Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1942, Blaðsíða 4
156 LE8BÓK M0RGUNBLAÐ8INB Starf norsku stjórnarinnar í London að var 10. júní 1940, sem Hákon konungur, Olav krón- prins og norska stjórnin komu til London, og það leið ekki á löngu þangað til hin borgaralega mið- stjórn fór að taka til starfa. Byrj unin var smávaxin. Af hinum eig inlegu starfsmönnum ráðuneyt- anna í Osló höfðu aðeins 8 farið með stjóminm til Englands. Þar við bættust nokkrir starfsmenn frá utanríkisráðuneytinu, sem höfðu komist undan til Englands, meðan á styrjöldinni í Noregi stóð. Ennfremur nokkrir starfs- menn, sem höfðu gengið í þjón- ustu ráðuneytanna, meðan stríð- ið var háð og sem fóru með stjórn inni til Bretlands. En innan viku eftir komuna til London höfðu ráð herrar stjómarinnar og hið fá- menna starfslið þeirra komið sjer fyrir á skrifstofum í City í Lon- don. Og ávallt kom nýtt fólk, sem bauð sig fram til starfa á stjóm- arskrifstofunum. Jafnframt var afgreiðsla ýmsra sjermála aðskil- in frá hinni eiginlegu miðstjórn og voru sjerstakar skrifstofur stofnaðar í þessum tilgangi, og vinna þær samkvæmt reglum, sem stjórnin hefir sett. Haustið 1940 var svo komið að skrifstofurnar í City voru „sprungnar“ í tvöfaldri merkingu reyndar, því að sprengjur Þjóð- verja stöðvuðu líka starf þeirra, því að allir gluggar brotnuðu í húsinu, auk þess sem húsnæðið var orðið of lítið. En starfinu var haldið áfram með auknum hraða eftir að stjórnin fluttist í nýjar og stærri stjórnarráðsskrifstof- ur í Kingston House, andspænis Hyde Park.----------- Norska utanríÉisráðuneytið annast enri málefni Noregs gagn- vart öðrum þjóðum og stjómar víðtæku utanríkismálastarfsliði norsku sendisveitanna og ræðis- mannaskrifstofanna. Verslunar- málaráðuneytið annast fjölda mála, sem varða sjómannAstjett- ina — sjómannaheimili, lestrar- stofur og ráðningarstofur hafa verið settar upp í ýmsum hafn- arborgum. Sama ráðuneyti hefir og með höndum rekstur Greiðslu- og skattastofunnar, sem tekur við þeim hluta af kaupi sjómanna, sem á að ganga til fjölskyldna þeirra, svo og sköttum þeirra og skyldum. Ennfremur rekur ráðu- neytið upplýsingapkrifstofuna, sem leiðbeinir Norðmönnum í London, einkum aðkomumönn- um. önnur störf varðandi hagsmuni sjómanna heyra undir fjelags- málaráðuneytið. Sjúkrahús og hvíldarheimili fyrir sjómenn og aðra Norðmenn hafa verið stofn uð bæði í Bretlandi og í Canada. Kirkju- og kennslumálastjórnin nefir gefið út orðabækur og hald- ið námsskeið í ensku, og ennfrem ur hefir hún tekið að sjer af- greiðslu þeirra mála, er úrlausn- ar þurftu við það, að sjómanna- kirkjurnar norsku mistu samband við aðalstjórn sjómannatrúboðs- ins eftir hernámið hinn 9. apríl. Stjórn norska ríkisútvarpsins heyrir líka undir kirkjumálaráðu- neytið. í samvinnu við British Broadcasting Corporation hafa starfsmenn norska útvarpsins haldið uppi norsku útvarpi frá London, sem flestir munu kann- ast við. í sambandi við norska útvarpið starfar Upplýsingaskrifstofa stjórnarinnar, sem komið hefir verið á fót undir stjórn forsætis- ráðherrans. Starf hennar er tví- þætt, sumpart að sjá ensku blöð- unum fyrir frjettum af hinni á- framhaldandi baráttu Noregs, og sumpart að annast upplýsinga- starfsemi til handa Norðmönnum utan Noregs. I síðarnefndum til- gangi gefur stofan út blaðið „Norsk Tidend", sem m. a. er sent ölium norskum skipum á heims- höfunum. Helstu mál varðandi siglingarn ar ganga um hendur birgðamála- ráðuneytisins, sem jafnframt hef ir því hlutverki að sinna að safna iauðsynjum handa norsku þjóð- inni, sem sjeu til taks undir eins cg tækifæri gefst, til að koma þeim til Noregs. Dómsmálaráðuneytið hefir etnnig nóg að starfa. Það eru mörg mál, sem lúta að hinni kom- andi endurskipun laga og rjettar í Noregi. Undir dómsmálaráðu- neytið teljast ennfremur hinir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.