Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Blaðsíða 8
192 LÉSBÖK MORGUNBLAtWlNS Norska þjóðin syrgir myrta landa sína Þann 17. febrúar í vetur mintist norska þjóðin þeirra, sem Þjóð- verjar hafa tekið af lífi í Noregi. Eftir klukkan 6 að kvöldi sást varla Norðmaður á ferli á götum úti. Veitingahús voru tóm, einnig leikhús og kvikmyndahús. Einir 7 gestir komu í norska þjóðleik- húsið. 108 manns ferðuðust með strætisvögnum Oslohorgar eftir klukkan 6 um kvöldið, en venjulega taka 20,000 manns sjer far með vögnunum á þessum tíma. Aðfaranótt hins 17. febrúar máluðu hugdjarfir Norðmenn svarta krossa víðsvegar um borgina. — Mynd in hjer að ofan er tekin um morguninn þann 17. febrúar. í hvíta hringnum sjest svarti krossinn, sem hefir verið málaður á ljóskera- Btaur við innganginn í neðanjarðarbrautina í aðalgötu Osloborgar, Karl Johansgaten. menn og menn frá Öllum samveld- islöndum Breta. Þá er þess óget- ið, að Smuts hefir með miklum dugnaði tekist að upprœta alla njósna- og skemdastarfsemi Þjóð- v^rja í Suður-Afríku. Þó að Smuts hershöfðingi sje nú orðinn 72 ára að aldri, þá er hann enn í fullu fjöri líkamlega og and- lega. Hann fer snemma á fætur á morgnana, stundar erfiðar íþróttir og vinnur að minsta kosti 12 tíma á dag. Sama máli gegnir um konu hans, en þau hafa ni'i búið saman í 53 ár. Allir Suður- Afríkubúar elska hana og virða, enda er hún alment kölluð „amma". ------ 0 m ? — Hvað ætli klukkan sje! — Ja, nákvæmlega tiltekið get- ur hún verið svona milli' 3 og 5. Fjaðrafok Dómarinn: Hvað heitið þjer? Vitnið: Petrovitjs Ruszeichm- mugenehgdichij. Dómarinn: Hvernig er það stafað1 Vitnið: Alveg eins og það er borið fram. • — í hvert skifti sem þjer hlæ- ið svona innilega, ungfrú, hugsa jeg: Hún ætti að líta upp til mín. — Nú? — Jeg er tannlæknir. • Er það satt, að frændi þinn sje nískur? Já, hvort það er. Hann er svo nískur, að þegar hann hlær, hlær hann á kostnað annara. Maria Grubbe Framh. af bls. 187. og Sören. En presturinn færist undan að gefa þau saman, því þau geta ekki sýnt skriflegt leyfi fyr- ir því, að hann megi giftast hinn fráskildu konu, og segir prestur, „að tími sje kominn til þess að afnema hneyksli þetta, þareð hiin lifi sjer til opinberrar háðunga-, vegna þess hve mörgum innlend- um sem erlendum leiki forvitni á að sjá hana. * Arið 1711 eru þau Sören og hún sest að í Borrehúsi við Grænu- sundsferju á Falstri og hafa þar veitingakrá. Hjer hitti Holberg Maríu GTubbe og talaði mikið við hana, er hann eitt sinn var þarna á ferð. Segir hann m. a. í 89. brjefi sínu: „Annað dæmi úr sögu vorri er fiú ein af tiginbornustu ættum, er hafði óþolandi viðbjóð á fyrsta manni sínum, þó hann væri tign- astur allra þegna og jafnframt mesta glæsimenni ríkisins, og hjelst þetta uns hún fjekk skiln- að. Eftir annað hjónaband, sem einnig var óhamingjusamt, lagði hún að lokum í þriðja sinn út í hjónaband með óbreyttum sjó- manni, með hverjum, þótt hann daglega færi illa með hana, hún kvaðst lifa mikið ánægjulegra lífi en í fyrsta hjónabandi sínu. Og hefi jeg þetta heyrt af henn- ar eigin munni, þegar jeg var í húsi hennar, sem var ferjustaður út í Falstri, en maður hennar þá í fangelsi fyrir unnið illræðisverk. Illræðisverkið, sem Holberg á við, er það, að Sören drap Drag- eyrarskipstjóra Pjetur Palmen að nóttu til í maí 1711. Þeir voru fullir og talið að væri óviljaverk. En málalok urðu þau 6. ág. 1712, að Sören var dæmdur í 3 ára þrælkun í járnum á Brimarhólmi. Nokkrum vikum síðar var hann „sleginn í járn". Árið 1714 var hann ásamt nokkrum öðrum föng- um fluttur til Krónborgar í erf- iðisvinnu þar. En hvort hann hef- ir dáið í fangelsi eða lifað lengur vita menn ekki. María Grubbe dó sumarið 1713 nálega 75 ára gömul.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.