Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 1
bék 24. tölublað. JWcrðiiMiMaBiSÍJíÆ Sunnudagur 2. ágúst 1942. XVII. árgangur. t I II I ii iih >-», HAKON VII. Eftir J. S. Worm-MúIIer prófessor Síðan hina miklu konunga leið, sem fornsögurnar greina frá, hefir enginn norskur konungur áunnið sjer aðdáun þjóðar sinnar, virðingar hennar og ást í jafn- ríkum mæli sem Hákon VII. Á sjötugsafmæli sínu er hann ótvírætt sameiningartákn norsku þjóðarinnar. Hann er leiðtoginn, sem allir flokkar, bæði heima fyr- ir og erlendis, líta upp til og fylgja. Þó að hann verði ennþá að berjast fyrir frelsi Noregs frá ókunnu landi, getur hann ljóslega sjeð, að konungsverk hans hefiv ekki verið unnið fyrir gíg. Grund- völlurinn, sem hann lagði sjálfur að konungdæmi sínu, hefir staðist eldraunina. Á neyðarstund Noregs hefir hann unnið þjóð sinni svo afdrifarík nytjaverk, að hún gleymir honum það aldrei. Það er bæði að þakka rökku og sterku manngildi hans og því, að hann hefur megnað að verða fullgild einkunn frumhugsunar- innar í ríki Noregs. Sagan hefir tengt norsku þjóðina saman fram- ar öllu öðru. Heimskringla Snorra Stttrlusonar er uppsprettan, sem norska þjóðin hefir í nauðum leit- að endurnýjunar sínnar í. Hún varð bók þjóðarinnar sjálfrar, sem hjelt voninni altaf við og glæddi trúna á framtíð Noregs. Það er konungshugsjónin, sem gengur eins og rauður þráður Hákon VII. gegn um sögu þjóðar vorrar. Á söguöldinni voru konungur og þjóð eitt og sama. Tveir. voru konungarnir, sem sameinuðu Nor- eg: Haraldur hárfagri og Ólafur Haraldsson. Með ósigri sínum og falli á Stiklastöðum fullkomnaði Ólafur sameininguna. Með blóði sínu veitti hann kórónu Noregs vígslu. Frá þeim tíma varð Ólafur helgi vörður Noregs, ósýnilegur verndari landsins, eilífur konung- ur Noregs. Konungurinn varð vörður laganna, stofnandi ríkis- ins og viðhaldsmaður, verndari landsfriðarins. Þar sem blikaði á gullhjálminn, þar var konungur Norðmanna. Svo öflug var þessi tilfinning, að þær aldir, sem landið var í sambandi við Danmörku, lifði konungshugsjónin svo sem ímynd ríkisins. Þegar þjóðfttndttrinn á Eiðsvelli kjöri konung, 17. maí 1814, var það andi Snorra, sem rjeð stefn- unni. Og jafnvel í sambandinu við Svíþjóð, þegar konungurinn stóð í vegi fyrir fullu sjálfstæði rík- isins og lýðveldishugsjónir ruddu sjer til rúms, lifðu enn í hugum þjóðarinnar draumar um öld Há- konar. Nafnið Hákon var ímynd gullaldarinnar, hins frjálsa Nor- egs, sem unga kynslóðin vildi reisa. Þegar Noregur rauf sambandið við Svíþjóð og vjek Óskari II. frá völdum, 7. júní 1905, beindi Stórþingið þeim tilmælum til kon- ungsins, að leyfa einhverjum ætt- manni sínum að setjast í hásæti Noregs. Þetta gerði þingið til þess> að sýna, að baráttan var ekki um konungdæmið, heldur um fult sjálfstæði ríkisins, og að hún var ekki sprottin af neinni óvild i garð Svíþjóðar. í Svíþjóð var litið á þetta tilboð sem móðgun, og því varð norska stjórnin að eiga annars kost, svo að Noregur stæði ekki einn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.