Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 2
242 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá móttökunum þ. 25. nóvember 1905, er Hákon konungur, Maud drottning og Ólafur krónprins komu til Osló. Forsætisráðherrann, Chr. Mickelsen, er að heilsa konungi. Konungur heldur á prinsinum á handleggnum. Það var fyrsta skref Noregs í utanríkismálum að leita til Dan- merkur um konungsefni. Það var þá sjálfsagt, að stjórnin sneri sjer til Carls Danaprins. Enskur eða þýskur prins hefði staðið fjarri þjóðinni og kjörið hefði getað dregið Noreg inn í öldurót heims- stjórnmálanna. Carl prins var af fyrri konungs ætt vorri, næstelsti sonur Friðriks ríkiserfingja Dana og dótturson- ur hins ástsæla konungs Carls XV. Hann var kvæntur Maud konungsdóttur, dóttur Játvarðs VII. Hann var maður á besta skeiði; hann var sjóliðsforingi. Hann hafði aðeins tvisvar komið til Noregs, og hinn djarfmannlegi nútímahugsunarháttur hans var f jarlægur söguöldinni. Það kom brátt í 1 jós, að Nor- egur hafði fundið rjettan mann. Þó að Carl prins hefði ekki haft áhuga á stjórnmálum áður, kom í ljós, að í honum var ósvikið stjórnmálamannseðli. í hinum mik ilsverðu og afdrifaríku atburðum, sem gerðust sumarið og haustið 1905, var það hinn ungi sjóliðs- foringi, en ekki stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar, sem fundu öruggustu stefnuna. Carl prins kvaðst fús að taka við kórónu Noregs, ef til kæmi, en þó því aðeins, að hann gerði Noregi gagn með því. Hann vildi ekki vera konungsefni, sem sækt- ist eftir kórónu. Hann lýsti auk þess yfir því, að hann gæti ekki farið án leyfis afa síns Kristjáns konungs IX. Með óvenjulegri ein- beitni vjek hann ekki frá þess- um skilmálum í refskák stjórn- málamannanna um sumarið. Leið- togar Noregs og Játvarður VII. tengdafaðir hans, lögðu fast að honum, en hann stóð fastur fyrir öllum áhlaupum. Hann varð — ságði hann — að vera trúr kon- ungi sínum og föðurlandi. Og það var vilji hans, sem bar sigur af hólmi. Þegar konungskjör var á ný til umræðu um haustið, eftir að Karlstadsamningurinn milli Noregs og Svíþjóðar hafði verið gerður, vildi norska stjórnin og mikill meiri hluti Stórþingsins, að þingið gengi til konungskjörs. Þá hófu lýðveldissinnar harðvítuga barátt.u Þeir kröfðust þjóðarat- kvæðis. En stjórnin sat við sinn keip'. Þá tók Carl prins í taum- ana og rjeð sjálfur stefnu atburð- anna. Hlutverk sitt, sagði hann, hlyti að vera það, að sameina norsku þjóðina, en ekki að gera hana sjálfri sjer sundurþykka. Því yrði hann að krefjast úr- skurðar þjóðarinnar sjálfray. Fridtjof Nansen var sendur til þess að telja honum hughvarf, en þrátt fyrir það mikla álit og traust, sem menn báru til hans, og fortölugáfur hans tókst það ekki. Konungsefni sagði fortaks- laust, að hann vildi ekki koma gegn vilja norsku þjóðarinnar. Hann vildi ekki koma sem flokks- konungur. Konungurinn yrði að vera flokkunum ofar. Að öðrum kosti vildi hann heldur vera það, sem hann var, liðsforingi í Dan- mörku. Hin ákveðna og virðulega fram- koma Carls prins og skynsamleg rök hans höfðu mikil áhrif á Nan- sen, en þó gafst hann ekki upp. Hann fjekk Friðrik konungsefni og dönsku stjórnina, að undan- skildum utanríkisráðherranum, í iið með sjer, en prin^inn var ó- hagganlegur. Þetta varð til þess, að norska stjórnin kom með miðl- unartillögu þess efnis, að Stór- þingið skyldi veita stjórninni um- boð til þess að bjóða Carl prinsi konungstign, með þeim skilmál- um, að norska þjóðin fjellist á það með þjóðaratkvæði. Það var þannig Carl prins, sem lagði sjálfur grundvöll konung-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.