Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' \ 243 dæmis síns. Hann vildi vera þjóð- konungur, vörður stjórnskipun- arlaganna. Það er við þessa frumhugsun, sem hann hefur haldið fulla trygð alla sína löngu stjórnartíð, og það er hún, sem hefir veitt hon- ;a<j ‘ngo^sgB oas ran foringi lýðveldissinna 1905 hylt hann á afmælisdegi hans, 3. á- gúst 1940, með þessum orðum: „Árið 1905 vakti Hákon konung- ur _ yfir sjálfsákvörðunarrjetti norsku þjóðarinnar. Þess vegna stendur hann í dag sem fremsti forvígismaður frelsis og sjálfstæð- is Noregs“. Það var engan veginn auðveit hlutverk, sem beið Hákonar YII. Hann var ókunnur öllum aðstæð- um, og við sambandsslitin misti konungsvaldið mörg af forrjett- indum sínum. Á stjórnarárum hans lifðu Norðmenn uppgangs- tíma, en einnig illviðraköst, með nýjabrumi í fjárhags- og fjelags- málaefnum, sem ollu breytingum á flokkaskipun og miklum and- stæðum. Það nægir að nefna heimsstyrjöldina, kreppuna að henni lokinni, með verðbólgu og atvinnuskorti, sem um skeið lyfti undir kommúnistastefnuna. Þá þurfti hinn krýndi konungur mikla lægni og mikil hyggindi til þess að stýra þjóðarfleyginu ó- - sköddu út úr óveðrinu. En Há-> kon konungur reyndist ekki að- eins vandanum vaxinn, hann óx af honum. Hann var sannur lýðræðissinni, án þess að glata við það kon- ungsmetnaði sínum. Einkalíf kon- ungs og drotningar var óbrotið. Þau höfðu ekki stóra hirð, og þau ljetu Ólaf, son sinn, ganga í skóla, eins og hvern annan norsk- an dreng, og gerðu úr honum duglega skíðamann, siglingamann og íþróttagarp. í allri framkomu út á við sýndi hann örugga háttprýði. Hann fann jafnan þau orð, sem við átti. Hann gerði aldrei neitt, sem sætti gagn- rýni. Við einstaka tækifæri var það einmitt konungurinn sem hitti naglann best á höfuðið. Hann kyntist Iandi og þjóð á ferðalðgum og í viðræðum við fjölda manna. Hann fylgdist ná- kvæmlega með öllu með því að lesa fjölda blaða víðsvegar um landið og kynti sjer nákvæm- lega öll stjórnarskjöl. Það kom ósjaldan fyrir á síðari árum, að mál voru endursend til frekari í- hugunar, eftir að konungurinn hafði sagt álit sitt um þau í rík-> isráði. Hann hefir sjerstakan áhuga á utanríkismálum, og í þeim efnum gat hann einkum á styrjaldarár- unum unnið landi sínu gagn. Hann varð smám saman mjög hygginn ráðunautur ríkisstjórna sinna. í stjórnmálum hafði hann furðulega örugga eðlisávísun, en hann gætti þess vandlega, að taka eltki í taumana sem konungur. í stjórnmyndunarvandræðunum 1928, þegar borgarflokkarnir vildu ekki standa saman um stjórnar- myndun, eftir að verkamanna- flokkurinn var orðinn stærsti flokkur í þinginu, tók konungu/ það upp hjá sjálfum sjer, eftir að hafa talað við forsetaráð Stór- þingsins, að bjóða verkamanna- flokknum að mynda stjórn. Þetta var óvænt og djarflegt skref; verkamannaflokkurinn var þá byltingarsinnaður og mjög mót- snúinn konungdæminu. Þetta kom ekki að gagni þá, því að verk- mannastjórnin varð að víkja eftir aðeins hálfan mánuð í uppnám- inu, sem af þessu varð, en þegar til lengdar ljet, kom í ljós, að konungur hafði sjeð rjett. Þetta var fyrsta skrefið í þá átt að draga saman sættir með and- stæðum í stjórnmálum og fjelags- málum og þetta veitti verka- mannastéttinni örugt traust á hlutlausu og raunsæju viðhorfi konungsins og sýndi henni og sannaði, að hann hjelt orð sín frá 1905. Hann var ekki flokkskon- ungur. Hann var hátt hafinn yf- ir stjórnmálaþrasið. Þegar Quisl- ing var landvarnaráðherra 1932 og þrumaði gegn norskum verka- lýð, kallaði þá þjóðníðinga, sagði konungur við hann: „Norskir verkamenn eru jafngóðir Norð- menn sem þjer“. Það kom einnig í Ijós 1940, hver var þjóðníðing- ur. Þegar Nygaardsvold myndaði stjórn sína 1935, hófst góð sam- vinna með Hákoni konungi og fulltrúum verkamanna, sem varð að nánum fjelagsskap í ófriðnum. Því betur sem norska þjóðin í öllum stjettum kyntist konungi, því vænna þótti henni um hann og því meir virti hún hann. Orðin, sem Michelsen forsætis- ráðherra fagnaði konungi með ár- ið 1905, reyndust spámannlega mælt: • - „Hægt og heitt skal ást kon- ungs til síns nýja föðurlands kvikna og dafna, meðan hann vinnur sitt mikla og dýrlega hlut- verk í trúnaði við land og þjóð. Innilegar og heitar skal hún ber- ast mót oss, eftir því sem kon- ungurinn grær saman við þjóð sína, við þjóðlíf hennar í fortíð og nútíð, við kjör hennar og starf í blíðu og stríðu. Hispurs- laus og blátt áfram, eins og þjóð- in sjálf mun hann vinna sitt kon- ungsstarf meðal vor. Þannig skal hamingja vor og heiður einnig verða hamingja og heiður hans“. Þess vegna gerist hann leiðtogi um leið og Þjóðverjar rjeðust á Noreg. Þjóðin bar fult traust til hans, af því að hann hafði verið samur og jafn öll þessi ár, og hún skygndist einnig nú sem forðum eftir gullhjálminum. Þegar í stað beitti konungur sjer fyrir því að verjast. Þegar þýski sendiherr- ann, Bráuer, tilkynnti konungi í viðtali, sem hann átti við hann 10. apríl í Elverum, að Hitler krefðist þess, að Quisling yrði forsætisráðherra, neitaði konung- ur því afdráttarlaust. Hann var þá í samræmi við stefnu sína 1905. Ef hann hefði tekið við land ráðamanni án rjetts umboðs þjóð- arinnar, eftir skipun Þjóðverja, hefði hann brotið í bág v:ð stjórn- skipunina og alla lífsskoðun sína. Hann skýrði stjórninni frá því, að hann vildi e’kki ljúka konungs- starfi sínu með þessu móti. Þá hefði hann ekkert framar að gera í Noregi, og ef stjórnin gengi að kröfum Þjóðverja, afsalaði hanu sjer og sinni ætt konungstign- inni. Það »var gifta Noregs ,að kon- Framh. á bls. 248.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.