Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1941, Side 7
LE8BÓK MORGUNBLAÐSTNm
423
FLOGIÐ NIÐUR f
GRJÓTNÁMSGJÁ.
EGAR hjer var komið, var
loftið fult af loftvarnaakot-
um. því Þjóðverjarnir höfðu sett
alt, sem þeir gátu nefnt bvssur, í
gang. Um leið og jeg beygði til
hœgri, til að komast út úr loft-
varnahríðinui, sá jeg að flugvjei
nr. 2 í minni flugsveit hrapaði
niður i ljósum loga, en svo vi'rt-
ist, sem flugmaðurinn hefði þó
enn stjórn á vjelinni. Við fund-
um vjelina okkar kippast við, er
loftvarnakúlnabrot hittu hana.
Bakskyttan mín fjekk kúlubrot
í höfuðið, en til allrar liamingju
var hann með stálhjálminn sinn á
höfðinu og kom dæld í hann, til
minningar um ferðina. En nú var
komin ringulreið á sveit mína og
hver hugsaði um sig. Flugvjel nr.
3 var líka horfin.
Skygnismaður minn, sem var aó
reyna að taka myndir, hrópaði
til mín að aðrar tvær Me. stefndu
á okkur. Við vorum yfir gríðar-
mikilli sandgryfju eða grjótnáms-
gjá og jeg tók alla sveit mína,
eða það, sem eftir var af henni,
ofan í þessa gjá. Við vorum minsta
kosti 30 fet undir yfirborði jarð-
ar — sennilega það lægsta, sem
nokkur flugvjel hefir flogið. En
við ljekum á Þjóðverjana, og er
við komum upp aftur, voru þeir
horfnir. .Jeg revndi að koma skipu
lagi á sveitina aftur, til þess að
safna saman sem mestu af byssum
í' einn hóp og tókst loks að ná
saman sex vjelum. Ein flugvjel-
anna hvarf frá sveitinni, senni-
lega vegna vjelbilunar og við sá-
um eina Me. ráðast á hann. Hann
lenti prýðilega „magalendingu“ í
lundi einum. („Magalendingu*'
kalla breskir flugmenn, er þeir
lenda á skrokk vjelarinnar, en
geta ekki einhverra hluta vegna,
notað hjólin). Síðan rjeð-
ist Me. vjelin á okkur. Bakskytt-
an mín gat ekki miðað á hana
vegna þess að hún flaug beint
fyrir aftan okkur, og ef okkar
maður hefði skotið, hefði hann
hitt beint í stjelið á sinni eigin
vjel. Vjelin við hliðina á mjer
var í vanda stödd, vegna þess að
sjálfvirka kerfið hennar var
bilað og gat skytta hennar ekki
hreyft skotturninn. Jeg ljet vjel
okkar falla til hliðar, til að ná
betra skotfæri og skyttan mín hóf
skothríð. Einnig var skotið frá
öðrum flugvjelum. Við sáum Þjóð-
verjann hrapa til jarðar.
Við vorum nú komnir svo lágt,
að jeg heyrði skygnismann minn
hrópa, og mjer tókst að halla
vjelinni og forða því á síðasta
augnabliki, að stjórnborðs væng
urinn okkar lenti á kirkjuturni,
en við það að hallast, lenti hak-
borðsvængurinn á trjetoppi. og
mjer datt ekki annað í hug en að
við myndum lenda á torgi í smá-
þorpi einu. En vjelin rjetti sitr
aftnr í tæka tíð. Það var hepni', aö
við höfðum losað okkur við
sprengjurnar.
Er við komum nær ströndinni á
bakaleið, hurfu Me. orustuflug-
vjelarnar frá okkur aftur og við
sameinuðumst stórri sveit Blen-
heim flugvjela. Fyrir ofan okkur
komum við auga á stóra Ju. 52,
þýska flutningaflugvjel, sem var á
hægu flugi. Flugmaðurinn í henni
vissi augsýnilega ekkert um okk-
ur fyrir neðan sig. Við beygðum
allir upp og allir skutu á hana.
Seinast sáum við til hennar þar
sem hún hvarf niður í skóg. Jeg
þori að veðja að Jerry hafði ekki
hugmynd um hvaðan skotin á
hann komu.
★
Fyrir utan Hollandsstrendur
lentum við í viðureign, sem átti
sjer stað milli Me. orustuflugvjela
og „Whirlwind“ vjela, sem höfðu
verið sendar til móts við okkur.
Þjóðverjarnir höfðu augsýnilega
verið sendir til að ráðast á okkur.
Það virtist svo, sem okkar or-
ustuflugvjelar stæðu sig vel, því
það kom aðeins ein Me. til árásar
á okkur. Hann rjeðist á fremstu
sveitina frá hlið og í fvrstu skot
hríðinni frá honum hrapaði ein
af okkar flugvjelum í sjóinn, en
þeir okkar, sem eftir fylgdu, skutu
Me. vjelina niður hjer um bil á
sama augnabliki, svo báðar flug-
vjelarnar fjellu í sjóinn rjett hjá
hvor annari, svo að segja á sama
tíma. Það var sannarlega ánægju-
legt fyrir okktir að sjá, að „Whirl
wind“ vjelarnar tóku að sjer að
afgreiða Me. vjelarnar. Við höfð-(
um búist við átökum við Hollands
strendur, en okkur hlakkaði sann-
arlega ekki neitt til þess.
Yfir Norðursjónum lentum við
í mikilli rigningu, sem varð okkur
einskonar hlíf. Það varð til þess
að við gátum safnast saman á ný.
Er við komum heim, sáum við að
mikill mannfjöldi beið okkar.
Jafnvel vegirnir, sem lágu að flug
vellinum voru þaktir fólki. Það
var eins og á flugsýningu á frið-
artímum. Sennilega hefir fólkið
orðið vart við, er við lögðum af
stað og getið sjer til að eitthvað
væri á seiði. Við hjeldum þarna
ágæta sýningu fyrir áhorfeudur
okkar, vegna þess að sumir pilt-
anna höfðu orðið fyrir því að
hjólin voru skotin undan flug-
vjelum þeirra, eða ólag var á, svo
ekki var hægt að lenda á þeim.
Það voru því nokkrir, sem þurftu
að lenda „magalendingu“, sem
sýnist vera hættuleg, en er það
þó ekki, ef alt er í lagí með vængi
og stjel. Síðasta flugvjelin okkar
kom heim kl. 13.13. Flestir okkar
voru dálítið utan við sig fyrstu
klukkutímana á eftir. Það var
einna líkast því að hafa „timbur-
menn“. Á leiðinni höfðum við ekki
tíma til að hugsa mikið um ferða-
lagið — altof fjárans uppteknir.
Nú er ástæðulaust að hugsa um
það. Þetta var í raun og veru
ekki neitt sjerstakt.
— Hjerna eru skórnir þínir,
pabbi minn. Jeg reimaði þá fyrir
þig, því jeg sá hvað þú ert mikið
að flýta þjer!
★
— Ef jeg mætti ráða, væru 265
frídagar á ári.
— Ertu frá þjer maður — þá
væri unnið fjórða hvert ár.
★
—• Jeg hafði einu sinni dverg
í vinnu hjá mjer. Það var nú sann-
kallaður dvergur. Þegar hann
fjekk líkþorn á tærnar, hjelt hann
að hann væri með höfuðverk.
★
Þegar Nevil biskup var gerður
að erkibiskup í Kantaraborg, árið
1467. var haldin veisla mikil og
skorti þar ekki fæðu. Alls voru
jetin 1000 lömb, 2000 svín, 12
hnísur og 12 selir.