Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 125 rtieð geysiháum járnsúlum og járnbogum, en þakið var úr járni og gleri og kom öll birta að ofan. Allt í kring voru útbyggingar í tveim hæðum og var þar sýndur allskonar iðnaður forn og nýr. Annars voru allir sýningarskál- arnir í líkum stíl og hvítkalkaðir að utan. Var sýningarhverfið stundum nefnt hvlta borgin, því að í sterku sólskini urðu menn iðulega að ganga með dökk gler- augu til þess að fá ekki ofbirtu í augun. Svo að jeg víki aftur að því að lýsa húsaskipun á sýningarsvæð- inu, þá var þar mjög reglulega bygt og öllu skift í ferhyrnda reiti með langgötum (avenues) austur og vestur og þverstrætum frá suðri til norðurs. Auk stóru skálanna voru ýms smáhýsi með ca. 3—4 metra háum timbur- veggjum. Jeg giska á að skálinn, sem Danir höfðu, hafi verið 12— 15 metrar á hvern veg, með tveim ur dyrum á suður- og norðurhlið. Heiðurssætið í skálanum skipaði Flateyjarbók. Reyndar var það aðeins ljósmynduð eftirlíking af henni, því að handritið fjekst ekki flutt vestur. En hún var undir gleri í lespúlti á miðju gólfi og slegið upp þar sem getið var um vesturferðir og fund Vín- lands. Að austanverðu í skálan- um var fjöldi af brúðum, til að sýna þjóðbúninga í hinum ýmsu hlutum Danaveldis. Þar á meðal var þjóðbúningurinn íslenski. Að vestanverðu var ýmiskonar smá- iðnaður. Bæði suðurhornin voru afskorin og opin. I öðru þeirra var brjóstmynd af Albert Thor- valdsen og fáeinir munir, sem hann kom með frá Italíu, svo sem úrið hans, skammbyssa og mó- rauði hattkúfurinn, sem hann hjelt svo mikilli trygð við. Hitt hornið var helgað skáldinu H. C Andersen. Þar var brjóstmynd af honum og æfintýri hans í tuttugu þýðingum, meðal annars íslenska þýðingin. Á vesturveggnum að utan var stór mynd af dönskum víkingum við strandhögg, en að austan mynd af Geysi og var letr- að neðan undir með stóru letri: p ttf dönsku eyjunni íslandi, heim kynni hinna fyrstu landnema Ameriku. Jeg vil geta þess, þó að nauða- ómerkilegt sje, að á landbúnaðar- sýningunni dönsku var úttroðin dönsk belja og spent á hana mjaltatæki. Sú uppfynding var þá í uppsiglingu hjá Dönum. En á veggnum hjengu ýmsar smá- myndir, líklega til að skemta kussu. Þar rak jeg augun í gaml- an kunningja, mynd, sem jeg hafði sjeð, þegar jeg var ungling- ur, í einhverri danskri ferðasögu. Hún var af könu í ferðafötum, og stóð hún upp við húsvegg, víst einhvern torfkumbaldann suður í Fjörunni á Akureyri. Undir myndinni stóð: Frá Akureyri. Aldrei botnaði jeg í því, hvers vegna Danir sendu mynd þessa á heimssýninguna. FYRIRLESTUR UM ÍSLAND Einn dag sáum við Jón auglýst, að íslensk frú ætlaði að halda fyrirlestur um heimilislíf á ís- landi. Frú þessi var Sigríður, kona Eiríks Magnússonar bóka- varðar í Cambridge. Vitanlega fórum við þangað. Fyrirlesturinn var haldinn í kvennahöllinni, sem var all veg- leg bygging. Fyrir framan þenn- an skála stóð risavaxin stand- mynd af Leifi heppna, broncelit- uð. Það var nákvæm eftirmynd af myndastyttunni af Leifi, sem stendur í Boston, en þá mynd hafði amerísk listakona gert og þess vegna mun Leifur hafa ver- ið á vegum kvenfólksins. Ekki var gerð grein fyrir líkneskjunni á annan hátt en þann að um ökl- ann var bundið pappaspjald og á það skrifað: „Leif Ericson". Mjer virtist að þessi stytta og aðrar eftirlíkingar, sem þarna höfðu verið settar upp, til að standa aðeins sumarlangt mundu hafa verið þannig gerðar að grindin á þeim hafi verið gerð af trje og gipsað yfir. Á neðri hæð kvennahallarinn- ar var ýmislegt, sem ekki var op- ið fyrir almenning, svo sem ung- barnaheimili: „Kindergarten". Þó mátti sjá þangað inn um ör- lítinn skjá. Uppi á lofti skálans var stór fyrirlestrarsalur með „senu" eins og í leikhúsi, og ódýr- um trjestólum, líkum þeim sem hjer fengust oft í verslunum, til að sitja á. Þegar við komum inn í fyrir- lestrasalinn var ensk stúlka að flytja fyrirlestur um ferðalög á Spáni. Ekki virtist hún fá veru- lega góða áheyrn, enda var um- gangur mikill í salnum og skurk- í stólum. En þegar frú Sigríður kom fram á senuna í íslenskum skautbúningi með sauðskinnsskó á fótunum sló öllu í dúnalogn. Fjekk hún ágætt hljóð, meðan hún talaði. Enda var fyrirlestur- inn skörulega fluttur og af mikl- um þróttL Annað mál var það, að sumt sem hún sagði var bland- að málum og gat valdið misskiln- ingi. Sagði hún meðal annars, að á Islandi væri engir skósmiðir nema konur! Þegar voraði færi fólkið úr landi út í eyjarnar í kring til að safna æðadún og eggjum. Aðeins tveir lögreglu- þjónar væru á öllu landinu, ann- ar í Reykjavík en hinn á Akur- eyri. Aldrei hefðu þeir neitt að gera, nema á sumrin, þegar út- lendingar væru þar, því að Is- lendingar sjálfir væru allra þjóða meinlausastir. Þá sagði hún, að í Reykjavík væri latínuskóli fyr- ir pilta, en stúlkurnar væri hörmulega afskiptar með alla menntun. En nú væri hún að berjast fyrir því að koma upp góðum kvennaskóla í Reykjavík. Sagði hún að til þess vantaði sig fje og kvaðst með þakklæti taka á móti samskotum í því skyni og gaf þá upp heimilsfang sitt á einu stærsta og dýrasta hóteli borgarinnar. Að fyrirlestrinum loknum heilsuðum við Jón frúnni á góðri og gildri íslensku, en hún bauð okkur til sín upp á pallinn og vorum við þar skoðaðir í krók og kring af forvitnum mannf jöldan- um, sem þarna fjekk að sjá lif- andi sýnishorn af þessari kyn- legu þjóð, norður í höfum. Frúin afsakaði það við okkur, að eitt- hvað kynni að hafa skolast í sjer staðreyndirnar, því að hún hefði mestmegnis byggt á endurminn- ingum sínum frá því að hún var telpa hjá foreldrum sínum heima í Vatnsdal á Islandi. Nú fór hún með okkur til að sýna okkur ofurlitla íslenska

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.