Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 247 nokkur hundruð íbúa. Þar var gistihús, nokkrar verslanir og kaupfjelag, skóli og símstöð. Þeir konungsfeðgar voru í gistihúsinu og ráðherrarnir. — Fylgdarlið þeirra ltom sjer niður hjá ýmsum fjölskyldum. — Við höfðum fengið leigða aðra hæð í húsi kaupfjelagsins fyrir okk- ur hjónin og annað starfslið .,Norsk Telegrambyrá“. Fyrir utan það hús var torg eða óbygt svæði. — Loftvarna- merki voru gefin þannig, að kallað var út yfir torgið, þegar það frjettist í síma að flugvjel- ar nálgðust. Síðan átti að þeyta lúðra bílanna, sem þar stóðu, svo allir íbúarnir fengju vitn- eskju um hvað var í vændum. Um hádegið þ. 11. apríl varð símasamb'andslaust með öllu frá Nybergsund — Við gátum ekki vitað hvernig á þessu stóð. En okkur grunaði strax að þetta myndi vera undanfari stærri tíðinda. Um 5 leytið heyrðist alt í einu flugvjeladynurinn. Allir ruku út til þess að leita afdreps fyrir sprengjum og kúlum, og hlupu út í skóg, sem er rjett hjá þorp- inu. Margir komust ekki alla leið áður en árásin byrjaði. — Nygaardsvold forsætisráðherra stóð undir hlöðuvegg, meðan á árás þessari stóð. En Hákon kon- ungur hafði komist undir vagn- brú, sem lá upp í hlöðudyrnar. I þessari árás sprungu tvær sprengjur á hinni freðnu jörð um 25 m frá þeim stað, þar sem kon- ungur var. Þessi fyrsta árás stóð yfir í 2—3 stundarfjórðunga. Síðan hurfu flugvjelarnar á brotý, og fólk snjeri til baka úr skóginum eða frá öðrum afdrepum. Eftir árás þessa brann skóli þorpsins og hús kaupfjelagsins og fleiri hús. En ............. hafði skemt mikið. En fólk var ekki komið alla leið inn í þorpið eða til hinna logandi húsa, er annar hópur flugvjela steypti sjer yfir okk- • ur. Allir snjeru við til skógar. 1 þetta sinn komust þeir konungs- feðgar og yfirleitt flestallir út í skóg, áður en næsta árás byrjaði Frost var talsvert og djúp fönn í skóginum. Allir fleygðu sjer niður í fönnina, grúfðu sig niður. Því þegar sprengjurnar fóru að springa þarna rjett hjá okkur fyltist loftið af óþef hin- um mesta. Hjeldum við jafnvel, sem enn vorum ókunnug djöful- æði hernaðar af eigin reynd, að í því ólofti kynni að vera eitur- tegundir, svo það eitt gæti orðið okkur að aldurtila, að anda að að okkur þeirri ólyfjan. Hafi okkur ekki verið það fylli lega ljóst í hinni fyrri styttri árás,þá varð okkur það nú, að hinir þýsku flugmenn voru ekki komnir til þess að brenna húsin í Nybergsund, heldur til þess beinlínis áð ráða það fólk af dög- um, sem þangað hafði flúið. Við“ gátum vel gert okkur grein fyrir því, að flugmenn, er flugu nú rjett yfir trjátoppana, sáu greinilega til okkar, þar sem fólkið lá endilangt í dökkum föt- um sínum í hinni hvítu mjöll. Þeir hófu árásina með því að láta sprengjur falla. Stór trje klofnuðu og brotnuðu og veltust um eins og hráviði. Gauragang- urinn var afskaplegur. Síðan byrjaði skothríðin. — Flugu hinir þýsku flugmenn nú fram og aftur yfir skóginum, og ljetu vjolbyssuskothríðina dynja yfir okkur. Er þeir höfðu farið fram og til baka hvað eftir ann- að í eina átt, skiftu þeir um og flugu þvert á hina fyrri stefnu. — Það var ljóst, að enginn blettur í þessum litla skógi, þar sem lágu um 200 manneskjur varnarlausar og ósjálfbjarga, átti að verða eftir ósnertur af vjelbysuskothríðinni. — En all- margir af íbúum þorpsins höfðu komist undan inn í annan skóg er var fjær þorpinu. Árás þessi stóð yfir í hátt á aðra klukkustund. Við sem lág- um í fönninni ljetum sem minst á okkur bæra, en sáum þó að nokkru leyti hvað fram fór, sá- um hin brennandi hús þorpsins, sáum að bálunum fjölgaði þar, sáum hvernig trjen kubbuðust niður í skóginum o. s. frv. Hákon konungur var sá eini, sem aldrei lagðist niður í snjó- inn. Hann stóð allan tímann upp við trjástofn og horfði á það, sem fram fór. Ólafur .krónprins lá skamt frá honum. Meðan á skot- hríðinni stóð tók konungur vjel- byssukúlu, er hann sá að komið hafði niður við fætur hans, og stakk henni í vasa sinn. Að árás- inni lokinni tók hann kúluna og sýndi okkur, sagðist ætla að geyma hana, sem persónulega kveðju frá Hitler. Enginn hreyfði sig. Nú skyldi maður ætla, ^ð við, sem í fönninni lágum, hefðum sprottið upp, er flugvjelarnar voru horfnar. En svo var ekki. Góða stund ríkti fullkomin kyrð í skóginum. Enginn hreyfði sig. Hákon konungur leit í kringum sig, yfir hið hreyfingarlausa fólk. Enginn veit hvernig honum hef- ir verið innanbrjósts. En vafa- lauSt hefir honum flogið í hug það sama, sem okkur hinum. Var þetta orðinn valur í skóginum? Rís þetta fólk aldrei á fætur? Hver einasti okkar hugsuðum hið sama. Þó jeg hafi sloppið lif- andi, er jeg kannske sá eini. — Mönnum hraus hugur við að mæta þeirri sjón, sem menn myndu sjá, er þeir risu á fætur. En smátt og smátt fór að koma hreyfing á. Og þau undur skeðu, sem enginn getur fyrr nje síðar gert sjer grein fyrir, hvernig máttu ske. Allir risu upp úr fönn inni. Ungur piltur hafði orðið fyrir skoti, ekki lífshættulegu. Og gömul kona hafði fengið taugaáfall. Við frjettum seinna að hún hefði dáið af afleiðingum þess. Er við komumst úr skóginum, mætti okkur hörmuleg sjón, að sjá eyðilegginguna í þorpinu — hrunin og brennandi húsin. íbúar Nybergsund höfðu tekið okkur opnum örmum, er við kom um þangað aðfaranótt þess 10. apríl. Þeim ljek forvitni á að sjá þarna alt í einu æðstu menn landsins, og þótti heiður að því að geta hýst hina tignu gesti. En er þeir sáu sem var, að Þjóðverj- ar beindu árásum sínum fyrst og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.