Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Blaðsíða 5
LBSBÓK MORGUNBLAÐSUffi 189 Þegar Bandamenn túku Narvík ‘ Frásögn Fleischer hershöíðingja Pleischer stjórnaði hernaðaraðgerðum, er Banda- menn tókn Narvik*úr höndum Þjóðverja í lok maí 1940. — Skömmu eftir að bærinn hafði verið tekinn, skýrði Fleischer norsku frjettastofunni frá því, hvernig bærinn var tekinn og fer hjer á eftir skýrsla hans; etta var örlagaríkur og minn- isverður dagur, segir hers- höfðinginn. Hermenn þeir, sem taka áttu þátt í bardögum, gengu fylktu liði til þeirra staða, þar sem þeir áttu að fara um borð í skip- in, nálægt Oyjord og Seines. Þetta var seint á sunnudagskvöldi. Bresku herskipin lögðust í hálf- hring kringum Narvíkurskagann og hófu skothríð á þá staði, sem við vissum að óvinirnir höfðust við á. M. a. var skotið á járn- brautargöngin beggja megin bæj- arins. Norskar stórskotaliðssveitir tóku þátt í skothríðinni frá Oy- jord. Breskar flugvjelar voru á verði í loftinu. Á miðnætti voru fyrstu herflokk arnir sendir yfir fjörðinn í smá landgöngubátum. Sveitum þessum tókst að ná fótfestu án verulegrar mótspyrnu. En svo að segja strax á eftir hófu Þjóðverjar mikla skot- hríð á hafnaibakkann í Öyjord og hermennina, sem þar voru til- búnir að leggja af stað. Einnig var skotið lengra inn eftir firðin- um, þar sem Þjóðverjar hjeldn að við hefðum stórskotalið okkar. Herskipin ljettu ekki á sjer standa og hófu skothríð á stöðvar Þjóð- verja og þögguðu niður í fallbyss- um þeirra. Það gekk vel að koma hermönn- unum um borð í skipin eftir þetta og án verulegs manntjóns. En stöðugt var haldið uppi skothríð á bátana. Eftir að frönsku her- mannaflokkarnir höfðu náð fót- festu. voru norskir hermenn settir ó land, sem áttu að taka fjall- lendið fyrir austan Narvik og halda þaðan inn í bæinn. Fransk- ar hersveitir, sem á eftir komu, áttu að fara inn í bæinn frá ströndinni. Þá var og skipað á land nokkrum skriðdrekum, en vegna þess hve ströndin var vot- lend, var ekki hægt að nota þá. Fyrsta áhlaupið hafði augsýni- lega komið Þjóðverjum á óvart, en þeir fengu fljótt sent varalið og harðir bardagar áttu sjer stað áður en Norðmenn og Frakkar höfðu náð á sitt vald hinum bröttu fjallshlíðum fyrir ofan Arnarnes. Nokkrir Þjóðverjar voru lokað- ir inni í járnbrautargöngum og þeir börðust af miklum móði áður en þeir gáfust upp. Það var greinilegt að Þjóðverjar höfðu beðið um hjálp að sunnan, því þegar leið á morguninn komu sex stórar sprengjuflugvjelar, sem þegar hófu árásir á bresku her- skipin og staði kringum Öyjord. Það urðu miklar sprengingar, og hreinasta undur, að ekkert hinna bresku herskipa skyldi verða fyr- ir sprengjum. Þegar flugvjelar Þjóðverja höfðu horfið frá fór mótstaða Þjóðverja að dvína og var í raun og veru lokið um hádegi og hafði þá bardaginn staðið nákvæmlega í 12 klukkustundir. í fjallinu, þar sem Norðmenn börðust, stóð bar- daginn nokkrum stundum lengur. Þeir flokkar Þjóðverja, sem harð- fengastir voru, hörfuðu austur yf- ir fjöllin, en hinir flýðu í áttina til Beisfjarðar. Þegar leið á dag- inn var Narvik í höndum Norð- manna og Bandamanna og hafin var eftirför á eftir þýsku her- mönnunum meðfram járnbrautinni og inn Beisfjörð. Það voru harðir bardagar og nokkuð manntjóu. Það var mikið happ fyrir norsku hermennina, að þeir höfðu þá nokkru áður fengið breskar hand- sprengjur og höfðu æft sig í með- ferð þeirra. Þjóðverjar notuðu handsprengjur í stórum stíl. í sjálfum Narvikbæ var svo að segja ekkert barist. Þjóðverjar flýðu bæinn. Bardaginn var háð- ur við landsetninguna og uppi í fjallshlíðunum. Fyrst þegar maður kom inn í bæinn, fanst manni hann hafa orðið fyrir minni skemdum en búast hefði mátt við, en höfnin og járnbrautarstöðin voru mikið skemdar. Þjóðverjar höfðu haldið uppi skipulagðri eyðileggingar- starfsemi í marga daga og einnig hafði orðið tjón í stórskotahríð- inni á bæinn. Það var til mikilla óþæginda að ekki skyldi vera hægt að nota neitt af brvggjum eða hafnarbökk um, einkum var það slæmt vegna flutnings særðra. Það var sagt, að sprengiefni hefði verið komið fyr- ir undir bryggjum og hafnargörð- um og merki höfðu verið sett, sem gáfu til kvnna, að lífshættulegt væri að koma nálægt þeim. Fólkið, sem búið hafði í norð- urhluta bæjarins, hafði flúið, en fólkið, sem bjó í húsum námafje- lagsins, var enn í sínum húsum og í suðurhluta bæjarins var alt með ummerkjum. Þannig fórust Fleischer orð ’m töku Narvik og skal því aðeins við bætt, að hann fylgdi sjálfur hermönnum sínum, er þeir voru settir í land við Narvik. — Innbrotsþjófurinn situr fast- ur í glugganum og kemst hvorki út nje inn. — Lofum honum að eiga sig — það var altaf svo mikill gustur einmitt um þennan glugga. ★ Fangavörðurinn (við fangann) r — Það er verið að spyrja eftir yður. — 0, segið þjer bara að jeg sje ekki við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.