Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1942, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1942, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐ8INT8 831 — Já, jeg er ekki frá því að það hefði komið hugur í hann fyr ir framan hjóðnemann. — Þjer munið eftir Jóni Sig- urðssyni? Já, jeg man hann, þar sem hann sat í forseta stól, hve fyrir- mannlegur hann var. Jeg fann til þess þá, þó jeg væri krakki, hve mjög hann bar af öðrum mönnum, og það sem hann sagði, það varð svo að vera. Mjer varð starsýnt á hann hvar sem hann fór. SK JÁLFAND AFLJ ÓTS- BRÚIN. — Hvað tók svo við þegar þinghúsinu var lokið ? — Það var sumarið 1881. Baldt tók að sjer að byggja Skjálfanda- fljótsbrúna gömlu. Hann vildi fá okkur Ólaf til að fara norður. En Tryggvi Gunnarsson var tregur til að kosta ferð okkar. Vildi fá menn í hjeraðinu. Baldt sat við sinn keip, og sagði okkur að vera ferðbúna til að fara með á- kveðinni skipsferð. Tryggvi ljet undan hálftíma áður en skipið fór. Og við af stað. En þegar við komum að norðan aftur voru komin steinsmíðaverk- færi frá Höfn, sem Baldt sendi okkur að gjöf, sem uppbót fyrir að fá ekki að taka við því kaupi sem okkur bar í ákvæðisvinnunni. Jeg átti að fara norður að Skjálfandafljóti næsta sumar, en lagðist í mislingum um vorið og var veikur alt sumarið. SJÁLFSTÆÐ ATVINNA. Síðan fórum við Ólafur að vinna upp á eigin spýtur.- Við tókum að okkur að gera kjallara undir hús og þessháttar og draga saman grjót úr holtinu hjer í kring. Það var oft harðsótt á vetrum, því þá voru harðir vetrar. Ólafur fjelagi minn dó fyrir fjölda mörgumí árum. En jeg fór að gefa mig að legsteinasmíði. Það var ófullkomið til að byrja með. Jeg hafði ekki heldur verk- færi til þess, nema ófullkomin og seinvirk. En svo fór Ársæll sonur minn til Þýskalands og var þar í 3% ár við steinsmíði. Hann kom heim með sagir og fullkomin á- höld til að slípa grásteininn. Nú slípum við hann og sögum í hellur eftir vild. Og nú er komið annað snið á verkið, enda aðrir tímar, en þegar jeg kom með fyrsta í- soðna oddhamarinn minn í vinnu hjá Jakob Sveinssyni. ★ Húsmóðirin frú Steinunn Ólafs- dóttir, kemur inn til okkar og býður kaffi. Við setjumst þar og spjöllum áfram um eitt og annað sem drifið hefir á daga hins átt- ræða húsbónda, er altaf fer á fætur á sama tíma og samverka- menn hans. „Við erurn að reyna að fá hann til að hvíla sig fram- eftir í skammdeginu", segir frúin, þegar hann hrá sjer frá að tala í síma, en það er ekki hægt. Ilann kann ekki við það að hlífa sjer nokkra stund. Og í sumar hefir hann unnið í eftirvinnu, vegna þess hve mikið er að gera. En engan má svíkja. Alt verður að standa eins og stafur á hók. Við tölum síðan um grágrýti og gabhró, en grágrýtið hefir ver- ið aðal viðfangsefni Magnúsar í yfir 60 ár. Gabbróið úr Hornafirði er harðara og seinunnara. En það versta er að ekki eru tök á að fá af því nægilega stóra steina eða plötur. Þeir feðgar Magnús og Ársæll sonur hans segja mjer frá ýms- um verkum sem þeir hafi unnið. Frá stöplum undir standmyndir, sem þeir hafa gert, en flestallir slíkir stöplar hjer í bæ eru frá verkstæði þeirra. Ennfremur tóku þeir að sjer, að saga og slípa grásteinshellur á gólf og stiga í hinu stóra andyri nýju Háskólabyggingarinnar. Og enn röbbum við um vinnu- gleði, starfsþrótt og gott heilsu- far og segir Magnús svo frá: Jeg gæti trúað því að eitt með öðru sem bætt hafi heilsu mína, og aukið starfsþrekið, hafi verið hve mikið yndi jeg hafði af því fyrr á árum að koma á hestbak. Jeg átti lengi góða reiðhesta og notaði þá eins mikið og frekast var tími til. Jeg þurfti líka að hafa dráttarhesta til grjótflutn- inga, svo það var lítil viðbót að hafa reiðhesta með. Til þess að fleiri gætu notið hestanna og úti- loftsins eignaðist jeg snemma ljettivagn sem heimilisfólk mitt notaði á sunnudögum. Þá voru ekki bílarnir. Því hafði verið spáð fyrir mjer, að ef jeg kæmist yfir fertugt, þá myndi jeg verða gamall maður. En svo bar við rjett þegar jeg var að verða fertugur, að jeg lagðist í lungnabólgu. — Þá sat Þórður Thoroddsen í þrjá tíma 4 rúmstokknum hjá mjer og setti á mig hvern sinneps-plásturinn eftir annan. Það er ekki sársaukalaust, en jeg fann ekkert til, en flaug á læknirinn hvað eftir annað í óráði. Eftir þessa þriggja tíma viðureign stóð Þórður upp og sagði: Nú er jeg ánægður. Með það fór hann. En mjer batnaði. Hann hefir á þessum þrem tímum tvöfaldað æfi mína — og meira til. En merkilegt var það að þessu skyldi hafa verið spáð fyrir mjer. Jeg sem aldrei trúi á neina spá- dóma, sagði hinn áttræði varfærni heiðursmaður. En það þarf enga spádómsgáfu til að sjá, að Magnús Guðnason á marga vinnudaga eftir enn, þó hann sje einn af þeim sem unnu við Alþingishúsið og hafi sjeð Jón Sigurðsson í forsetastól og heyrt Benedikt Sveinsson halda miklar ræður upþ í Alþingissal Latínu- skólans. Eai alt þetta er nú orðið fjarlægt nútíðinni. V. St. Smælki — Svo að þú sagðir kærastan- um þínum upp, af því að hann varð ástleitinn eftir að hafa drukkið fjóra sjússa? — Já, jeg fann annan, sem varð ástleitinn eftir einn. ★ — Hvað segirðu um dálítið „kelerí“, svona upp á gamla móð- inn? — Alt í lagi. Jeg skal ná í ömmu gömlu handa þjer. ★ — Hvernig varð kjaftaskjóðan í næsta húsi vitlaus? — Hún reyndi að hafa síðasta orðið í rifrildi við bergmálið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.