Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Blaðsíða 1
hék IV. tölublað. 3Mor®nwMábmm8 Sunnudagur 14. júní 1942. XVII. árgangur. I I II 1 I t|l M, Æfiatriði Maríu Grubbe }a/spriíin oa fenumannsKonan Kafli úr grein eftir Fr. Nygaard tj* lestir kannast við Maríu Grubbe. Danska skáldið J. • • Jacobsen saradi um hana mestu s«áldsögu sína, hið merkilegasta verk. Jónas Guðlaugsson þýddi þá "ók á íslensku fyrir rúmlega 30 arum. I>ar er rakin hin furðulega ^fisaga þessarar konu í aðaldrátt- Uln, þó sögulegum heimildum sje ekki fylgt nákvœmlega. Hjer er útdráttur úr grein um nin sannsögulegu æfiatriði Maríu Grubbe, eins og þau hafa geymst 1 gömlum skjölum og brjefum. • María Grubbe ólst upp með íoður sínum, aðalsmanninum Erik Grubbe á herragarðinum Tjele á Jótlandi. Hún var fædd árið 1643, ei> 17 ára gömul giftist hún Ulrik ^riðrik Gyldenlöve. Gyldenlöve þessi var launsonur Friðriks III. og Margrjetar Pape. Hann var glæsimenni að vallar- sýn, og gæfan hafði leikið við nann. Um tvítugt hafði hann feng- J* mikil mannaforráð og var hon- ^m jafnvel eignaður heiðurinn af sigri yfir her Svía við Nyborg ár- lo" 1658. Regitze Grubbe, er áður hafði verið gift Hans Ulrik Gyld- enlöve, syni Kristjáns IV:, hafði' tekið sjer fyrir hendur að kynna Pau Maríu og Gyldenlöwe og koma þeim í hjónaband, enda munu þau í bráð hafa felt hugi saman. En á þeim árum voru það ekki síður metorð og fje, sem til greina kom, þegar um hjónabönd var að ræða. María fjekk mikinn heim- anmund, 12.000 dali, og konung- ur gaf hjónunum Kalö „góss og ljen" og Gyldenlöwe gaf hjóna'- bandinu glansinn af konunglegri ætt sinni. • Gyldenlöwe hafði áður verið leynilega giftur Soffíu Urne. Þ. 16. des. 1660 gefur konungur út tilskipun um, að því hjónabandi sje slitið. Og þá halda þau brúð- kaup sitt María og Gyldenlöwe. Konungur yrkir til þeirra brúð- kaupskvæði. Að vísu ekki háfleygt að efni. En viðleitnin sýndi vilj- ann. Er kvæðið á þýsku, prentað á dýrt silki. Brátt kom í ljós, að hin ungu hjón áttu ekki lund saman. Gyld- enlöwe hafði kynst kvenmanni á veitingahúsi, Karen Fiol að nafni. Hann leitaði hugsvölunar hjá henni. En svili Gyldenlöwe, Styge Höeg, sem var landsdómari á Láland-Falstri, var kvennamað- ur mikill og komst brátt í vin- fengi við Maríu. Gyldenlöwe reyndist ekki sjer- lega heimiliselskur. Arið eftir bráðkaupið fjekk hann leyfi kon- ungs til þess að fara í langferð. Hann fór til Hollands, Frakklands og Spánar og er sagt, að hann hafi unað sjer vel í sollinum við hirðlíf þessara landa. Árið 1663 kom hann heim, en var nokkrum mánuðum síðar útnefndur sem ríkisstjóri Noregs, með bústað í Akershúsi. Konan fór með hon- um, og ári seinna er þess getið, að hún hafi verið á ferð með honum í Þrándheimi. En hjóna- band þeirra var gleðisnautt. Árið 1666 var hann útnefndur yfirhers- höfðingi Noregs. Gerði hann sjer oft ferð til Hafnar og skemti sjer vel í þeim ferðum. Vorið 1668 varð hann hættulega veikur. En , frægur læknir frá Amsterdam, Boni að nafni, fjekk læknað hann. Boni var „gullgerðarmaður". H^fði konungur hann við hirð sína til að stunda „gullgerðar- list". Er Gyldenlöwe hafði náð heilsu, sendi hann konu sína Maríu yfir til Jótlands til Eiríks föður henn- ar á Tjele, „og það á einu af mín- um eigin skipum", sagði gamli maðurinn í brjefi Um sama leyti var svili Gyld- enlöwe, Styge Hoeg, gerður land- rækur. Eins og komist er að orði í gömlu skjali: „Meður því að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.