Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Blaðsíða 7
ÍJESBÓK MORGUNBLAÐSINS 191 aftur stjórnmálamaður, náinn samverkamaður Botha, sem þá var íorsætisráðherra Transvaal. Tveim árum seinna heimsótti hann Eng- Jand aftur og gat við heimkomu sína fært Búum þær góðu fregnir, að Transvaal ætti framvegis að njóta skilyrðislausrar sjálfstjórn- ar. Um sama leyti steig hannþað skref, sem kostaði hann meiri sið- ferðilegan kjark en allan þann kjark, sem hann hafði sýnt í hern aði, en það var að taka upp ein- læga og ákveðna baráttu í því skyni að nema burtu allan þann illvilja, sem enn ríkti milli Búa og Breta. * Þetta var síður en svo neitt á- hlaupaverk. Hann þurfti að horf- ast í augu við illgjarna gagnrýni af hálfu landa sinna og andstæð- ingar hans spöruðu enga viðleitni í þá átt, að gera hann tortryggi- legan. Eitt mesta vandamálið var það, að hollenska mótmælenda- kirkjan heimtaði að afríkanska (sem var tungumál Búanna) yrði skyldunámsgrein í öllum skólum. En Smutz neitaði harðlega aliri íhlutun kirkjunnar í skóiamál og fekk því á sig það orð, að hann væri trúleysingi. Auk þess barð- ist hann harðlega fyrir því, að enska yrði kend um alt landio vegna þess, hve það mál væri út- breitt um alkn heim og hentugt í milliríkjaviðskiftum. Hann fekk námueigendur í Suður-Aíríku á móti sjer vegna þess, að hann vildi afnema innflutning kín- verskra og indverskra verka- manna, en sú stefna var rökrjett framhald a£ stefnu Krúgers. Þessi verkalýður vann fyrir miklu lœgri laun en innlendir menn, og iunflutningur hans var eitt af mestu vandræðamálum Suður-Af- rík. En með þessari stefnu sinni komst hann í andstöðu við ýmsa merka Indverja, þar á meðal Gandhi, sem þá var málaflutn- ingsmaður í Natal. Gandhi hafði' þá þegar lagt grundvöllinn að kenningu sinni um óvirka and stöðu, og var Smutz hvorki hinn fyrsti nje hinn síðasti stjórnmála- maður, sem komst í vandræði út úr Indlandsmálum. Það verðux heldur ekki sagt, að innanlandsmálin hafi verið lambi'i að leika sjer við. í Suður-Afríku voru 4 nýlendur. Þar voru þess- vegna 4 sjerstjórnir, 4 löggjafir, 4 járnbrautir og 4 tollalög. Lausnin lá auðvitað í augum uppi, og voru Botha og Smutz á einu máli um hana. Það varð að stofna samband Suður-Afríkuríkjanna. Þjóðfundur var haldinn 1908 í Durban og þrátt fyrir mikla and stöðu, einkum af hendi Steyn og Hertzog, voru sambandslög sett og samþykt ári síðar. Þrem mánuðum síðar voru Smutz og Botha orðnir raunveru- legir stjórnendur allrar Suður- Afríku. Botha var forsætisráð herra, Smutz f jármálaráðherra. Sjálfur hneigðist Smuts um þetta leyti mest að búskap. Keypti hanu búgarð skammt frá Johannesburg og bjó þar sjálfur ásamt konu sinn og 6 börnum þeirra. Um sama leyti byrjaði hann að endurbæta hermál Suð\jr-Afríku, innleiddi herskyldu allra manna á aldrin- um 17—60 ára. Þessu starfi var naumast lokið fyr en heimsófrið- urinn skall á 1914 og taka varð afstöðu til þess, hvort Suður-Af- ríka ætti að taka þátt í stríðinu gegn Þýskalandi eða halda sjer utan við það. í Vestur-Transval komu Þjóðverjar á stað æsingum og uppreist, en hún var bráðlega bæld niður og Smuts sneri við blaðinu, gerðist hershöfðingi í breska hernum og rjeðist gegn nýlendum Þjóðverja í Vestur- Afríku. Þessi herför varð, af ýmsum á- stæðum, mjög erfið, sökum lands- lags og veðurs. Smuts sýktist sjálfur af malaríu-sótt og hefir þjáðst af afleiðingum hennar öðru hvoru síðan. En herförinni lauK með glæsilegum sigri. • Að lokinni herförinni í Suður- Afríku hafði Smuts lítil virk af- skifti af hermálum, en gaf sig því meira að stjórnmálum. Perð- aðist hann víða um breska heims- veldið og um England, átti tal við Haig hershöfðingja, forseta Frakklands og Belgakonung. Auk þess dvaldi hann oft langvistum í London. Að stríðinu loknu sat hann á friðarráðstefnunni í Versölum.- Dró hann enga dul á það, að ráð- stefnunni lokinni, að hann kynni mjóg illa úrslitum hennar og teldi' hana lítt vænlega til að afstýrtf illindum í framtíðinni. Verður1 tæpast sagt, að þessi afstaða han1* hafi aflað honum vinsælda, en hún var í fullu samræmi við skap- gerð hans, því hann hefir sjaldn- ast hirt um að mæla það sem aðr- ir mæla, ef hann var á öðru máli sjálfur. Þessvegna er það eftir- tektarvert, hvernig hann hóf fyrstu ræðu sína úr forsætisráð- herrastól í Suður-Afríkuþinginu, en forsætisráðherra varð hann ð Botha látnum. Ræðu sína hóí hann á þessa leið: „Jeg er hvorki málskrafsmaður nje sjerstaklega þolinmóður og þið verðið að taka mjer eins og jeg er gerður . . . ." Porsætisráðherrastörfum gegndi hann til ársins 1934, en þá beið. hann ósigur í kosningum og; Hertzog hershöfðingi, aðal-and- stæðingur hans, varð fyrsti for- sætisráðherra í hreinni þjóðernis- sinnastjórn. Hann var í stjórnar- andstöðu til ársins 1932 og bjó þá lengst af á búgarði sínum, en ferðaðist þó öðru hvoru víða um heim og flutti fyrirlestra við marga háskóla og menningarstofn- anir. Arið 1932 sættist hann við Hertzog og að afloknum allsherjar kosningum, mynduðu þeir saman þjóðstjórn, sem fór með völd til 1939 og var sterkasta stjórn sem Suður-Afríka hafði haft. Árið 1939 endurtók sagan sig. Smuts snerist einarðlega til liðs við Breta, rauf þjóðstjórnina og myndaði sína eigin stjórn, með1 sterkum meirihluta. Síðan sagði stjórnin Þýskalandi stríð á hendf- ur. Það sem síðan hefir á daga þessa merka manns drifið, er öll- um almenningi enn í fersku niinni. Síðan stríðið braust út hef- ir farið fram stórkostleg bylting í iðnaðarkerfi Suður-Afríku. Her- inn, sem í upphafi var aðeins 20.000 manns, hefir nú náð fullum styrkleik og er talinn einn besti her innan Bretaveldis. Auk þess hefir verið æfður mikill lofther í Suður-Afríku, bæði Suður-Afríku

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.