Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 303 án efa gera margar hugsjónir hans og fyrirætlanir að veruleika, og því mun hún skilja hann betur en samtíð hans. Kristján Torfason kvæntist ekki, en einn son á hann, greindan og góðan pilt, nú bankamann í Reykjavík. Elst systranna er Astríður. — Ung nam hún hjííkrunarfræði er- lendis, og stundaði hjúkrunarstörf um skeið, en hefir síðari hluta æfinnar dvalið heima í Onundar- firði í hópi systkina og vina. Frk. Ástríði kippir í kyn íaeð gjörfileik og gáfnafar, og skrifað hefir hún skáldsögu, sem kafli var lesin út í útvarp síðastl. vetur, og f jekk góða dóma. Hún er kona ör og heit og hreinskilin og drengur hinn besti. Hún hefir ekki .gifst og á ekki börn, en börn syst- kina hennar, einkum Guðrúnar, hafa einnig verið hennar börn. Þeim hefir hún fórnað kröftum sínum og kærleiksþeli, sjer til ei- iíf^ar sæmdar. Yngst er Sigríður, fíngerð kona og góð, vel gefin og menntuð. Hún er gift Pjetri Sigurðssyni er- indreka, og eiga þau tvö efnileg börn. Ber heimili þeirra hjóna fagurt vitni þess menningararfs, er húsfreyjan flutti með sjer úr foreldrahúsum og þeim hæfileik- um, er hún átti til að ávaxta hann. Þá skal síðast nefnd, en ekki síst, næst elsta systirin, Guðrún, sjötug 2. okt. n. k. Ung naut hún hinnar bestu menntunar, giftist árið 1903, síra Jóhanni L. Sveinbjarnarsyni á Hólmum í Reyðarfirði, en missti hann 1912 frá fjórum ungum börn- um þeirra. Tók hiin sig þá upp og flutti heim til Onundarfjarðar, reisti hús á Sólbakka, skamt frá húsi Kristjáns bróður síns, og nefndi hinu yfirlætislausasta nafni Litlabýli. Gerðist hún þá símstjóri á Flateyri og heldur því starfi enn. Ilefir það hús er hún byggði jafnan síðan verið heimili þeirra systra, Guðrúnar og Ástríðar, og þar ólu þær upp hin efnilegu börn. Er enn eitt þeirra heima, María, gift Kristjáni Ebenezerssyni skip- stjóra, en hin þrjú í Rvík: Torfi, fulltrúi í Stjórnarráðinu, Margrjet Guðrún Torfadóttir. gift HaHgr. Tuliníus, og Björn, verslunarmaður. Frú Guðrún Torfadóttir er ágæt kona og mikilhæf, hávaxin og höfðingleg sýnum og tíguleg í fasi. Hún er þannig skapi farin, svo andlega sterk og heilbrigð, að hverjum manni líður vel í ná- vist hennar. Hún hefir líka marg- an huggað í raunum, og þær syst- ur báðar, mörgum hjálpað og margan stælt í stríði við örðug- leika og andstreymi, verði oft fundvís á leiðir til að greiða geisl- unum veg inn í skuggann, en ver- ið sjálf hetja í hverri raun. Oft var gestkvæmt í Litlabýli. Þar var hver gestur velltominn, oft kátt á hjalla og um margt spjallað, og leið þar hverjum manni vel. Það er og víst, að af fundi þeirra systra gekk hver mað ur glaðari í bragði en hann kom, og hygg jeg að svo muni jafnan verða, meðan þessi valkvendi halda ráði og rænu. Frú Guðrún hefir jafnan tekið mikinn þátt í fjelagsmálum kvenna í Onundarfirði. Og hún hefir verið formaður kvenfjelags- ins Brynju á Flateyri frá stofn- un þess, á þriðja tug ára, og er það enn. Hefir það fjelag unnið mikið og margháttað menningar- legt starf í þorpinu, og verið stoð og stytta ýmissa nýjunga og fram- faramála þar. Marga dýrmæta endurminningu á jeg um samstarf við heimilin á Flateyri og grend í því nær tvo tugi ára. Þaðan streymdi inn í skólann minn, með hinum mann- vænlega barnahópi, menning þeirra og hugarhlýja og jók mjer starfsgleði og starsþrótt. (Langar mig til að minnast þeirra sumra síðar). En í allra fremstu röð eru heimilin k Sólbakka, og ekki síst heimili þeirra systra í Litlabýli. Það var snurðulaust og elskulegt samstarf og börnin hinir ágætustu nemendur. Fullur þakklætis sendi jeg nú afmælisbarninu hlýjar kveðjur og blessunaróskir. Það veit jeg líka að allir Onfirðingar muni gera, hvar sem þeir dvelja og margir fleiri. Og ekki mun skorta hlýjan hug að austan til hinna öldruðu prestsfrúar frá Hólmum, frá gömlum vinum þar og samverkamönnum. Því að jeg þykist mega vera þess fullviss, að svo fari öllum eins og mjer, sem eitthvað hafa kynst frú Guð- rúnu Torfadóttur, að þá komi hún þeim jafnan í hug, er þeir lieyra góðrar og mikilhæfrar konu getið. Nú eru börn þeirra Torfa Hall- dórssonar og Maríu Össurardóttur þá og þegar horfin af sviðinu. Þau voru svo myndarlegir og gjörfu- . legir einstaklingar, að að þeim er sjónarsviptir, og sumum þeirra mun verða merkileg saga skráð. Og þau mynduðu svo ánægjulega. og samstæða heild og voru svo samrýmd, að mjer þótti best við- eigandi að minnast allrar fjöl- skyldunnar með þessum örfáu orð um, á heiðursdegi hinnar öldruðu prestskonu. Og það hugði jeg hennar skapi næst. Akureyri, 20. ágúst 1942. Snorri Sigfússon. — Mamma, sagði lítil sex ára stúlka við móður sína. — Mamma, ef jeg gifti mig einhverntímann eignast jeg þá eiginmann, eins og pabba? — Já, auðvitað, sagði móðirin undrandi. — 0g ef jeg gifti mig ekki, verð jeg þá að búa ein eins og Anna frænka? — Já, elskan. — Mamma, sagði litla stúlkan, eftir dálitla umhugsun. —^Þetta er töluvert erfitt að lifa í þessum heimi fyrir okkur kvenfólkið, finst þjer ekki?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.