Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
421
-m~r-sr
Loftards d Dýskaland í björtu
Ein af stœrstu loftárásum. sem Bretar hafa gert á Þýska-
land í björtu, var árásin á Knapsack-rafmagnsstöðina hjá
Köln þann 12. ágúst s. 1. Knapsack-stöðin veitir rafmagni til
margra helstu iönaðarborganna í Ruhr-hjeraði. 54 Blenheim
sprengjuflugvjelar tóku þátt í árásinni. 42 komu heim aftur.
Höfundur þessarar greinar er ungur, írskur flugsveitarforingi.
Samkvœmt reglum í breska flughernum er nafn hans ekki birt.
— *«• -O
Knapsack rafmagnsstöðin hjá Köln. Myndin tekin úr breskri flug-
vjel. Dökku deplarnir í loftinu eru loftvarnaskot. Eldar hafa kvikn
að í verksmiðjum.
VIÐ vissum að eitthvað mikið
var á seiði, vegna þess, að
við höfðum ekki verið sendir í
leiðangra í nokkra daga, en það
er jafnan merki þess, að eitthvað
sje í uppsiglingu. Yfirmennirnir
töluðu einnig um þetta. Við
bjuggumst einna helst við að það
vœri loftárás í björtu á einhverja
borg langt inni í Þýskalandi. Það
reyndist rjett vera, en þó jafnvei
verra en við höfðum búist við —
það var ein af þessum sjálfsmorðs
ferðum, sem engum er neitt sjer-
staklega um.
Við komum saman í fundasaln-
um á þriðjudagsmorgni til að
taka við fyrirskipunum. Foring-
inn sagði að hlutverk okkar væri
að eyðileggja Knapsack-rafmagns-
stöðina, fyrir norðan Köln, og sem
er 150 mílur innan óvina land-
svæðis. Við áttum að fljúga lágt
alla leiðina og eins lágt og mögu-
legt væri, þegar við kæmum yfi;-
áfangastaðinn. Sprengjur okkar
vorn þannig útbúnar, að þær
sprungu ekki alveg strax og þær
komu niður. Að fljúga lágt, þýddi
það, að við áttum að vera í 10
til 20 feta hæð og tímasprengjurn
ar eru vanalega þannig útbúnar.
að þær springa rjett á eftir að
þær koma niður, svo að aðeins
gefst tími til að forða sjer. Ef
flogið er í hóp, er mjög líklegt
að seinni flugvjelarnar í hópnum
verði fyrir loftþrýstingnum frá
sprengjum þeirra flugvjela. er á
undan eru. Þetta var ekki neitt
skemtiverkefni, en það sýnir best,
að það eru ekki flugmennirnir
sjálfir, sem ráða því, hvert þeir
fara. Flugmaðurinn verður að
hlýða.
★
„Þrjátíu og sex flugvjelar fara
hjeðan“, sagði foringinn, „og sum
ar ættu altaf að hafa það af“.
Hann varaði okkur við að merkja
leiðina, sem fara átti, á landa-
brjefin okkar, því ef einhver okk-
ar yrði skotinn niður yfir Hol-
landi, myndi alt vera komið upp
um árásina áður en við væruni
komnir á áfangastaðinu.
Við lögðum af stað kl. 9,15 og
flugum þrír og þrír hlið við hlið.
Jeg stjórnaði sveit 24 flugvjela.
Þetta var heiðskír dagur og ekki
skýhnoðri á lofti. Þegar við lögð-
um út yfir Ermarsund, bættust
„Whirlwind“-orustuflugvjelar í
hópinn. Þær áttu að fylgja okkur
}Tir sundið og inn yfir Holland.
Við flugum áfram nokkur fer
yfir sjávarmáli — rjett strukumst
við öldutoppana. Það er erfitt
fyrir verði á jörðu niðri að sjá
flugvjelar, sem rjett strjúkast með
sjónum. Við sögðum hver öðrum
skrítlur í einkasímum flugvjei-
anna. Skygnismaðurinn minn var
altaf að kalla til míu: „Þú bleytir
á þjer vængina, laxi“. Og annar
flugmaður stóð á því fastar en
fótunum, að hann hefði veitt fisk
með spaða flugvjelar sinnar. Jeg
skal bæta því við, að þegar við
komuni heim, kom í ljós, að tveir
máfar höfðu fests í vjel einnar
flugvjelarinnar. Hollendingar hafa
vafalaust sagt: „Tveir af máfum
okkar eru ekki komnir aftur til
bækistöðva sinna“.
Við flugum inn vfir Holland
fyrir norðan Antverpen og flug-
um svo lágt, að við nærri snertum
símastaura og hús. .Einn náungi
lenti á rafmagns háspennulínu og
fjell til jarðar. Fjárans óham-
ingja. En þegar frá er skilin