Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1942, Síða 8
192 LBSBÖK M0EGUNBLAÐ81N8 Norska þjóðin syrgir myrta landa sína Þann 17. febrúar í vetur mintist norska þjóðin þeirra, sem Þjóð- verjar hafa tekið af lífi í Noregi. Eftir klukkan 6 að kvöldi sást varla Norðmaður á ferli á götum úti. Veitingahús voru tóm, einnig leikhús og kvikmyndahús. Einir 7 gestir komu í norska þjóðleik- húsið. 108 manns ferðuðust með strætisvögnum Osloborgar eftir klukkan 6 um kvöldið, en venjulega taka 20,000 manns sjer far með vögnunum á þessum tíma. Aðfaranótt hins 17. febrúar máluðu hugdjarfir Norðmenn svarta krossa víðsvegar um borgina. — Mynd in hjer að ofan er tekin um morguninn þann 17. febrúar. í hvíta hringnum sjest svarti krossinn, sem hefir verið málaður á Ijóskera- staur við innganginn í neðanjarðarbrautina í aðalgötu Osloborgar, Karl Johansgaten. menn og menn frá öllum samveld- islöndum Breta. Þá er þess óget- ið, að Smuts hefir með miklum dugnaði tekist að uppræta alla njósna- og skemdastarfsemi Þjóð- v«-rja í Suður-Afríku. Þó að Smuts hershöfðingi sje nú orðinn 72 ára að aldri, þá er hann enn í fullu fjöri líkamlega og and- lega. Ilann fer snemma á fætur á morgnana, stundar erfiðar íþróttir og vinnur að minsta kosti 12 tíma á dag. Sama máli gegnir um konu hans, en þau hafa nú búið saman í 53 ár. Allir Suður- Afríkubúar elska hana og virða, enda er hún alment kölluð „amrna". — Hvað ætli klukkan sje! — Ja, nákvæmlega tiltekið get- ur hún verið svona milli’ 3 og 5. Fjaðrafok Dómarinn: Hvað heitið þjer? Vitnið: Petrovitjs Ruszeichm- mugenchgdichij. Dómarinn: Hvernig er það stafað? Vitnið; Alveg eins og það er borið fram. ★ — í hvert skifti sem þjer hlæ- ið svona innilega, ungfrú, hugsa jeg: Hún ætti að líta upp til mín. — Nú? — Jeg er tannlæknir. ★ Er það satt, að frændi þinn sje nískur ? Já, hvort það er. Hann er svo nískur, að þegar hann hlær, hlær hann á kostnað annara. Maria Grubbe Framh. af bls. 187. og Sören. En presturinn færist undan að gefa þau saman, því þau geta ekki sýnt skriflegt leyfi fyr- ir því, að hann megi giftast hinn fráskildu konu, og segir prestur, „að tími sje kominn til þess að afnema hneyksli þetta, þareð hún lifi sjer til opinberrar háðunga”, vegna þess hve mörgum innlend- um sem erlendum leiki forvitni á að sjá hana. ★ Árið 1711 eru þau Sören og hún sest að í Borrehúsi við Grænu- sundsferju á Falstri og hafa þar veitingakrá. Hjer hitti Holberg Maríu Grubbe og talaði mikið við liana, er hann eitt sinn var þarna á ferð. Segir hann m. a. í 89. brjefi sínu: „Annað dæmi úr sögu vorri er frú ein af tiginbornustu ættum, er hafði óþolandi viðbjóð á fyrsta manni sínum, þó hann væri tign- astur allra þegna og jafnframt mesta glæsimenni ríkisins, og hjelst þetta uns hún fjekk skiln- að. Eftir annað hjónaband, sem einnig var óhamingjusamt, lagði hún að lokum í þriðja sinn út 1 hjónaband með óbreyttum sjó- manni, með hverjum, þótt hann daglega færi illa með hana, hún kvaðst lifa mikið ánægjulegra lífi en í fyrsta hjónabandi sínu. Og hefi jeg þetta heyrt af henn- ar eigin munni, þegar jeg var í húsi hennar, sem var ferjustaður út í Falstri, en maður hennar þá í fangelsi fyrir unnið illræðisverk. Illræðisverkið, sem Holberg á við, er það, að Sören drap Drag- eyrarskipstjóra Pjetur Palmen að nóttu til í maí 1711. Þeir voru fullir og talið að væri óviljaverk. En málalok urðu þau 6. ág. 1712, að Sören var dæmdur í 3 ára þrælkun í járnum á Brimarhólmi. Nokkrum vikum síðar var hann „sleginn í járn“. Árið 1714 var hann ásamt nokkrum öðrum föng- um fluttur til Krónborgar í erf- iðisvinnu þar. En hvort hann hef- ir dáið í fangelsi eða lifað lengur vita menn ekki. María Gtubbe dó sumarið 1718 nálega 75 ára gömul.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.