Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 123 ao skjálfa og brosti sællega. Þá segir hann snögglega alvörugef- lnn: „Guðmundur, mjer er orðið "t, jeg er að fá óráð,--------mjer er ilt í höfðinu — mjer finst jeg vera að bólgna allur á höndum og íotum". Skömmu seinna var sá "*gláti og þegjandi maður farinn &ð syngja ,,slagara" og „úr allri hættu". I annað sinn, er tjöld vor rifn nðu á þessum slóðum, var Luise Ullrich með í förinni. Upp við há jökulinn í 36 tíma ofsahríð urð- um við að dvelja 4 í 2ja manna tjaldi eftir að aðaltjaldið rifnaði. í*6 var rúm til að elda margrjett aðan afmælisveislukost í tjaldinu, enda stóð gildið alla nóttina og «ö hádegis næsta dag, en þá var komið fagurt veður. Slíkar hugsanir heimsækja mig, er jeg hlusta á veðurgnýinn á þak- lnu. Kl. 5 um morguninn koma 2 ^enn fannbarðir í skálann. Tjald Peirra er rifið, en farangur ó- skemdur. Kl. 7 koma aðrir tjald- "úar úr tjaldi nr. 2, en þriðja tialdið hefir skemst lítilsháttar af skarafoki. Til þess að Ijetta á skálanum byrjum við því að grafa snjóhús ofan í hjarnið norðan við s«álann. Veðurhæðin er ennþá 'nikil og snjóborgirnar, sem við °ygðum um kvöldið, hafa eigi staðist skarafokið og veðurofs- ann, samskeytin milli snjóköggl- anna opnast og áveðurshliðin jest TlPp af ísplötum og skara, er sífelt ^ynur á húsunum. Hvelfingar grafnar í hjarnið eru öruggar vistarverur. Við höf- Jlni sjerstök tæki til að grafa þær lrin í hengju, svo að gólfið er lág- ísabrot viS GoSastoin. Snjóhengjur á Draumadal. rjett, íssagir, íshakar og stungu- skóflur ganga mann frá manni. Verkfræðingar og hagleiksmenu mynda hvelfingar, er hvíla á súl- um, í veggjunum eru auk þess skápar og skot fyrir hvaðeina. Nú tók að kólna í veðri, mælirinn sýndi ¦?¦ 19 stig og var því kulda- legt um að litast hjá snjóhúsabú- um. Voru þær vistarverur því kall aðar Norðurvígstöðvar eða Mur- mansk. 9 stúlkur bygðu sína eigin hvelfingu, og er það ábyggilegn fyrsta snyrtistofa, sem gerð hefir verið á íslandsjöklum. Kölluðum við þar Donetsvígstöðvar, en tjald- biíðirnar Staraya Russa, sökum þess að þær yoru mest aðþrengd- ar, en hinsvegar vildu kappar þar eigi gefast upp. Við Krímbúar í skálanum olíu- litlir og kolalausir, tókum þó við þeim. er gáfust upp á öðrum stöðvum. Laugardag fyrir páska var fag- urt um að litast, er út var komið um nóttina. Má gera ráð fyrir að frostið lvafi komist upp í 25— 27 stig, því kl. 7V2 var~20 stiga frost. Nú var fólk árla á fótum, því völ var á margháttuðum ferðalög- um um jöklana. Vigfíis Sigurgeirsson hafði nóg að starfa við kvikmyndatökur, enda ljetu ,,stjörnurnar" eigi standa á sjer. Þarna voru ýrvals- kappar úr ýmsum íþróttaf jelöguin og meyjaval. Um daginn var farið um Goðalandsjökla og Heljar- kamb, enginn taldi eftir sjer að gína yfir 300 metra hengiflugi eða.renna sjer á glerhörðum skara 400 metra snarbratt ofan að upp- tökum Skógár fyrir Vigfús. A gígasvæðinu austanvert við skál- ann var fljúgandi færi, laus mjöll á harðfenni. Um miðjan dag opnaðist útsýn- ið til norðurs og Tindafjalla, Torfa- og Kaldaklofsjökull blik- uðum við sjóndeildarhring, var nú alt andstreymi og hrakningar úr sögunni. Hátíðisdagarnir voru skínandi bjartir. Sumir notuðu þá tækifær- ið til að ganga á Mýrdals- og Eyjaf jallajökul, en aðrir 'voru að basla í hengjum og jökulgjám fyr- ir filmuna með ísaxir, línur, 8- ydda brodda, ísfleina og öryggis- lása. Kappar þessir a la Trenker Pramh. á bls. 126.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.