Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Qupperneq 2
266 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og jeg komst brátt að raun um, að enginn kunni ensku, að einum eða tveim mönnum undanteknum. Jeg átti því ekki annars kost en að læra dönsku eins fljótt og auð- ið væri, því að mjer skildist, að hún væri miklum mun auðveldari. í þessu skyni mataðist jeg með sýslumanni einum í nágranna- sýslu, sem varð að dveljast í Reykjavík þennan vetur. Mötu- nautur minn var greindur maður og fjörugur, fann ef till vill full- mikið til sýslumannstignar sinnar og vildi, að aðrir litu eins á, en að öllu samanlögðu skemtilegur fjelagi. Yið töluðum í fyrstu sam- an á latínu, og við daglega iðkun varð okkur brátt ljettara að orða hugsanir okkar. Dálitlum stirð- leika olli það, að við höfðum mis- munandi framburð, því að íslend- ingar bera fram eins og ítalar. En ekki leið á löngu áður en við hættum við hið lærða mál og vorum sammála um að tala dönsku, og við það mál hjeldum við síðan, meðan við vorum sam- an.1) I>að er svo sem auðvitað, að mataræði okkar var ekki sjerlega ríkmannlegt, hvorki að efni nje matreiðslu; samt var viðurværið fyrstu 2 mánuðina eins gott og búast mætti við hvar sem væri annarstaðar á Norðurlöndum. En þegar vetraði, tók mjög að rýrna um aðföngin. Nýtt kjöt hvarf smám saman; í stað þess kom hangikjöt, sem særði tunguna, og dagleg neysla þorsks, án nokk- urs útáláts annars en soðsins af honum, gerði miðdagsver'ð okkar heldur en ekki fábreytilegan. Ein- staka sinnum var okkur gætt á söltuðum laxi eða kjöti af ný- bornum kálfi, en venjulega var slíkt lostæti ekki á borðum nema á tyllidögum. Samt tók þetta langt fram við- urværi alþýðunnar; verður auð- vitað að gera ráð fyrir, að mat- aræði hennar hafi verið eftir fá- tækt híbýlanna og óbrotnu líf- erni hennar yfirleitt. Hertur þorskur, ósaltaður, er aðalviður- væri alþýðu manna; hann kemur *) Sýslumaður þessi var Stefán Gunnlaugsson, síðar bæjarfógeti í Reykjavík. í stað brauðs, sem menlT bragða sjaldan, og er etinn hrár og smjör við, eftir að hann hefur verið bar- inn rækilega með þungri stein- sleggju. Þannig tilreiddur er hann í sjálfu sjer engan veginn ólystugur, og ef nýtt smjör eða saltað væri haft við honum, en ekki súrt, eins og altaf er, væri þessi matur ekki aðfinsluverður. Að menn taka súrt smjör fram yfir saltað hlýtur að stafa af því, að salt er aðflutt vara, það er hnossgæti, !sem fáir einir upp til sveita geta veitt sjer. Það er að minsta kosti víst, að salt er jafn- vel mjög lítið notað til þess að varðveita kjöt, því að það er jafn- an reykt til vetrarins, og fiskur- inn aðeins flattur og þurkaður úti. Þó að brauð sje ekki etið ut- an Reykjavíkur, þá hafa menn rúggraut einu sinni á dag og stundum flatbrauð úr sama efni. Vindmyllur eru fáar; ef til vill eru myllurnar í Keflavík og Reykjavík bestar; og þar sem vatnsafl er hvergi hagnýtt, þó að þetes sje alstaðar nægur kostur í fossum og flúðum, verða bændur að notast við handkvarnir til þess að mala kornið; er það bæði miklu erfiðara og tímafrekara, auk þess sem kornið malast ver. Skortur á grænmeti og nauðsyn íslendinga á að lifa eingöngu á matvælum úr dýraríkinu veldur ýmsum hörundskvillum, sem geta oft orðið mjög alvarlegir vegna hirðuleysis í upphafi. Það lítið grænmeti sem þeir nota er í besta lagi mjög vanþroska og auk þess mjög sjaldgæft, því að fræ er sjaldan flutt upp til sveita úr kaupstöðunum. Nálega eini jurta- rjettur, sem þeir neyta, er eins- konar jafningur úr fjallagrösum, þau eru ekki ósvipuð fífilblöðum, með grænbrúnum blöðum og brún- irnar tentar. í dölum er gnægð af þeim, og þar sem þau eru kvoðumikil, má gera af þeim mjög bragðgóða súpu, með því að bæta hana með rjóma og sykri, en fyrst eru grösin soðin í mörgum vötnum til þess að ná úr þeim remmunni. En sá matur, sem flestum þykir mest til koma, er hákall; af hon- um er mikil gnægð við strendur Islands. Áður en hann er hæfur til átu verður hann að liggja graf- inn í sandi nokkur misseri, og þeg- ar hann við þessa geymslu er nógu vel orðinn, er hann sagður lík- ur svínakjöti á bragðið, en svo er mikill ódaunn af honum, að eng- in leið er að koma nálægt manni, sem hefur bragðað minsta bita af hákarli fyrir þrem vikum. Þetta telja menn þó ekki næga ástæðu til þess að hafna honum, og jeg verð að segja það, að íslendingar eru jafnsólgnir í bragðmikinn mat og mestu sælkerar; hvort sem um er að ræða hreindýrakjöt eða skötu, þá er talið nægilegt að þurka það í fáeinar vikur. Ef það væri ekki illgirnislegt, mætti bregða þeim um hrossakjötsát, en þess er skylt að geta, að hrossa- kjöts er ekki neytt nema á nokkr- um stöðum, og eru þeir menn kallaðir hrossaætur, og er talið smánaryrði. Yið fjelagar þurftuin aldrei að grípa til þessara ráða, en samt skorti okkur jafnvel jarðepli um hríð, og voru þau ekki á borðum hjá okkur fyr en póstskipið var komið. Fimm eða sex sinnum um veturinn var komið með geldneyti til bæjarins; keypti þá einhver kaupmaðurinn uxann og sendi boð um þennan óvenjulega atburð um bæinn, svo að hVer og einn gæti skrifað sig fyrir því, sem hann óskaði að kaupa. Kjötið var venjulega Ijelegt og var selt á tvö pence pundið; samt gátu aðeins efnaðri íbúarnir veitt sjer það. Kindakjöt er aftur á móti sjer- staklega gott, og feitt fram í október. Eftir þann tíma er það venjulega ekki etið nýtt, því að fjeð fer þá að leggja af, og er þá slátrað nægilega miklu til þess að endast veturinn. m veturinn hittust nokkrir kaupmenn á hverju kvöldi og spiluðu í sífellu, með lofsverðri þrautseigju, frá kl. 6 til miðnætt- is, og oft lengur, eitt og sama spilið. Jeg minnist þess jafnvel ekki að hafa heyrt annað spil en lomber nefnt á nafn meðal þeirra; svörtu ásarnir tóku alla athygli þeirra, og spilamennirnir höfðu sjaldan augun af spilunum, nema til þess að kveikja sjer í vindli eða súpa á toddýi, og mæltu varla orð af vörum. Eini kosturinn, sem jeg gat fundið við þetta spil, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.