Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1942, Qupperneq 1
36. tölublað. Sunnudagur 25. október 1942. XVII. árgangur.
Hann sd Jón Sigurðsson
í forsetastóii
Attræður steinsmiður,
Magnús O. Guðnason, segir frá
T nnanum slípaðar steinplötur og
* stöpla, í björtu verkstæði við
Grettisgötu situr maður fram við
glugga og meitlar let.ur á stein.
Hann stendur hvatlega upp frá
verki sínu er jeg kem inn, heilsar
og býður mig velkominn. Jeg var
kominn til þess að hafa tal af
manni sem yrði áttræður eftir
nokkra daga, og hika við að lieilsa
honum — sem slíkum.
Þetta var Magnús Guðnason
steinsmiSur. Hann er um sextugt
að útliti og hefír „steininn klapp-
að“ síðan fyrir 64 árum.
Við göngum til stofu í íbúð
hans uppi á lofti. Hann sest þar
á stólhnall, ekki til þess að hvíla
sig, aðeins til þess að tala við
mig. Áttræður steinhöggvari er
ekki þreyttur.
Og nú tökum við til að rabba
saman um löngu liðna daga, þeg-
ar hann árið 1867, 5 ára gamall
fluttist með foreldrum sínum frá
Bakkavelli í , Rangárvallasýslu
hingað til Reykjavíkur, og upp-
vaxtarár hans hjer, er hann 12
ára gamall byrjaði á eyrarvinnu
hjer í bænum. Það var erfitt fyrir
ekki eldri pilt. En ekki um annað
að gera, faðir hans þá dáinn fyrir
nokkru frá 9 börnum, atvinnan
stopul á eyrinni, ýmist erfiðis-
vinna eða sendiferðir og snúning-
ar við verslun, en oft ekkert í
aðra hönd.
í þrjú sumur 12—15 ára, var
jeg kokkur á fiskiskútu og eldaði
handa 19 manns, fjekk 12 krónur
í mánaðarkaup og það sem jeg dró
af fiski. En það var ill æfi því
jeg var altaf sjóveikur.
Hann átti heima í Efra Holti,
við Skólavörðustíginn, þar sem
Matthías Matthíasson átti heima,
langt fyrir ofan alla bygð. Þar
var grýtt og hrjóstugt umhverfi.
En að því kom að farið var að
nota grjót.
VAKNAÐI VIÐ GRJÓT-
VINNUNA.
Magnús vaknaði á hverjum
morgni við að menn dreifðu sjer í
hópum um holtin og lömdu stór-
grýtið, klufu það niður í bygging
arefni. Honum leiddist eyrarvinn-
an og snúningarnir. Hann átti sjer
enga aðra ósk heitari en að verða
steinhöggvari, reyna kraftana við
grjótið. í í
Þetta var veturinn 1878—79.
En grjótið, sem verið var að
kljúfa, átti að fara í Alþingis-
húsið. Sú bygging markaði alla
starfsæfi hann síðan.
Magnús segir svo frá:
Þegar byrjað var að kljúfa og
draga saman grjót í Alþingishús-
ið, stóð Jakob Sveinsson fyxúr
klofningunni. Jeg hafði það af að
fara til hans og biðja hann um
að taka mig í vinnuna. „Já vinur
minn“, sagði hann, „þú verður
að reyna að fá þjer hamar“. Það
var ekki merkilegt verkfæri. Enda
náði jeg mjer í hamarinn. Þá
kunni hjer enginn neitt að heitið
gat, hvorki við múrverk nje stein
srníði. En einmitt við bygging Al-
þingishússins lærðu menn hjer að
nota hin rjettu verkfæri.
— Iívar var efnið tekið í Al-
þingishúsið ?
— Það var tekið á víð og dreif
um Þingholtin, en þó einkum í
kringum svonefndar Kvíaklappir.
Um öll holtin voru feiknin öll