þarna reikaði jeg um stund, milli gömlu húsanna, eftir æfagömlum götum Alt lítur út eins og það var, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.